Fréttablaðið - 29.04.2010, Síða 17

Fréttablaðið - 29.04.2010, Síða 17
FIMMTUDAGUR 29. apríl 2010 17 GROUP VIÐSKIPTI Úrvalsvísitalan (OMXI6) rauf þúsund stiga múrinn skömmu eftir upphaf viðskipta- dagsins í Kauphöllinni í gær og fór þá í um 1.005 stig. Hún hafði þá aldrei verið hærri. Vísitalan seig eftir því sem á leið daginn og var komin undir þúsund stig- in þegar hlutabréfamarkaðurinn lokaði. Úrvalsvísitalan, sem tók gildi við þarsíðustu áramót og saman- stendur af sex veltumestu almenn- ingshlutafélögunum á markaði, stóð í eitt þúsund stigum á fyrsta degi. Hún rauf þúsund stiga múrinn innan tveggja fyrstu við- skiptadaganna í fyrra áður en hún tók að gefa hratt eftir. Lægst fór hún í 563 stig um miðjan mars í fyrra. Síðan þá hefur hún hækk- að um 78 prósent, þar af um 22,4 prósent frá áramótum. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, segir þróunina gleðiefni jafnt fyrir fjárfesta sem fyrirtækin sjálf: „Sú staðreynd að Úrvalsvísitalan hefur nánast tvö- faldað sig frá því í mars á síðasta ári gefur til kynna að markaður- inn er á batavegi. Við væntum þess að fleiri fyrirtæki muni sjá sér hag í því að koma á markað- inn á næstunni og njóta góðs af þessari þróun,“ segir hann. - jab ÞÓRÐUR FRIÐJÓNSSON Forstjóri Kaup- hallarinnar segir mikla hækkun Úrvals- vísitölunnar sýna að hlutabréfamark- aðurinn sé á batavegi eftir kreppuna. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Úrvalsvísitalan fór í methæðir eftir þrautagöngu í næstum eitt og hálft ár: Markaðurinn sýnir batamerki eftir kreppu HEILBRIGÐISMÁL Sóttvarnalæknir telur að þótt öskufall frá eld- stöðinni í Eyjafjallajökli hafi minnkað til muna sé enn nauð- synlegt fyrir þá sem vinna við hreinsun á þurri ösku að nota öndunargrímur. „Fer nú í hönd mikil hreins- unarvinna á ösku undir Eyja- fjöllum og vill sóttvarnalæknir vekja athygli á að fíngerð þurr aska við slíka vinnu getur borist niður í lungu manna og hugsan- lega valdið tjóni,“ segir í til- kynningu frá sóttvarnalækni. Hann beinir þeim tilmælum til allra sem vinna við hreinsun á þurri ösku að þeir noti iðnaðar- mannagrímur eða öndunargrím- ur sem fá megi á nærliggjandi heilsugæslustöð við eldgosið eða hjá almannavarnanefnd á Hvolsvelli. - gar Enn varað við fíngerðri ösku: Hreinsunarfólk beri grímur HREINSUNARSTARF Enn er mikið verk óunnið undir Eyjafjöllum. LÖGREGLUMÁL Tveir karlmenn sem setið hafa í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar lögreglunnar á Akur- eyri á fíkniefnamáli þar sem lagt var hald á 1,2 kíló af amfetamíni og 100 grömm af hassi, hafa verið látnir lausir. Mennirnir, sem eru á þrítugs- og fimmtugsaldri, voru handteknir 20. apríl. Þeir voru handteknir í kjölfar þriggja húsleita. Öðrum mannanna var sleppt í byrjun viku og hinum í fyrradag. Rannsókn málsins miðar vel. - jss Fíkniefnamál á Akureyri: Amfetamín- menn lausir Gengi hlutabréfa í Úrvalsvísitölunni síðustu 12 mánuði Félag Hækkun /- lækkun Össur 113,2% Marel 92,6% BankNordik (áður Föroya Bank) 35,6% Atlantic Airways -26,2% Atlantic Petroleum -35,2% Icelandair Group -38,0%

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.