Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.04.2010, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 29.04.2010, Qupperneq 22
22 29. apríl 2010 FIMMTUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is M örgum hefur fundizt sú ítrekaða niðurstaða íslenzkra dómstóla skrýtin, að innheimta svokallaðs iðnaðar- málagjalds bryti ekki gegn ákvæðum stjórnarskrár- innar um félagafrelsi. Það virðist liggja nokkurn veginn í augum uppi að með gjaldinu, sem ríkið inn- heimtir af iðnfyrirtækjum og lætur svo renna til Samtaka iðnaðarins burtséð frá því hvort fyrirtækin eiga aðild að SI eða ekki, er verið að þvinga fyrirtæki til að greiða félagsgjald til félags, sem þau kæra sig kannski ekkert um að vera í. Nú hefur Mannréttindadómstóll Evrópu komizt að þeirri niður- stöðu að gjaldið brjóti gegn félagafrelsisákvæðum Mannréttinda- sáttmála Evrópu. Iðnaðarmálagjaldið heyrir því væntanlega sög- unni til. Alþingi er ekki stætt á öðru en að afnema lög um gjaldið og Samtök iðnaðarins verða að fjár- magna sig eins og annar frjáls félagsskapur; með félagsgjöldum fyrirtækja sem vilja vera í sam- tökunum. Varla leikur vafi á að iðnfyrirtæki, sem sjá hag sinn í félagsaðild, munu greiða hærra félagsgjald – enda geta þau nú sparað sér iðnaðarmálagjaldið. Pétur Blöndal alþingismaður spurði Jóhönnu Sigurðardóttur for- sætisráðherra á Alþingi í gær hvort nú yrðu ekki afnumin önnur gjöld sem væru sambærileg við iðnaðarmálagjaldið. Pétur nefndi búnaðargjald, fiskiræktargjald, gjald sem lagt er á tölvur og renn- ur til Samtaka tónskálda og eigenda flutningsréttar, og loks skyldu- greiðslu opinberra starfsmanna til stéttarfélags. Búnaðargjaldið er klárlega sambærilegt við iðnaðarmálagjald- ið. Það er 1,2 prósent af heildartekjum bænda, óháð afkomu þeirra. Gjaldið rennur annars vegar til Bændasamtakanna og ýmissa bún- aðar- og búgreinasambanda og hins vegar til Bjargráðasjóðs. Að minnsta kosti hvað greiðsluna til félagasamtaka varðar hlýtur það sama að eiga við um búnaðargjaldið og iðnaðarmálagjaldið. Kannski hafa sumir bændur engan áhuga á aðild að Bændasamtökunum og eru ósammála þeim skoðunum sem þau berjast fyrir, rétt eins og húsasmíðameistarinn sem vann málið fyrir Mannréttindadóm- stóli Evrópu taldi Samtök iðnaðarins hafa unnið gegn hagsmunum sínum. Fréttablaðið sagði frá því í vetur að hluti af aflaverðmæti allra íslenzkra skipa rynni lögum samkvæmt til Landssambands útgerð- armanna og Landssambands smábátaeigenda. Hvor samtök um sig fá þannig um fjörutíu milljónir á ári. LÍÚ kærir sig ekki um þessar greiðslur, en LS lætur þær koma í stað félagsgjalda. Enn hljóta sömu rök að eiga við um þessi lögboðnu gjöld og iðnaðarmálagjaldið. Pétur Blöndal og fleiri þingmenn hafa ítrekað lagt til að 7. grein laga um kjarasamninga opinberra starfsmanna verði breytt, en þar er beinlínis kveðið á um að starfsmenn, sem standi utan stéttarfélaga opinberra starfsmanna, eigi samt að greiða þeim félagsgjald! Frum- varpið hefur aldrei fengizt afgreitt úr nefnd. Þarf kannski líka að vísa þessari dulbúnu skylduaðild að félagi til Mannréttindadómstólsins áður en löggjafinn rumskar? Skyldugreiðslur af þessu tagi, til félaga sem fólk vill hugsanlega alls ekki vera í, eru fullkomlega úrelt fyrirbæri. Alþingi á að taka til í þessum þvinguðu félagsgjöldum. HALLDÓR Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN Á maður alltaf að borga skuldir sínar? Ef allt er með felldu svörum við því játandi. En það er ekki alltaf raunin. Síðasta áratug hefur athyglin beinst að svokölluðum ólög- mætum skuldum þjóðríkja. Slíkar skuldir geta verið ólögmætar af ýmsum ástæðum. Ein er sú að lánveitandi hafi ekki gengið úr skugga um að lánþegi gæti greitt skuldina. Önnur lýtur að því hver stofnaði til skuldarinnar. Fyrir nokkr- um árum var úrskurðað að milljarða dala skuldir Íraks og Nígeríu skyldu felldar niður vegna þess að til þeirra var stofnað af stjórnvöldum sem ekki voru lýðræðis- lega kjörin. Samt gátu þessar þjóðir staðið undir greiðslum. Í áttunda bindi skýrslu rannsóknar- nefndar Alþingis segir: „Borgarar í lýð- ræðisríki bera ábyrgð á réttilega kjörn- um stjórnvöldum. Meginforsenda þess að borgararnir geti axlað þessa ábyrgð vel er að þeir búi við góð skilyrði til upplýstr- ar skoðanamyndunar.“ Í skýrslunni kemur einnig fram að alvarlegir misbrestir eru á þessu hérlendis (bls. 241). Þar er jafnframt harðlega gagnrýnt að á ákveðnu tímabili hafi veik stjórnvöld falið fjármálakerfinu og bönkunum of mikið vald, leyft of mikil umsvif og sýnt of lítið aðhald. Kannski má ganga svo langt að segja að á Íslandi hafi ríkt auðræði í stað lýðræðis. Að lýðræðislega kjörnir fulltrúar hafi ekki verið við stjórnvölinn. Ef allt væri með felldu ættum við að axla fulla ábyrgð á því sem réttilega kjörin stjórnvöld hafa kallað yfir okkur. En skuld- setningu íslensku þjóðarinnar vegna efna- hagshrunsins má að hluta rekja til þess auðræðis sem ríkti hér eftir einkavæðingu og útrás. Það var ekki allt með felldu. Við getum ekki horft fram hjá því á leið okkar frá reiði til sáttar. Vorar skuldir Hrunið Árni Svanur Daníelsson Prestur Kristín Þórunn Tómasdóttir Prestur Vonandi hverfa fleiri þvinguð félagsgjöld með iðnaðarmálagjaldinu. Úrelt gjaldtaka Það var ekki allt með felldu. Við get- um ekki horft fram hjá því á leið okkar frá reiði til sáttar. Fáðu faglega ráðgjöf um val á hlaupaskóm og kynntu þér NIKE+ MEÐ ÖLLUM NIKE HLAUPASKÓM KÍKTU Í Í DAGLINDUM KAUPAUKI INTERSPORT Hliðar á sama peningi Stefán Snævarr heimspekingur bloggaði um þá kenningu sína að Baugsmenn og hin svonefnda náhirð innan Sjálfstæðisflokksins væru hvor sín hliðin á sama peningnum. Máli sínu til stuðnings nefndi hann að eitt sinn hefði Hannes Hólmsteinn Gissurarson sagt að Pálmi í Hagkaup hefði bætt kjör fátækra meira en verkalýðshreyfingin. Síðar hefði Gunnar Smári Egilsson sagt hið sama. Ekki hann heldur hann Af þessu spratt lífleg umræða í athuga- semdakerfinu. Einn benti á að ummælin væru alls ekki komin frá Hannesi heldur Gvendi Jaka; annar sagði það rangt, það hefði verið Vilmundur Gylfason sem sagði þetta; neineinei, sagði sá þriðji, það var faðir hans, Gylfi Þ. Gíslason sem sagði þetta. Niðurstaða Stefáns var þessi: Einhver sagði þetta, og Hannes og Gunnar Smári átu það upp eftir honum. Eins og ný Einar Skúlason, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, gekk í sjóinn og synti ósmurður yfir Fossvog á dögunum til að safna pening. Einar getur huggað sig við að hann þarf væntanlega ekki að punga út fyrir nýjum jakkafötum. Fyrir fjórum árum komst það í hámæli að Björn Ingi Hrafnsson hefði klætt sig upp á kostnað flokksins. Björn Ingi sagði á sínum tíma óþarfa að gera rellu út af því: fötin hefði nýst honum lítið þar sem hann hefði bætt á sig eftir kosningar og væri ekki viss um að komast lengur í þau. Jakkafötin hljóta því að hanga inni í fataskáp Framsóknar, eins og ný, og bíða eftir að Einar smeygi sér í þau. Nema Óskar sé búinn að slíta þeim út? bergsteinn@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.