Fréttablaðið - 29.04.2010, Page 37

Fréttablaðið - 29.04.2010, Page 37
FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 2010 5burnout 2010 ● fréttablaðið ● Bifreiðaíþróttaklúbbur Reykjavík- ur (BÍKR) stendur fyrir sýninga- röð í ýmiss konar mótorsporti um helgina. Jón Þór Jónsson, formaður BÍKR, segir brautina vera glæsi- lega og allir muni finna eitthvað við sitt hæfi. „Þetta verður mikil sýning fyrir áhorfendur,“ segir Jón. „Og braut- in er þannig hönnuð að fólk er með útsýni yfir hana alla, allt frá ræs- ingu til endamarks.“ BÍKR hefur staðið fyrir bikarmótaröð í rallý- akstri síðustu ár og í vetur var haldið mót í fyrsta skipti á þeim árstíma. Síðasta umferðin í móta- röðinni fer svo fram á laugardeg- inum á svæði Samskipa við Sunda- höfn. Jón segir sportið verða vin- sælla ár frá ári og býst við fjölda áhorfenda. „Pallarnir taka við tvö til þrjú þúsund manns og brautin er mjög áhorfendavæn.“ Ökutækin sem prýða sýninguna verða af ýmsum toga. Torfærubíl- ar, mótorhjól og fjórhjól eru meðal þeirra sem ökumenn leika listir sínar á. Einnig verður keppt í rallý- akstri og brautin við Sundahöfn, sem er á 50 þúsund fermetra svæði, þannig sett upp að hægt er að ræsa tvo bíla í einu og keppa til enda. Brautin er með stökkpöllum og alls kyns þrautaleiðum sem gera það að verkum að áhorfendur fá brot af því besta úr heimi mótorsportsins. Bifreiðaíþróttaklúbbur Reykja- víkur er búinn að vera starfandi í 33 ár og segir Jón starfið ganga mjög vel. „Nú höldum við fjórar af sex umferðum í Íslandsmótum í rallý- akstri, þar á meðal Rallý Reykjavík sem er alþjóðleg keppni og þar af leiðandi langstærsta keppnin sem haldin er hér á landi,“ segir Jón. - sv Brot af því besta úr heimi mótorsportsins Bifreiðaíþróttaklúbbur Reykjavíkur hefur starfað í 33 ár og staðið fyrir ýmsum uppákomum. Um næstu helgi verður haldin sýningaröð í mótorsporti á vegum hans. Einn þeirra Íslendinga sem hafa brennandi áhuga á bílum er Guð- mundur Þór Jóhannesson netsér- fræðingur. Hann eignaðist árs- gamlan Mitsubishi Lancer Evolution fyrir fjórum árum sem síðan hefur tekið miklum stakkaskiptum hvað búnað varðar. „Ég gerði lítið fyrsta árið en byrjaði svo að breyta bílnum, auka aflið og styrkja hluti í drifrás- inni, svo sem gírkassa, millikassa, afturdrif, kúplingu og alls konar hluti, auk þess að skipta um sæti og bæta við öryggisbeltum. Á tíma- bilinu 2007 til 2009 fór Lancerinn í gegnum þrjár mismunandi uppsetn- ingar á vélarhlutum. Upprunalega var hann 280 hestöfl. Árið 2007 var hann kominn í 430 og 2009 var hann farinn að teygja sig í 800.“ - Þú hefur semsagt alltaf verið að brasa í bílnum? „Já, alltaf. Sú er einmitt ástæð- an fyrir því að ég er ekki að keyra í ár. Það verður að vera smá tími fyrir fjölskylduna líka. Svo eru allir varahlutir orðnir tvöfalt dýrari en áður.“ Tölvukunnáttan hefur komið Guðmundi Þór vel í þessum bransa. „Þetta er ekki bara spurning um að vera með skiptilykilinn inni í skúr, heldur líka fartölvuna tengda við bílinn til að stilla hluti saman og ná sem mestu afli út úr því sem maður er með. Það er svo mikið tölvudót í bílum í dag. Við erum fimm fé- lagar sem leigjum saman aðstöðu og hinir eru allir í svipuðum pæl- ingum og ég. Svo eru margir fleiri að koma sterkir inn í félagsskap túrbóbílaeigenda,“ segir Guðmundur Þór. Aðspurður segir hann eina mögu- leikann til að nota hestaflafjöldann vera á kvart- mílubrautinni í Hafnarfjarðar- hrauni. - gun Með fartölvuna tengda Guðmundur segir bílaáhugann hafa fylgt sér alla tíð. Hér er hann fyrir fram- an Nissan-bíl frúarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/ PJETUR Lancerinn hefur gengið í gegn- um miklar breyt- ingar. Borgardekk Mesta úrval landsins af rafgeymum í allar gerðir farartækja MEÐ TUDOR Hleðslutæki Hjólarafgeymar Gæðadekk

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.