Fréttablaðið - 29.04.2010, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 29.04.2010, Blaðsíða 17
FIMMTUDAGUR 29. apríl 2010 17 GROUP VIÐSKIPTI Úrvalsvísitalan (OMXI6) rauf þúsund stiga múrinn skömmu eftir upphaf viðskipta- dagsins í Kauphöllinni í gær og fór þá í um 1.005 stig. Hún hafði þá aldrei verið hærri. Vísitalan seig eftir því sem á leið daginn og var komin undir þúsund stig- in þegar hlutabréfamarkaðurinn lokaði. Úrvalsvísitalan, sem tók gildi við þarsíðustu áramót og saman- stendur af sex veltumestu almenn- ingshlutafélögunum á markaði, stóð í eitt þúsund stigum á fyrsta degi. Hún rauf þúsund stiga múrinn innan tveggja fyrstu við- skiptadaganna í fyrra áður en hún tók að gefa hratt eftir. Lægst fór hún í 563 stig um miðjan mars í fyrra. Síðan þá hefur hún hækk- að um 78 prósent, þar af um 22,4 prósent frá áramótum. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, segir þróunina gleðiefni jafnt fyrir fjárfesta sem fyrirtækin sjálf: „Sú staðreynd að Úrvalsvísitalan hefur nánast tvö- faldað sig frá því í mars á síðasta ári gefur til kynna að markaður- inn er á batavegi. Við væntum þess að fleiri fyrirtæki muni sjá sér hag í því að koma á markað- inn á næstunni og njóta góðs af þessari þróun,“ segir hann. - jab ÞÓRÐUR FRIÐJÓNSSON Forstjóri Kaup- hallarinnar segir mikla hækkun Úrvals- vísitölunnar sýna að hlutabréfamark- aðurinn sé á batavegi eftir kreppuna. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Úrvalsvísitalan fór í methæðir eftir þrautagöngu í næstum eitt og hálft ár: Markaðurinn sýnir batamerki eftir kreppu HEILBRIGÐISMÁL Sóttvarnalæknir telur að þótt öskufall frá eld- stöðinni í Eyjafjallajökli hafi minnkað til muna sé enn nauð- synlegt fyrir þá sem vinna við hreinsun á þurri ösku að nota öndunargrímur. „Fer nú í hönd mikil hreins- unarvinna á ösku undir Eyja- fjöllum og vill sóttvarnalæknir vekja athygli á að fíngerð þurr aska við slíka vinnu getur borist niður í lungu manna og hugsan- lega valdið tjóni,“ segir í til- kynningu frá sóttvarnalækni. Hann beinir þeim tilmælum til allra sem vinna við hreinsun á þurri ösku að þeir noti iðnaðar- mannagrímur eða öndunargrím- ur sem fá megi á nærliggjandi heilsugæslustöð við eldgosið eða hjá almannavarnanefnd á Hvolsvelli. - gar Enn varað við fíngerðri ösku: Hreinsunarfólk beri grímur HREINSUNARSTARF Enn er mikið verk óunnið undir Eyjafjöllum. LÖGREGLUMÁL Tveir karlmenn sem setið hafa í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar lögreglunnar á Akur- eyri á fíkniefnamáli þar sem lagt var hald á 1,2 kíló af amfetamíni og 100 grömm af hassi, hafa verið látnir lausir. Mennirnir, sem eru á þrítugs- og fimmtugsaldri, voru handteknir 20. apríl. Þeir voru handteknir í kjölfar þriggja húsleita. Öðrum mannanna var sleppt í byrjun viku og hinum í fyrradag. Rannsókn málsins miðar vel. - jss Fíkniefnamál á Akureyri: Amfetamín- menn lausir Gengi hlutabréfa í Úrvalsvísitölunni síðustu 12 mánuði Félag Hækkun /- lækkun Össur 113,2% Marel 92,6% BankNordik (áður Föroya Bank) 35,6% Atlantic Airways -26,2% Atlantic Petroleum -35,2% Icelandair Group -38,0%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.