Fréttablaðið - 29.04.2010, Side 18

Fréttablaðið - 29.04.2010, Side 18
18 29. apríl 2010 FIMMTUDAGUR hagur heimilanna Fyrir þá sem vantar kút á grillið fyrir sumarið eru síðustu forvöð að hreppa plastkúta á „gamla verðinu“ hjá ÍSAGA og Skeljungi. Bú- ast má við að verðið hækki innan skamms. Sáralítill verðmunur er á stálkútum og áfyllingu á þá, en tæpum sex hundruð krónum getur munað á plastkútaáfyllingu Olís á leið í innflutning. ÍSAGA og Skeljungur selja plast- gaskúta á rúmar níu þúsund krón- ur, en aðrir á rúmar þrettán og upp í fjórtán þúsund krónur. Fyrirtæk- in tvö búast við að hækka verð á næstunni, eða þegar sending berst til landsins. „Þetta er gömul sending, flutt inn fyrir þremur árum,“ segir Guð- mundur Rafnsson, framkvæmda- stjóri hjá ÍSAGA, en fyrirtækið býður upp á heimsendingarþjónustu á gasi fyrir átta hundruð krónur. Plastkútar eru algengastir í tíu kílóa stærð og ódýrastir hjá Skeljungi á 9.054 krónur. Dýrast- ir eru þeir hjá Byko, á 13.990. Hjá Byko fylgir áfylling kútnum. Ódýrasta áfyllingin á plastkútana er hjá Byko, 4.414 krónur, en mest kostar áfyllingin hjá Skeljungi, 5.009 krónur. Gömlu stálkútarnir eru mun ódýrari en plastkútarnir. Níu kílóa stálkútar kosta rúmar 2.000 kónur og munar fimmtán krónum á hæsta og lægsta verði. Lítill verðmunur er og á áfyll- ingu á níu kílóa stálkúta, eða átta- tíu krónur milli hæsta og lægsta verðs. Olís ætlar á næstunni að flytja inn eigið gas. Um leið verður boðið upp á nýja gerð tenginga milli grills og kúts, sem sagðar eru hentugri og öruggari. Olís mun jafnvel bjóðast til að koma heim til fólks og skipta um tengingar fyrir það, sem bætist við þjónustu eins og heimsendingu á gasgrillum. klemens@frettabladid.is Útgjöldin >Kílóverð á skinku, í febrúar ár hvert Verð á gasi og gaskútum: Tegund Stálkútur 9 kíló Áfylling Plastkútur 10 kíló Áfylling Byko - - 13.990* 4.414 ÍSAGA - - 9.600 4.550 N1 2.015 4.228 13.305 4.699 Olís 2.005 4.308 13.310 4.791 Skeljungur 2.020 4.237 9.054 5.009 Miðað við upplýsingar úr símakönnun í gærdag. Bornir eru saman 10 kílóa plast- kútar, áfylling á þá, og 9 kílóa stálkútar og áfylling á þá. *Innihaldið er ókeypis þegar keyptur er nýr kútur hjá Byko. Fólk getur fengið gaskúta á gamla verðinu enn um sinn Skilagjald er á kútunum, jafnhátt útsöluverði. Því mætti ætla að hægt væri að kaupa sér tóma kúta hjá Skeljungi og skila þeim til Byko og hirða mismuninn. En viðskiptavinir sem skila gaskútum eru gjarnan krafðir um kvittanir í verslunum, enda hafa þjófar oft reynt að losa sig þar við illa fengna gaskúta. - kóþ Ekki viðskiptatækifæri GRÆTT Á DAGINN OG GRILLAÐ … Sumarið er byrjað samkvæmt dagatalinu og lands- menn farnir að huga að gasgrillum sínum. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Eitt félag, Gasfélagið, flytur inn allt própangas á Íslandi, sem er gasið sem fer á gasgrillin. Gasfélagið er í eigu Sjávarsýnar, félags Bjarna Ármannssonar athafnamanns. Olíufélögin og fleiri endurselja svo neytendum gasið frá Gasfélaginu. Pétur Pétursson, framkvæmda- stjóri Gasfélagsins, á ekki von á því að verð lækki mikið við það að Olís hefji innflutning á gasi. Verðið ráðist af heimsmarkaðsverði og gengi Bandaríkjadollars. „En það getur vel verið að olíufélögin fari þá í verðstríð,“ segir hann og tekur fram að hann skipti sér ekkert af verði olíufélaga. - kóþ Bjarni á allt gasið BJARNI ÁRMANSSON Heimild: Hagstofa Íslands 2.500 2.000 1.500 1.000 500 0 kr. 2004 2006 2008 2010 „Verstu kaupin mín voru tvímælalaust mynt- körfulánsbíllinn minn, sem var grár smábíll af gerðinni Huyndai Getz sem ég keypti notaðan á milljón árið 2007,“ segir Hörður Sveinsson ljósmyndari. „Þetta er hinn besti bíll þannig séð, ég á hann og nota, en kaupin eru tvímælalaust þau verstu sem ég hef gert. Mér var sagt að það væri voða sniðugt að taka myntkörfulán og ég féll kylliflatur fyrir því,“ segir Hörður sem heldur í þá von að annaðhvort styrkist krónan eða lánin verði endurskoðuð. Bestu kaup Harðar eru af allt öðrum toga. „Ég keypti mér lítinn rauðan úkúlele-gítar í Pal- ermo á Sikiley síðasta sumar. Hann er eins og ananas í laginu og skreyttur ávaxta- myndum. Ég hef notað hann mjög mikið þó að ég kunni ekki beinlínis að spila á gítar, ég fikta bara í honum. Ég er reyndar handóður, get ekki haft hendurnar kyrrar og þess vegna virkar gítarinn eins og stressbolti fyrir mig. Gítarinn var ódýr og ég hef notað hann svo mikið að hann hlýtur að vera bestu kaupin sem ég hef gert.“ NEYTANDINN: Hörður Sveinsson ljósmyndari Gítar bestu kaup en bíllinn þau verstu Árlega veitir Öldrunarráð Íslands viðurkenningu fyrir frábær störf í þágu aldraðra. Nú er óskað eftir ábendingum um einstaklinga, stofnanir eða félagasamtök, sem víðast af landinu sem verðskulda slíka viðurkenningu árið 2010. Ábendingar sendist til starfsmanns Öldrunarráðs Pálínu Sigurjónsdóttur, Hverahlíð 20, 810 Hveragerði eða í tölvupósti, pala@dvalaras.is, fyrir 15. maí. „Besta húsráðið er að henda aldrei lífrænum úrgangi heldur setja hann í safntunnu sem Reykjavíkurborg hefur svo til gefið í mörg ár,“ segir Jón Gnarr, leikari og frambjóðandi Besta flokksins í næstu sveitarstjórn- arkosningum. Jón telur almennt sorp frá heimilinu hafa minnkað hafa um helming í kjölfarið .„Seint á vorin er úrgangurinn orðinn eins og hrossaskítur. Hann set ég í beðin, við rósirnar mínar.“ GÓÐ HÚSRÁÐ SAFNAR ÚRGANGI ■ Jón Gnarr, leikari og frambjóðandi, setur úrgang á rósabeð SAMGÖNGUR Kristján L. Möller samgönguráðherra vill breyta skattlagningu eignarhalds og notkunar neyslugrannra bíla svo þeir verði fýsilegri kostur en nú er. Þetta kemur fram í kafla um markmið um umhverfislega sjálfbærar sam- göngur í nýrri samgönguáætlun. Til neyslugrannra bíla teljast til dæmis tvinnbílar, tengiltvinnbíl- ar, bílar sem nota vistvænt elds- neyti og bílar sem nota gasolíu. Þegar eru í gildi skattaívilnanir vegna neyslugrannra bíla en þrátt fyrir það eru slíkir bílar innan við eitt prósent af bílaflotanum. Runólfur Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, segir mark- miðið jákvætt; fullt tilefni sé til að fjölga neyslugrönnum bílum í umferðinni. Hann leggur þó áherslu á að breytingar á skatt- kerfinu verði raunhæfar og þjóni markmiði sínu af alvöru. Í samgönguáætluninni kemur einnig fram sá vilji Kristj- áns Möllers að breyta kröfum í útboðum með það að markmiði að auka hlut vistvænna ökutækja í sérleyfisakstri og auka kröfur til opinberra stofnana og fyrir- tækja um að þær noti vistvæn ökutæki í starfsemi sinni. Fyrir utan þessi verkefni á að leita leiða og vinna að markvissri áætlun um hvernig standa megi að orkuskiptum í samgöngum sem lið í að ná loftlagsmarkmiðum stjórnvalda. - bþs Samgönguráðherra setur fram markmið um umhverfislega sjálfbærar samgöngur: Vill lækka skatta á neyslugranna bíla KRISTJÁN MÖLLER

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.