Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.04.2010, Qupperneq 29

Fréttablaðið - 29.04.2010, Qupperneq 29
Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 EBAY hefur opnað nýjan vef, ebay.co.uk/fashion. Um er að ræða afsláttar- vef þar sem hægt verður að fá fatnað frá merkjum á borð við Kookai, Karen Millen, Ted Baker og fleirum á góðum afslætti allan sólarhringinn. „Uppáhaldsflíkin mín er loðkragi sem ég kalla „rottuna“ í daglegu tali. Hún passar eiginlega við allt, fullkomnar dressið hverju sinni og heldur á manni hita. Loðkraginn hefur að auki tilfinningalegt gildi fyrir mig því móðir mín heitin átti hann og var upphaflega úr versl- un hennar Hjá Hrafnhildi,“ segir Ása Björk Antoníusdóttir, fram- kvæmdastjóri nýju Tuzzi tísku- verslunarinnar í Kringlunni. „Ætli ég erfi ekki tískuáhug- ann frá mömmu, en hún var byrj- uð að versla með föt heima þegar ég var smástelpa. Ég er því alin upp við falleg föt og skart allt í kringum mig, þar sem verið var að máta og skoða dagana langa,“ segir Ása Björk sem ung byrjaði í alls kyns bisnesshugleiðingum og hefur lokið prófgráðum í viðskiptafræði og síðar fjármál- um frá Danmörku. „Tískubúðarekstur á vel við mig þótt ég hafi einhvern tímann ætlað aðra leið. Hjá Hrafnhildi er enn rekið sem fjölskyldufyrirtæki og meira að segja afi er í bókhald- inu og amma í búðinni flesta daga, bæði um áttrætt,“ segir Ása Björk sem starfs síns vegna fylgist vel með tískustraumum. „Að einhverju leyti tekur fata- skápurinn mið af tískunni á hverjum tíma, þótt mér finnist mikilvægast að konur velji sér fatnað sem klæðir þeirra lík- amsvöxt, dregur fram það besta og endurspeglar persónuleika þeirra. Ég klæðist gjarnan víðum og síðum efripörtum á móti þröng- um buxum eða leggings. Það hentar mínum líkamsvexti og er ekki síður þægilegur klæðn- aður, en eins finnst mér flott að blanda saman andstæðum,“ segir Ása Björk sem á myndinni klæð- ist þröngum, stuttum gallabuxum, undirkjól og gagnsærri, kvenlegri blússu yfir. „Ég fullkomna svo útlitið með hælaskóm, leðurjakka og loð- kraganum góða. Allar konur ættu að eiga flottan leðurjakka því leður er klassískt, endist vel og er nú að koma sterkt inn, hvort sem er í jökkum, kjólum eða buxum,“ segir Ása Björk sem með Tuzzi færir ferskan blæ í tískuflóru Kringlunnar. „Í Kringlunni er mikið um bresk merki, en ég kem inn með tískufatnað frá Ítalíu, Þýskalandi og Danmörku, í öllum stærðum og verðflokkum.“ thordis@frettabladid.is Rottan heldur á mér hita Ása Björk Antoníusdóttir erfði tískuáhugann beint frá móður sinni, Hrafnhildi Sigurðardóttur sem stofn- aði verslunina Hjá Hrafnhildi 1992 en féll frá áratug síðar. Allar götur síðan hefur Ása daðrað við tískuna. Ása Björk Antoníusdóttir með „rottuna“ góðu sem móðir hennar skartaði einnig í lifanda lífi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Listh STILLANLEG RÚM HEILSUDÝNUR OG HEILSUKODDAR Queen rúm með botni kr. 179.900 SAGA, ÞÓR OG VALHÖLL Heilsudýnur á frábæru verði. Queen rúm með botni frá kr. 99.900 Gleðilegt sumar! www.svefn.is Kringlunni • sími 5688777 F Á K A F E N I 9 - - S í m i : 5 5 3 7 0 6 0 O p i ð m á n u d - f ö s t u d . 1 1 - 1 8 & l a u g a r d . 1 1 - 1 6 Skór & töskur í miklu úrvali www.gabor.is Sérverslun með
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.