Fréttablaðið - 29.04.2010, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 29.04.2010, Blaðsíða 31
FIMMTUDAGUR 29. apríl 2010 3 Í miðju eldgosi er erfitt að hugsa til sumars og óttalega ómerkilegt að ætla sér að tala um tíðaranda og tísku. Fyrir það fyrsta hefur jörðin enn og aftur sýnt okkur að ekki er alltaf hægt að horfa langt fram í tímann og skipuleggja hvert einasta andar- tak. Dálítið grátbroslegt að sjá almenning vælandi í fréttatímum fjölmiðlanna hér í borg vegna þess að páskafríið sem hófst á föstu- dag er farið í vaskinn. Á meðan deyr fólk eins og fyrr í Afríku og annars staðar úr sulti, alnæmi eða einhverju öðru og enginn tekur eftir því. Og hver veit, sumartísk- an á Íslandi og jafnvel víðar verð- ur kannski einna helst mótuð af gasgrímum og hlífðargleraugum en við skulum vona það besta. Segja má um herratískuna fyrir sumarið 2010 eins og kventískuna síðasta vetur að tískan er afskap- lega varfærin, mikið um endur- tekið efni frá fyrri árum og hefð- bundinn stíll það sem er mest áberandi. Efnin eru bómull og hör. Þetta skýrist auðvitað af erf- iðu efnahagsástandi. Fáir hönn- uðir vilja taka áhættu um þessar mundir og því er það frekar efna- hagsleg afkoma en sköpunargleði sem ræður ríkjum. Áður mátti oft á tíðum sjá skemmtilega hönn- un á tískusýningum, hönnun sem ekki endilega rataði á sölustaði tískuhúsanna. Sá tími er liðinn og hægt að telja á fingrum annarr- ar handar þá hönnuði sem leyfa sér þann munað að vera skapandi. Þar má nefna Riccardo Tisci hjá Givenchy, Gareth Pugh eða Alex- ander heitinn McQueen en næst- síðasta tískulínan sem hann hann- aði fyrir dauða sinn er nú í búðum. Litirnir eru daufir, fölgrátt og drapplitað eða rjómahvítt. Það er ekki hægt að segja annað en að það sé eftirsjá að sterkum litum síðasta sumars. Góðu fréttirnar eru þær að flestir eiga eitthvað í skápnum frá síðustu sumrum í ljósum litum þar sem þeir eru allt- af hluti af sumartískunni. Helst að sjá megi köflóttar skyrtur (Her- mès jafnt sem H&M). Einnig má nefna smáblómamynstrið Liberty sem Cacharel notaði mikið. Þetta mynstur hefur verið notað í kven- tísku síðustu misseri en heldur nú innreið sína í herratískuna, hvort sem er í skyrtum, treflum, skóm eða skyrtuhnöppum (Paul Smith, Agnès B og Nike í íþróttaskóm). Á kreppuárunum í kringum 1930 var talað um glamúr og glæsileika Hollywood-myndanna sem ópíum fólksins á erfiðum tímum. Kvikmyndirnar áttu að láta fólk dreyma og gleyma raun- veruleikanum. Stundum hefur tískan einnig verið eins konar draumaheimur ansi langt frá raun- veruleikanum fyrir flesta en um leið uppsprettulind dagdrauma. Í dag er hins vegar krafan um hagn- að og árangur svo mikilvæg að fantasían er dauð í tískunni. bergb75@free.fr Herrar í blómaskyrtum, með gas- grímur og logsuðugleraugu ÚR HÁBORG TÍSKUNNAR Bergþór Bjarnason skrifar frá París IT’S YOUR CHANCE. EMBRACE IT.ww w .c ha ne l.c om Verið Velkomin að uppgötva nýjungar í CHANEL 29. apríl–1. maí í snyrtivöruverslun Lyfja & heilsu Kringlunni. Sími 694 7911 Eikjuvogur 29, 104 Rvk. Opið mán.fi m 12–18, fös. 12–16, lau. lokað SUMAR ’10 NÝ SENDING GOS, GOS OG LÆS ? Fulltrúar ferðaþjónustunnar ræða samræmd viðbrögð og aðgerðaráætlanir ásamt því að hlusta eftir áherslum verslunar- og þjónustuaðila miðborgarinnar. Fundarstjóri verður EGILL HELGASON. Gestir fundarins verða m.a.: SVANHILDUR KONRÁÐSDÓTTIR, formaður Ferðamálaráðs og sviðsstjóri Menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkur. ÓLÖF ÝRR ATLADÓTTIR, ferðamálastjóri. EINAR KARL HARALDSSON frá Iðnaðarráðuneytinu og Fram- kvæmdanefnd markaðsátaks ferðaþjónustunnar. ÁRNI GUNNARSSON, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar SAF og forstjóri Flugfélags Íslands. Aðgangur ókeypis og öllum heimill meðan húsrúm leyfi r. Stjórn Miðborgarinnar okkar Eru erlendir ferðamenn orðnir afhuga Íslandi? Hvernig breytum við vörn í sókn? OPINN SAMRÁÐS- FUNDUR MIÐBORGAR- INNAR OKKAR Fimmtudags- kvöldið 29. apríl kl. 20 á Korn- hlöðu loftinu, Bankastræti 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.