Fréttablaðið - 29.04.2010, Síða 28

Fréttablaðið - 29.04.2010, Síða 28
28 29. apríl 2010 FIMMTUDAGUR Hæstvirtur umhverfisráðherra kvaddi sér hljóðs í Fréttablað- inu nýverið. Umfjöllunarefnið er barátta fyrir vexti og viðgangi dýra og plöntutegunda og þeirri meintu ógn sem „líffræðilegum fjölbreytileika“ stafar af „fram- andi ágengum tegundum“. Er svo að skilja að á Íslandi ríki jafnvægi lífbreytileika og heilbrigðra vist- kerfa. Draumaland sem beri að varðveita eins og steingerving, enda drjúpi smjör af sérhverju íslensku strái. Nú er það svo að Ísland geymir eitt mest raskaða gróðurvistkerfi í heimi af mannavöldum og flóra og fána einkennast öðru fremur af fábreytni. Sérstæðurnar á heims- vísu eru því fáar hvað varðar gróð- ur og dýralíf, nema ef vera skyldi skortur á breytileika lífs. Sæmi- lega heilleg gróðurvistkerfi þekja innan við 5 prósent af flatarmáli landsins og því er til þess að gera afmarkað verkefni að vernda þau. Þessi svæði flokkast eftir sem áður sem hálfnáttúruleg, því vart er lófastór blettur á þessu landi sem ekki hefur orðið fyrir umtalsverðri röskun af mannavöldum, þótt ekki standi þar mannvirki eða sýnileg- ar mannvistarleifar enda margar löngu borist á haf út. Í grein ráðherra eru fullyrðing- ar sem ástæða er til að staldra við og óska frekari rökstuðnings og heimilda fyrir, enda ber stjórn- valdi að gæta orða sinna og athafna í hvívetna. 1. Því er haldið fram sem alkunn- um sannleika að „Lúpína og skóg- arkerfill [séu] ágengar tegund- ir og erfitt getur reynst að hemja útbreiðslu þeirra“. Nú er ekki gott að ræða þessar tvær ólíku tegund- ir í sömu andránni (hvað þá mink) þótt helstu talsmenn gegn fram- andi tegundum hafi tamið sér orð- ræðu öfga og haturs líkt og þeir sem tala um pestir, faraldra, glæpi og útlendinga með vaðal ógnar og heimóttaskapar. Fylgir gjarnan sögunni, á innsoginu, að fæðinga- tíðnin sé ógnvænleg. Um lúpínuna er talsvert vitað og um hálfar aldar reynsla er af ræktun hennar, aðallega á verstu rofsvæðum landsins. Talsverð útbreiðsla hennar er þó að mestu til komin vegna stórvirkra vélsáninga á vegum Landgræðslu ríkisins á skilgreindum landgræðslusvæðum en er ekki tilkomin vegna skjótr- ar útbreiðslu tegundarinnar sem slíkrar. Vart þarf þó að deila um að lúpínan bindur jarðveg og kolefni og á henni þrífst niturbindandi örvera. En íslenskur gróður líður fyrir nær algjöra þurrð á köfnun- arefni eftir 11 alda rányrkju og skort á niturbindandi plöntum og skógarvistkerfum. Margs konar gróður þrífst í skjóli lúpínunnar og gróðurframvinda er til þess að gera hröð þar sem lúpína er. Sam- anborið við útbreiddasta mann- gerða gróðurvistkerfið, graslendi, batnar málstaður lúpínu en frekar. Lítið er til af rannsóknum á áhrif- um lúpínu á lífríkið en nokkrar um afmarkaða þætti. Um hegðan skógarkerfils í gjaldþrota íslensku gróðurvistkerfi er enn minna vitað en dæmi eru um að hann hafi náð nokkurri útbreiðslu í gömlum túnum, saurmenguðum skurðum og lúpínubreiðum og leggst þá hvít hula yfir bláa litinn sem ætti að falla núverandi umhverfisráðherra vel í geð. 2. Í næstu setningu virðist sem umhverfisráðherrann geirnegli kenningu um hina gríðarlegu ógn sem að öllu lífi steðjar af þessum skaðvöldum. „Í Hrísey hafa lúpína og skógarkerfill til að mynda orðið ríkjandi á þeim hluta eyjunnar sem er á náttúruminjaskrá vegna fjölskrúðugs gróðurs og fuglalífs. Þannig geta þessar plöntutegundir ógnað líffræðilegri fjölbreytni hér á landi.“ Hvar eru rannsóknirnar sem styðja þessar fullyrðingar? Nú er það svo að þegar lúpínu var sáð í Hrísey var gróðurlend- ið mikið raskað og rofið. Því hefur nýlega verið haldið fram að lúpína þeki um 15 prósent svæðisins sem er á náttúruminjaskrá og áður var örfoka og að það sé mikil ógn við rjúpnastofninn. Þetta er þó aðeins staðlaus staðhæfing, enda dvelja rjúpur gjarnan í lúpínubreiðum með unga sína ófleyga. Þar er og urmull skordýra og skjól fyrir fálka og mávum. Hagamýs kunna vel að meta aukna framlegð lúpín- unnar, nokkuð sem uglur hagnýta sér. 3. „Ágengar framandi lífverur ógna ekki aðeins jafnvægi í nátt- úrunni heldur geta þær líka vald- ið fjárhagslegu tjóni.“ Hvaðan er kenningin um að það ríki jafnvægi í náttúrunni komin? Ráðherrann nefnir dæmi um svimandi háan kostnað ríkja Evrópusambands- ins og kostnaðarfrekar lúpínuher- ferðir í Skaftafelli, málar ástandið með sterkum lit. Sér aðeins kostn- að og ógn en lítur fram hjá virði vistþjónustu. Hvað þá að spurt sé þeirrar spurningar, hvað kalli á þessi útgjöld. Boðberar bókstaf- strúar einblína á undirgrein h. 8. greinar alþjóðasáttmála um líf- breytileika og túlka líkt og ofsa- trúarsöfnuðir hina heilögu bók. Orðræða sem er sláandi lík upp- runafordómum. Íslendingar hafa í gegnum ald- irnar valdið algjöru vistfræði- legu gjaldþroti á landi og standa nú frammi fyrir skammarlegu skipbroti „hins íslenska efnahag- sundurs“ sem líkt og hið fyrra var varðað góðum ásetningi, heimótt- arskap, hefðarspeki, þjóðrembu, þagnar- og þjóðarlygi. Útrýming- arárátta sem refurinn hefur gefið langt nef á þar hlut að máli. Lengri útgáfu greinarinnar er að finna á www.visir.is Lúpína Einar Gunnarssonr Skógfræðingur Það er eins og maður sé kominn á tónleika hjá lögreglukórnum, sagði ég við Kjartan sýslumann þar sem hann stillti sér upp í röð á sviðinu með Haraldi Johanness- en og Víði Reynissyni í almanna- varnadeildinni ásamt fleiri sér- fræðingum á íbúafundi á Hellu í síðustu viku. Ég sat á fremsta bekk með Rögnu dómsmálaráðherra, Kristj- áni samgöngu, Jóni landbúnað- ar og Álfheiði heilbrigðis. Þarna voru líka á fremstu bekkjum land- læknir og Trausti Jónsson veður- fræðingur. Katrín sem fræddi um áhrif öskunnar á dýrin, Sig- rún sem sagði frá rannsóknum á vatninu, Hildur frá Bjargráðasjóði og Ásgeir frá Viðlagatryggingu. Prestur og læknir og sérfræðing- ur í áfallahjálp. Og svo kannski svona hundrað manns frá Hellu og nágrenni. Svona er Ísland best. Smæðin og nálægðin gerir það að verkum að hægt er að snara saman helstu ráðamönnum og for- svarsmönnum stofnana og sér- fræðingum landsins til að takast á við aðsteðjandi vanda í sveitunum austan Þjórsár. Veita upplýsing- ar og stappa stálinu í heimamenn. Víðir Reynisson stýrði fundinum og fórst það vel úr hendi; þetta var afslappað en fagmannlegt, skipu- lagt en heimilislegt. Við erum ein fjölskylda og öll í þessu saman. Víðir man gosið í Eyjum og það stafar af honum reynslu og færni. Fundurinn stóð í einn og hálf- an tíma og svo var haldinn annar á Hvolsvelli engu síðri og alveg eins. Það er samhugur og eindrægni sem einkennir okkur Íslendinga þegar á bjátar. Það eru þau verð- mæti sem við búum að og eigum að sækja í núna þegar að okkur öllum steðjar stærri ógn en eld- gos, jarðskjálftar og veðurofsi. Þau gerningaveður sem nú ganga yfir landið í kjölfar banka- hruns bera í sér hættu sem á sér vart jöfnuð í sögunni. Efnahags- legt sjálfstæði landsins gæti farið forgörðum til langframa. Við höfum sumpart misst það í hend- ur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og erum undir náð og miskunn vina- þjóða með lánveitingar. En það er tímabundið ástand. Nú ríður á að við stillum saman strengi okkar besta og færasta fólks, leggjum til hliðar pólitísk- ar smákrytur og förum að haga okkur eins og fólk. Skýrslan ligg- ur fyrir. Niðurstöðuna má setja svona í facebook-status: „Orsak- ir bankahrunsins er að finna í hinum neikvæðustu þáttum mannlegs eðlis.“ Margir finna til djúprar skammar. Það er í lagi en öllu má ofgera. Græðgi, óhóf, sérgæska og heimska eru enda ekki sér- íslensk fyrirbrigði nokkru frem- ur en að uppsprettu útrásarinn- ar hafi mátt finna í samanlögðum viskubrunni fornrar víkingaþjóð- ar í þúsund ár, jafnvitleysislegt og það hljómar í dag. Við höfum ekki ráð á frekari barlómi og við höfum ekki ráð á því að reka pólitík eins og þeir kynntu hér til sögunnar, hinir ágætu herramenn Davíð Odds- son og Ólafur Ragnar Grímsson. Pólitík hörku, reiði og persónu- legrar óvildar. Við erum 320 þús- und og búum á eyju. Ríkisstjórnin og formenn stjórnarandstöðunnar ættu að fara með íbúafundi um allt land. Kannski með borgarafund í Háskólabíó. Kynna hugmynd- ir sínar og svara spurningum. Spurningin sem við þurfum að svara er þessi: markar skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis ekki grunninn í þeirri pólitík sem við þurfum að vinna hér á næstu árum? Það tel ég og myndi helst vilja byrja að vinna. Mér þóttu umræð- urnar sem fram fóru í þinginu dagana tvo eftir rannsóknar- skýrslu tilgangslitlar. Ég var ekki búinn að lesa skýrsluna og á enn langt í land. Kannski les ég hægar en allir á Íslandi. En það sem ég hef lesið segir mér að hér sé um grundvallarrit að ræða. Ég myndi vilja að minn stjórn- málaflokkur mótaði sér sérstak- lega stefnu á grundvelli hennar og að aðrir gerðu slíkt hið sama. Þetta mun taka tíma, 1-2 ár, og á sama tíma þarf að skapa atvinnu og sinna bráðavanda heimila sem ráða ekki við afborganir. Í næstu kosningum, 2013, geta Íslending- ar kosið sér þá forystu sem þeir telja að best hafi dregið lærdóm af hruninu og best hafi brugðist við í kjölfar þess. En umfram allt þurfum við nú að temja okkur þann lærdóm sem draga má af viðbrögðum þeirra sem komið hafa að náttúruham- förunum fyrir austan. Venjum okkur á vinsemd og kurteisi. Stuðlum að samhug og eindrægni. Munum að við erum ein fjöl- skylda og öll í þessu saman. Þannig er Ísland best. Ísland er samt best Af líffræðilegum fjölbreytileikaÍslenskt samfélag Róbert Marshall Alþingismaður Því hefur nýlega verið haldið fram að lúpína þeki um 15 prósent svæðisins sem er á náttúruminjaskrá og áður var örfoka og að það sé mikil ógn við rjúpnastofninn. DAXARA – kjörin í vorverkin Daxara-kerra nýtist vel fyrir það sem þú þarft í garðinn; fjórhjólið eða bátinn; gamla ísskápinn, þvottavélina eða eldavélina sem þarf að koma á haugana; hjólbörurnar, sláttuvélina og nýja arininn sem á að fara í sumarbústaðinn; mótorhjólið, vélsleðann – og eiginlega hvað sem er. DAXARA 218 Sturtubúnaður, 13” dekk, opnanl. gafl framan og aftan Innanmál: 204x129x40 cm Burðargeta: 560 kg Verð 279.500 kr. Léttgreiðslur 46.583 kr. í 6 mán. DAXARA 158 Sturtubúnaður, 13” dekk, opnanl. gafl framan og aftan Innanmál: 145x100x40 cm Burðargeta: 540 kg Verð 174.500 kr. Léttgreiðslur 29.083 kr. í 6 mán. DAXARA 127 Sturtubúnaður Innanmál: 120x92x35 cm Burðargeta: 335 kg Verð 97.500 kr. Léttgreiðslur 16.250 kr. í 6 mán. REYKJAVÍK Fiskislóð 1 Sími 580 8500 mánud.–föstud. 10–18 Laugard. 10–16 Lokað 1. m aí AKUREYRI Tryggvabraut 1–3 Sími 460 3630 mánud.–föstud. 8–18 Laugard. 10–16

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.