Fréttablaðið - 29.04.2010, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 29.04.2010, Blaðsíða 23
FIMMTUDAGUR 29. apríl 2010 23 Fríkirkjuvegur 11 er perla í hjarta miðborgarinnar. Áratug- um saman hefur húsið þjónað reyk- vískum börnum. Þegar meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar- flokks ákvað haustið 2006 að selja Björgólfi Thor Björgólfssyni húsið lögðust borgarfulltrúar VG gegn því, enda dýrmætur hluti úr sögu barnanna í borginni. Húsið hefur hýst íþrótta- og tómstundasvið um langt skeið en þar á undan voru þar haldin ýmiss konar námskeið og starfsemi í þágu almennings og með sérstakri áherslu á börn. Borgarfulltrúar VG lögðu til að húsið yrði áfram í eigu borgarinn- ar og gert að barnamenningarhúsi. Þessi hugmynd er ekki úr lausu lofti gripin því að fjöldi fólks hefur talað fyrir sérstakri stofnun sem ætlað væri að standa vörð um barna- menningu á Íslandi. Samtök um barnamenningarstofnun hafa unnið vandaða vinnu, kynnt sér starfsemi sambærilegra húsa í nágrannalönd- unum. Sú vinna lögð til grunvallar þegar VG flutti tillöguna í borgar- stjórn haustið 2006. Tillagan var felld. Húsið var selt og hefur staðið autt síðan, þrátt fyrir háleit markmið. Undanfarnar tvær vikur hefur þó heldur betur lifnað yfir húsinu, enda var því breytt í ævintýrahöll í tilefni barna- menningarhátíðar í Reykjavík. Ævintýrahöllin var stórkostleg í alla staði og hafa í kjölfarið aftur sprottið upp hugmyndir um nýtingu hússins í þágu barna. Við vinstri græn stöndum enn föst á þeirri skoðun að húsið við Frí- kirkjuveg 11 eigi að þjóna almenn- ingi. Húsið er enn til staðar og á sér sögu sem bætir upp þau dapurlegu þrjú ár sem nú eru liðin frá sölunni. Þetta hús er kjörið til að nýta í þágu barna í Reykjavíkurborg og borg- arfulltrúar vinstri grænna munu gera allt sem í þeirra valdi stendur til að það nái fram að ganga – hér eftir sem hingað til. Barnamenningarhús Nefndin stóðst prófið Á fundi með rannsóknar-nefnd Alþingis í janúar 2009 lýsti ég þeirri skoðun fyrir nefndinni, að hlutverk hennar væri að svipta gagn- særri hulunni af því, sem allir vissu. Ég brýndi fyrir nefndinni, að í útlöndum væri vandlega fylgzt með störfum hennar, þar eð ríkir erlend- ir hagsmunir væru bundnir við, að nefndin skilaði trúverð- ugri skýrslu. Hvaða hagsmun- ir? Erlendir lánardrottnar og sparifjáreigendur biðu mik- inn skaða við bankahrunið, auk þess sem aðrar þjóðir hafa eftir hrun lánað Íslendingum mikið fé í gegnum Alþjóða- gjaldeyrissjóðinn til að koma landinu yfir erfiðasta hjallann. Nefndin stóðst prófið. Skýrsla nefndarinnar er ekki hvítþvottur eins og margir óttuðust, úr því að stjórnvöld þvertóku fyrir að fela óháðum erlendum mönnum rannsókn hrunsins og girða þannig fyrir grunsemdir um hlutdrægni. Skýrslan er vandleg greinar- gerð um ábyrgð bankanna og stjórnvalda á bankahruninu. Höfundar skýrslunnar taka í öllum aðalatriðum undir gagn- rýni mína og margra annarra á ríkisstjórnina og Seðlabankann fyrir hrun. Skýrslan er þungur áfellisdómur yfir gamla banka- kerfinu og stjórnkerfinu. Hún lýsir gerspilltu og getulausu stjórnkerfi, sem hegðaði sér eins og hundur í bandi auð- mannanna. Engin viðbúnaðaráætlun Í skýrslunni segir svo (1. bindi, bls. 39-41): „… í ríkisstjórn Íslands var allt fram að falli bankanna lítið rætt um stöðu bankanna og lausafjárkrepp- una sem hófst undir lok sum- ars 2007. … Þegar ráðherrar hugðust bæta ímynd íslenska bankakerfisins með þátttöku í opinberri umræðu, einkum erlendis, var það gert án þess að lagt væri mat á fjárhags- legan styrk ríkisins til þess að koma bönkunum til aðstoðar og án þess að fyrir lægju upplýs- ingar um kostnað við hugsan- legt fjármálaáfall. … þegar á hólminn var komið og bank- arnir riðuðu til falls var ekki fyrir hendi sameiginleg við- búnaðaráætlun stjórnvalda. Sárlega þurfti þá á henni að halda. … Í bréfi Stefans Ing- ves, seðlabankastjóra Svíþjóð- ar, … kemur fram sú skoðun hans að óskýrt eignarhald ásamt örum vexti á efnahags- reikningi bankanna hafi leitt til hættuástands sem íslensk stjórnvöld hafi hvorki virst átta sig á né fyllilega skil- ið hvernig mætti mæta.“ Þessi skoðun sænska seðla- bankastjórans á skilnings- leysi íslenzkra stjórnvalda var algeng meðal erlendra seðla- bankastjóra. Fram kemur í skýrslunni (2. bindi, bls. 200-201), að tíu alþingismenn, þar af sjö þing- menn Sjálfstæðisflokksins, reyndust hver um sig skulda bönkunum 100 milljónir króna eða meira, einkum vegna hluta- bréfakaupa. Þessir tíu þing- menn skulduðu bönkunum 830 milljónir króna hver að jafnaði. Að auki þágu stjórnmálaflokk- arnir og einstakir frambjóð- endur þeirra mikið fé af bönk- unum og tengdum aðilum fyrir hrun. Bankarnir keyptu sér frið til að fara sínu fram. Vistmennirnir taka völdin Skýrslan lýsir Seðlabankan- um eins og vitlausraspítala, þar sem vistmennirnir hafa tekið völdin. Tveir helztu hag- fræðingar bankans vitna um „enn eitt ruglið … algjörlega stjórnlaust“ (1. bindi, bls. 161- 162). Hvergi kemur fram, að hagfræðingarnir hafi hugleitt að hætta störfum í mótmæla- skyni. Ekki virðast þeir heldur hafa hugleitt að hætta störf- um á fyrri tíð vegna skipunar óhæfra manna í bankastjórn- ina. Fyrir kom, að hagfræðing- ar bankans báðu mig að hreyfa mótmælum. Embættiskerfi, þar sem enginn þorir að standa upp, hvað sem á dynur, getur ekki gert fullt gagn, að ekki sé meira sagt. Háskólamenn dönsuðu einnig of margir með bönkunum og stjórnvöldum, sumir gegn greiðslu eða hlunn- indum, og gengu með því móti á svig við almennt velsæmi með þjónkun við þrönga sér- hagsmuni. Háskólarnir þurfa að herða og virða siðareglur sínar til að reyna að reisa skorður við slíkri háttsemi. Á heildina litið er íslenzku viðskiptasiðferði alvarlega ábótavant. Viðskiptaráð taldi Ísland standa Norðurlöndum „framar á flestum sviðum“ skömmu fyrir hrun og held- ur áfram að birta leiðbeining- ar um hagstjórn eins og ekkert hafi í skorizt. Skýrsla rann- sóknarnefndarinnar segir berum orðum, að bankarnir hafi brotið lög (2. bindi, bls. 313) og þrír ráðherrar og fjórir embættismenn hafi sýnt van- rækslu (1. bindi, bls. 46). Lík- legt virðist, að dómstólar þurfi að fjalla um, hvort niðurstöður skýrslunnar leiði til fangelsis- dóma eða ekki. Verði stjórn- endur bankanna, ráðherrar og embættismenn dæmdir, getur forseti Íslands náðað banka- stjórnendur og embættismenn samkvæmt heimild í stjórnar- skrá, en ráðherra getur hann þó ekki náðað nema með sam- þykki Alþingis. Mér sýnist lík- legt, að hvort heldur sýknu- dómar eða sektardómar og náðun myndu vekja úlfúð og spilla fyrir nauðsynlegri end- urnýjun og sátt í samfélaginu. „Dagar linkindarinnar og svika samábyrgðarinnar hljóta að fara að styttast,“ sagði Bjarni Benediktsson 1934. Þorvaldur Gylfason Prófessor Í DAG Skýrslan lýsir Seðlabankanum eins og vitlausraspítala, þar sem vistmenn- irnir hafa tekið völdin. Tveir helztu hagfræðingar bankans vitna um „enn eitt ruglið … algjörlega stjórnlaust“. Fríkirkjuvegur 11 Sóley Tómasdóttir Oddviti VG í Reykjavík Góð menntun fyrir barnið þitt Landakotsskóli er sjálfstætt starfandi grunnskóli fyrir 1. til 10. bekk ásamt deild fimm ára barna. Fámennir bekkir og frábærir kennarar skila barninu þínu betri menntun þar sem lögð er áhersla á góðan anda og vinalega framkomu. Auk þess að starfa eftir aðalnámsskrá hefur Landakotsskóli tekið upp ýmsa nýbreytni í skólastarfinu, m.a. með því að stórauka tungumálakennslu. • Grunnskóli frá 5 ára bekk upp í 10. bekk • Franska kennd frá 5 ára bekk • Enska kennd frá 1. bekk og upp í 10. bekk • Spænska kennd á unglingastigi • Fleiri tímar í stærðfræði og íslensku • Mikil áhersla lögð á tónlistar- og danskennslu • Fáir nemendur í hverjum bekk • Betri námsárangur Allt þetta og meira til á ríkan þátt í frábærum námsárangri nemenda „Ég set menntun og velferð barna minna í algjöran forgang í lífi mínu. Ég vil að barnið mitt fái bestu skólagöngu sem völ er á.“ Páll Baldvin Baldvinsson foreldri „Eftir að ég færði mig yfir í Landakotsskóla fór mér rosalega fram, sérstakleg í stærðfræðinni, og ég komst í þann menntaskóli sem ég sóttist eftir“ Helgi Gunnar Ásmundarson fyrrverandi nemandi Hafðu samband við skólastjóra í síma 510 8200 eða sendu tölvupóst á sigridurhja@landakotsskoli.is Kynntu þér allt um Landakotsskóla á vefsíðu skólans www.landakotsskoli.is Innritun stendur yfir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.