Fréttablaðið - 29.04.2010, Síða 38

Fréttablaðið - 29.04.2010, Síða 38
 29. APRÍL 2010 FIMMTUDAGUR6 ● fréttablaðið ● burnout 2010 ● LANDSMÓT Í HÚNA- VERI Landsmót bifhjólafólks verður haldið í Húnaveri dagana fyrsta til fjórða júlí en það hefur verið haldið ár hvert síðan 1987. Mótið í ár er það tíunda sem hald- ið er í Húnaveri. Mótin hafa verð haldin í nafni Sniglanna í gegnum árin en í ár eru það Óskabörn Óðins MC sem halda mótið. Allir vélhjólamenn eru vel- komnir og vilja mótshaldarar sjá alla klúbbana fjölmenna og setja upp tjaldbúðir en veitt verða verð- laun fyrir þær flottustu. Þeir lofa fjölbreyttri dagskrá að venju og verður Sniglabandið fremst í flokki ásamt fleiri hljómsveitum. Þá verða kappleikar, „burnout“-keppni og ýmislegt fleira ásamt AA-fundum fyrir óvirka alkóhólista. Á meðal veiga má svo nefna landsmóts- súpu á laugardagskvöld og orkumikla morgunhressingu alla morgna. Í litlum bílskúr við Háaleitis- brautina hefur Grímur Jónsson vélsmiður unnið við að gera upp afar fágætt mótorhjól síðustu misserin. Hjólið er af gerðinni Henderson, sem er amerískt hjól framleitt á ár- unum 1912-1931. Henderson-hjólin voru með 4ra strokka toppventlavél og þóttu fullkomin á sinni tíð. Þessi gerð hjólsins var smíðuð stuttu eftir að Ignaz Schwinn keypti Hender- son-fyrirtækið 1917. Hjólin voru framleidd í Detroit til að byrja með en Schwinn flutti framleiðsluna til Chicago. Þar voru þau framleidd ásamt Excelsior-mótorhjólunum þar til Schwinn hætti framleiðslu mótor- hjóla 1931. Hönnuður hjólsins, Willi- am Henderson, hélt reyndar áfram framleiðslu 4ra strokka mótorhjóls undir merkinu ACE sem var keypt af Indian. UMBOÐIÐ Á AKUREYRI Ingólfur Esphólín flutti hjólið til landsins en hann bjó á Akureyri. Hvort hjól Gríms sé árgerð 1918 eða 1919 er erfitt að segja með vissu. Hjólið er með bókstafinn Z í verk- smiðjunúmeri sem segir að það sé 1919-árgerð en Espholin Co. byrjaði að auglýsa mótor-reiðhjól 11. október 1918 í blaðinu Íslendingi. Hið rauða „X“ er í merkinu á hjólinu, en það var á DeLuxe-útgáfunni árið 1918. Líklegt má telja að aðeins eitt Henderson-hjól hafi ratað til lands- ins. Það bar fyrst númerið RE-408 þegar það var í eigu Sigurðar I. Hannessonar í Ánanaustum á ár- unum fyrir seinna stríð en fékk númerið R-1103 árið 1937. Hjólið er svo afskráð 12. september 1938 eftir tveggja áratuga notkun. FANNST Á BROTAJÁRNSHAUG Grímur frétti fyrst af hjólinu þegar honum var sagt frá mótor sem lík- lega væri af mótorhjóli og stóð í vél- smiðju Héðins í Reykjavík. Þetta var árið 1963. Þannig komst hann á sporið og eftir smá eftirgrennsl- an kom í ljós að grindin og fleira úr hjólinu var enn í gömlum brotajárn- shaug í Ánanaustum. Vélin hafði verið tekin úr hjólinu á uppgangsár- um seinni heimsstyrjaldarinnar til að nota í steypuhrærivél. Hún hafði svo brætt úr einum stimpli og aldrei farið í hjólið aftur. Grímur byrjaði á uppgerðinni fyrir næstum tveim- ur áratugum og smíðaði þá stimpla í hjólið. Þá þurfti að steypa aftur þar sem þeir fyrri voru alsettir eitlum vegna of lítils kolefnis í steypunni. Endurgerð hjólsins hófst svo ekki fyrir alvöru fyrr en 2007. Grím- ur keypti annan Henderson-mótor nánast sömu gerðar úr flugvél og notaði meðal annars stimpilstang- ir úr honum. Grímur sá hins vegar sjálfur um að smíða ventlastýring- ar, stimpla, stimpilhringi, stimpil- bolta, ventlagorma og ýmsar fóðr- ingar í gömlum rennibekk í skúrn- um hjá sér. Einnig rétti hann af grindina og smíðaði smáhluti í hjól- ið og ryðbætti bretti og fleira. Þurfti Grímur að leita víða áður en hann fékk rétt hnoð í brettin en þau fund- ust í gamalli skúffu í Blikksmiðju Reykjavíkur. Í GANG EFTIR 70 ÁR Þótt Grímur hafi endursmíðað stór- an hluta hjólsins sjálfur aðstoðaði Kristinn Sigurðsson hann við að finna hluti sem margir komu að utan. Gjarðir í hjólið komu frá Bandaríkj- unum sem og rafkerfi en gúmmí í handföng og fótborð frá Kanada. Í Póllandi fannst sérfræðingur í gerð hnakka fyrir þessar gerðir mótor- hjóla og olíuþykktarmælirinn kom alla leið frá Ástralíu. Grímur fékk aðstoð völundar að nafni Guðni Ingi- mundarson við að magna upp magn- etuna í hjólinu og stilla hana ásamt blöndungi fyrir gangsetningu. Guðni er ekki óvanur endursmíði gamalla véla enda hefur hann gert upp margar bátavélar frá fyrri tíð. Loks var hjólið sprautað hjá Sigurði í Bílsetrinu í Mosfellsbæ. Fyrsta púst vélarinnar var á gólf- inu í skúrnum við Háaleitisbrautina en fyrir rúmum þremur vikum var mótorinn prufukeyrður og stillt- ur fyrir suður í Garði og hafði þá ekki verið gangsettur í sjö áratugi. Henderson-hjólið er nánast fullgert þótt enn sé eftir að smíða og laga fá- eina hluti. Það verður frumsýnt al- menningi á Burnout-sýningunni í Kauptúni um komandi helgi. - ng Steypuhrærivél aftur að mótorhjóli Smiðurinn við dýrgripinn. MYND/TRYGGVI ÞORMÓÐSSON Grímur smíðaði marga hluti í hjólið frá grunni. Henderson 1918 IZ Vél: 4ra strokka línuvél, IOE Rúmtak: 67 ci/1100 cc Slag/strokkmál: 3 x 2,53 tommur Hestöfl: 14,2 Blöndungur: Schebler Kveikja: Magneta Gírkassi: 3ja gíra Framgaffall: Henderson Spring Fork Bremsur: Bandabremsur Dekk: 3x28 tommur ● ROKK, RÓL OG MÓTOR HJÓL No-club stendur fyrir balli á skemmtistaðnum Play- ers í Kópavogi að kvöldi 1. maí, í tengsl- um við hópkeyrslu mótor- hjólamanna sem er farin fyrr um daginn. Þar mun bandið Síðasti séns leika fyrir dansi og verður DJ Mikkólf hljómsveitinni til halds og trausts. Miða- verð á ballið er 1.500 krónur. Áhugi á mótorsporti er ekki skilyrði fyrir því að komast inn og eru allir velkomnir. Bílabúð Benna og Kvartmílu- klúbburinn voru stofnuð á sama ári, 1975, og hefur saga þeirra verið samofin alla tíð síðan. Benedikt Eyjólfsson, eigandi Bílabúðar Benna, var á fyrstu árum Kvartmíluklúbbs- ins virkur þátttakandi í kvart- mílukeppnum og öllu sem teng- ist mótorsporti á Íslandi. Alla tíð síðan hefur Benedikt stutt dyggilega við Kvartmíluklúbb- inn og sportið sem slíkt og verið mikill frumkvöðull í mótor- sporti á Íslandi. Bílabúð Benna og Kvartmílu- klúbburinn hafa staðið saman að fjölmörgum bíla- og mótor- hjólasýningum í gegnum tíð- ina og meðlimum Kvartmílu- klúbbsins býðst afsláttur af ýmsum vörum og þjónustu hjá Bílabúð Benna. Bílabúð Benna verður með sölubás á sýning- unni Burnout 2010 þar sem kynntar verða þær sérpantanir sem fyrirtækið hefur gert fyrir kvartmílubifreiðar. Samofin saga Bílabúð Benna og Kvartmíluklúbb- urinn eiga jafn langa sögu og hafa lengi fylgst að.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.