Fréttablaðið - 29.04.2010, Side 30

Fréttablaðið - 29.04.2010, Side 30
BETH DITTO hefur ákveðið að halda samstarfi sínu við tísku- vöruverslunina Evans áfram. Hún mun hanna aðra línu fyrir versl- unina og mun örugglega vera einstök eins og söngkonan sjálf. „Ég hef unnið mikið með rúskinn og leður, meðal annars í annars árs útskriftarsýningu minni. Núna tók ég þetta skrefi lengra og vann með alls kyns fleiri efni, svo sem silkiblönd- ur og ullarefni, og fatalínan varð í raun mikill bútasaumur,“ segir Ýr en hún lét einnig prenta mynstur á efni úti í Bretlandi og notaði í fötin. „Hugmyndin var að láta ólík efni og liti mynda mynstrin. Mynstrin sem eru á fötunum vann ég upp úr ljósmyndum bandaríska ljós- myndarans og listamannsins Mans Ray en þær skannaði ég inn og breytti, vann þær í photo- shop og lét svo prenta afraksturinn á efni.“ Ýr hannaði buxur, jakka og skyrtur þar sem jakkarnir eru flestir aðþröngir í mittið og með ýktar axlir til að leggja áherslu á kvenformið. Buxurnar eru háar yfir naflann og þröngar í mitt- ið og eru fötin að sögn hönnuðarins undir áhrif- um frá 8. áratugnum. „Ég vann fötin úr ótelj- andi mismunandi bútum, í einum jakkanum voru 68 bútar þannig að allur saumaskapur var mjög tímafrekur. Hugmyndin er að fólk geti ráðið því hvaða efni og bútar eru valin í flíkurnar hvað efni og lit varðar. Þannig að hugmyndin er að leyfa kúnnunum að ráða því sjálfir að nokkru leyti hvernig flíkin lítur út.“ Verk- efni Ýrar er til sýnis í Lista- safni Reykja- víkur, Hafn- arhúsinu. juliam@ frettabladid.is Ýktar kvenlegar línur Ýr Þrastardóttir útskrifast nú í vor úr námi í fatahönnun frá hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands. Útskriftarverkefni hennar er fatalínan Sinatrical Patchwork og hefur vakið mikla athygli. Verk Ýrar Þrastardóttur eru til sýnis í Hafnar- borg. Lína Ýrar kallast Sinatrical Patchwork. Bútasaumsjakki úr leðri, rúskinni og silkiblöndu. Buxurn- ar eru úr ullarefni og svo er prentað mynstur inni í vös- unum. Gegnsæ silkiskyrta með mynstri unnu úr mynd eftir Man Ray. Hægt er að snúa jökkunum við en annað prentmynstur er inni í þeim. Skeifunni 11 • 108 Reykjavík • Sími: 517-6460 • Fax: 517-6465 www.belladonna.is Flott sumarföt fyrir fl ottar konur Stærðir 40–60 20% afsláttur af öllum voru í dag og á morgun Lokað 1. maí Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is - sími 512 5473 Henný Árnadóttir henny@365.is - sími 512 5427 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is - sími 512 5447

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.