Fréttablaðið - 29.04.2010, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 29.04.2010, Blaðsíða 34
 29. APRÍL 2010 FIMMTUDAGUR2 ● fréttablaðið ● burnout 2010 Síðustu vikur eru búnar að vera annasamar fyrir Berg Kristinsson, varaformann Snigla og sýningarstjóra Burnout-sýningarinnar. Dag- ana 30. apríl til 2. maí verður haldin Burnout-helgin 2010 að Kauptúni 3 sem er samstarfs- verkefni Snigla, Kvartmílu- klúbbsinns og BÍKR. Burnout-helgin 2010 mun bjóða upp á dagskrá við allra hæfi og þar á meðal sýningarviðburð sem verður sennilega sá stærsti síðan bílasýn- ingarnar voru í sýningarhöllinni Ártúnshöfða. Á sýningunni verða yfir 200 tæki, sportbílar, kvart- mílutæki og þar af um 100 mótor- hjól á tæplega 8.000 fermetrum. „Gamalt og sérstakt er markmið Snigla með mótorhjólahluta sýn- ingarinnar,“ segir Bergur en mót- orhjól, bæði gömul og sérstök hjól sem ekki hafa sést á sýningu áður, verða sýnd á um 2.500 fermetrum. Kynning verður á Mótorhjólasafni Íslands og margir gripir safnsins á svæðinu og „airbrush“ sýnt. „Við höfum víða leitað fanga og meðal annars kemur stór farmur af hjól- um frá Vestmannaeyjum sérstak- lega á sýninguna,“ segir Bergur. MÓTMÆLT MEÐ HÓPKEYRSLU Umferðarnefnd Snigla mun meðal annars dreifa límmiðum á sýn- ingunni með áletruninni „Sérðu mótorhjól? – Líttu aftur!“ til að setja í afturrúður bíla. Nefndin er búin að vera önnum kafin í vetur vegna útkomu nýrra umferðarlaga sem Sniglar hafa gert athugasemdir við. „Við höfum fengið nokkra hluti í gegn en erum enn ósátt við þrjú atriði,“ segir Bergur. „Fyrst skal nefna greinina um skyldunotkun hlífðarfatnaðar sem gengur lengra en í Evrópu. Við skiljum ekki alveg hvernig ráðherra ætlar að setja reglugerð um flokkun hlífðarfatn- aðar því enginn alþjóðlegur stað- all er til um slíkt. Við gerum einn- ig athugasemdir við hækkun rétt- indaaldurs um þrjú ár sem er stutt litlum rökum. Loks að banna eigi þeim sem eru lægri en 150 cm að sitja aftan á mótorhjóli.“ Til að mót- mæla ætla Sniglar að byrja árlega hópkeyrslu sína á sjálfum Lauga- veginum klukkan 11.30. „Keyrslan endar svo á sýning- unni sjálfri þar sem ýmsir við- burðir eru skipulagðir. Við munum sjá mótorhjól falla úr krana niður á jörðina en það er hluti af umferð- arátaki okkar og svo verður einn- ig keppt í Íslandsmeistaramóti í hjólafimi fyrir utan sýningar- svæðið. Við vonumst að sjálfsögðu til að sem flestir mæti og taki þátt í þessu með okkur, og þá sem flestir á hjólum,“ segir Bergur brosandi. - ng „Burnout“-sýningin nú einnig mótorhjólasýning Frá hópkeyrslu Snigla 2009. MYND/GUNNAR GUNNARSSON Sigurður Andersen, sem á sæti í varastjórn Snigla og Kvartmíluklúbbsins og Bergur Kristinsson, varaformaður Snigla, stilla sér upp við sýningarsvæðið. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Sniglarnir halda keppni í hjólafimi í fjórða sinn í ár. Njáll Gunnlaugs- son, ökukennari og í umferðar- nefnd Sniglanna, segir keppn- ina vera bæði skemmtilega og krefjandi. „Allir sem eru með mótorhjóla- próf geta tekið þátt,“ segir Njáll. „En fyrstir koma, fyrstir fá.“ Pláss er fyrir um 25 manns í keppninni, en enn sem komið er hafa einung- is konur skráð sig. „Karlarnir eru yfirleitt seinni til, en þeir tínast inn smám saman,“ segir hann. Keppnin í hjólafiminni snýst meðal annars um grein sem er kölluð snigl. Hún snýst ekki um að keppa við klukkuna heldur færni og tækni á mótorhjóli. „Þeim mun meiri tíma sem þú færð í sniglinu, þeim mun fleiri stig færðu,“ segir Njáll. „Þetta snýst um að keyra 10 metra vegalengd á sem lengst- um tíma án þess að setja fæturna niður. Allt yfir hálfa mínútu er nokkuð gott.“ Íslandsmetið í Snigli er 1 mínúta og 15 sekúndur, en það er 16 metra vegalengd. Keppt verð- ur í öðrum greinum þar sem úr- slitin ráðast á tíma og tækni, en refsistig verða gefin fyrir villur í brautinni. Keppt verður á Suzuki 125 Vanvan-hjóli. „Það er létt og gott hjól til þess að tryggja jafnræði í keppninni,“ segir Njáll. „En það verða áhorfendur og kannski er aðalhindrunin fyrir keppendurna að láta ljós sitt skína fyrir framan annað fólk.“ - sv Krefjandi keppni „Allir sem eru með mótorhjólapróf geta tekið þátt,“ segir Njáll Gunnlaugsson, sem hér bregður á leik. X Rallý er nýtt keppnislið í rallýakstri sem tekur þátt í Íslandsmeistaramótinu 2010 og er undir stjórn Aðalsteins Jóhannssonar. „Sumarið í fyrra var mjög viðburðaríkt,“ segir Aðalsteinn, sem tók í fyrsta sinn þátt í akstursíþrótt- um á síðasta ári. „Við ákváðum að byggja upp keppn- islið með nýrri öflugri keppnisbifreið, faglegri um- gjörð og almennum skemmtilegheitum í góðu og nánu samstarfi við Skeljung, Sonax og Mitsubishi.“ Smartmedia og fleiri aðilar koma að keppnis- haldinu í sumar. Liðið leggur áherslu á að leggja sitt af mörkum til að kynna rallý á Íslandi á skemmtileg- an og faglegan hátt, til dæmis með því að halda úti heimasíðunni www. xrally.is og framleiðslu myndefnis fyrir Netið sem sýnir öðruvísi og spennandi hlið á þessari akstursíþrótt. Fest hafa verið kaup á glænýrri sérsmíðaðri keppnisbifreið af gerðinni MMC Evolution X sem kemur til landsins á næstu dögum og mun taka þátt í fyrstu keppni í Íslandsmeistaramótinu í rall- ýi á Suðurlandi 21.-22. maí. Keppnisbifreiðin er búin öllum nýjasta tæknibúnaði sem rallýbílar hafa yfir að ráða, til dæmis háþróuðu tölvu- kerfi sem stýrir meðal annars öllum drifbún- aði bílsins til að há- marka hraða og grip. Þá er keppnisbifreið- in einnig búin öllum nauðsynlegum og við- bótar öryggisbúnaði sem völ er á. - sv Nýr keppnisbíll til landsins Bifreiðin er af gerðinni MMC Evolution X. Verðlaunin í hjólafiminni: 1. Verðlaun 60.000 kr. Bensínút- tekt frá Orkunni 2. Verðlaun Hjálmur frá Suzuki umboðinu 3. Verðlaun 20.000 kr. Gjafabréf frá IKEA Stigahæsta kona Dagsferð með Biking Viking mótorhjólaleigunni Stigahæsti karl Dagsferð með Biking Viking mótorhjólaleigunni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.