Fréttablaðið - 29.04.2010, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 29.04.2010, Blaðsíða 41
„Það er enginn uppgjafartónn í okkur,“ segir Karl með mestu rósemd og lýsir stöðunni nánar frá sínum bæjardyrum. „Þegar seinna gosið brast á og vegur- inn fór í sundur sunnanlands þurftum að koma fólki frá okkur norðurleiðina. Við misstum öll við- skipti í tíu daga en það er að koma hreyfing á þau aftur og miðað við hvernig vorið og sumarið líta út í okkar bókum þá erum við bara brött. Við höfum tækifæri til þess með haustinu að vinna upp þetta tap sem hefur orðið. Það er bara verkefni að glíma við.“ Karl kveðst þó greina óvissu hjá fólki sem eigi bókaða Íslands- ferð. „Hingað er mikið hringt og sent af tölvupósti til að spyrja hver staðan sé. Við reynum að leiðbeina fólki eftir bestu getu og koma því í skilning um að ástand- ið sé ekki eins ógnvænlegt og það lítur út fyrir í sjónvarpinu. Hér sé byggilegt enn og Klaustur á sínum stað.“ Á Hótel Klaustri eru 57 her- bergi, þar af tíu eins manns. „Ég tek rúmlega hundrað manns í gistingu,“ segir Karl og er í fram- haldinu inntur eftir veitinga- sölu. „Morgunmaturinn er seldur sérstaklega. Svo leggjum við mikið upp úr kvöldmatnum en minna er um matargesti um miðjan dag- inn nema hópa sem hafa pantað fyrirfram.“ Eldsumbrotin í Eyjafjallajökli hafa rifjað upp sögur um Kötlu- hlaup, Öræfajökulsgos og Skaft- árelda. „Þetta er auðvitað ekki það versta sem hefur dunið yfir hér,“ segir Karl. „Það eru virkar eldstöðvar allt í kringum okkur og þegar við sem stundum ferðaþjón- ustu á svæðinu höfum sest niður til að greina hvað sé jákvætt og hvað neikvætt við svæðið þá munum við alltaf eftir því.“ Spurður hvort hann sé sárreiður forsetanum fyrir að minnast á Kötlu í erlendum fjöl- miðlum svarar hann: „Forsetinn hefði alveg getað látið þetta ósagt. Auðvitað er Katla viss vá en hann hefði mátt sleppa því að minnast á hana í þessu samhengi.“ Til framtíðar litið telur Karl eld- gosin að undanförnu geta orðið landinu til framdráttar. „Ísland hefur aldrei fengið aðra eins kynningu og núna, þó með þess- um hætti sé,“ segir hann. „Von- andi kveikir hún forvitni hjá ein- hverjum og áhuga á að heimsækja okkur.“ gun@frettabladid.is Klaustur enn á sínum stað Karl Rafnsson, hótelstjóri á Hótel Klaustri á Kirkjubæjarklaustri, lítur björtum augum á framtíðina þótt röskun hafi orðið á rekstrinum þessar vikurnar, vegna elds og flóða úr Eyjafjallajökli. „Við reynum að leiðbeina fólki eftir bestu getu og koma því í skilning um að ástand- ið sé ekki eins ógnvænlegt og það lítur út fyrir í sjónvarpinu,“ segir Karl hótelstjóri á Hótel Klaustri. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Að sýningunni standa mark- aðsstofur landshlutanna í ferðaþjónustu, Ferðaþjónusta bænda, Opinn landbúnaður og Beint frá býli. Gestum verður boðið að ganga hringinn í kring- um landið og fá smjörþefinn af því besta sem ferðalöngum stendur til boða í sumar. Hver landshluti kynnir sínar perlur og áhugaverða staði til að skoða og heimsækja. Tilgangurinn með sýningunni er að kynna fjölbreytileikann í ferðaþjónustu á Íslandi, veita almenningi tækifæri til að koma á einn stað í þeim tilgangi að kynna sér ferðaþjónustuna á Íslandi, smakka, skoða, spjalla og spyrja. Einnig að koma á framfæri nýjungum á komandi sumri og leyfa fólki að kynna sér náttúru- tengda ferðamennsku eins og fugla-, sela- og hvalaskoðun. Beint frá býli kynnir og sýnir á sýningunni innlenda matarframleiðslu. Aðgangur er ókeypis en sýningin stendur frá 10 til 17 báða dagana. Íslandsperlur í Perlunni um helgina FERÐASÝNINGIN ÍSLANDSPERLUR FER FRAM Í PERLUNNI 1. OG 2. MAÍ. Fagur regnbogi í Norðurárdal. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Noma í Kaupmanna- höfn hefur verið valinn besti veitingastaður heims en hann trónir efst á lista S.Pellegrino yfir 50 bestu veitinga- hús heims árið 2010. www.freisting.is MATUR OG GISTING Dýrasta hótelherbergi heims er kon- unglega villan í Grand Resort Lagon- issi í Aþenu. Nóttin kostar sex milljónir króna en herberginu fylgir sundlaug, einkaströnd og píanóleikari. www.turisti.is á glæsilegu sveitasetri í fallegu og afslöppuðu umhverfi. Ráðstefnur og fundarhöld Ef halda skal veislu, námskeið eða hópefli eru fáir staðir betur staðsettir en Grímsá sveitasetur og Veiðihúsið við Laxá í Kjós. Við tökum að okkur allar tegundir af veislum og uppákomum. Bæði húsin taka allt að 40 manns í gistingu sem leigjast með eða án þjónustu. 3 rétta máltíð, gisting og morgunverðarhlaðborð frá kr. 9.900,- á mann. TILBOÐ : Pöntunarsímar: 618 0083 & 437 0083 www.grimsa.is Í Veiðihúsinu við Laxá í Kjós er stór og vandaður veislusalur sem tekur allt að 100 manns í sæti og með gistingu fyrir allt að 50 manns. Veiðihúsið í Kjós Grímsá Veiðihús Í veiðihúsinu við Grímsá er glæsilegur salur sem tekur allt að 70 manns í sæti og gisting fyrir allt að 36 manns. Í húsinu er gufubað og heitur pottur svo hægt er að slaka vel á eftir góðan dag. Verkalýðsdagurinn á Einari Ben Í tilefni Verkalýðsdagsins 1. maí býður Einar Ben 5 rétta Stolt matreiðslumeistarans á aðeins 5.900 kr. 3 rétta Stolt matreiðslumeistarans á aðeins 4.500 kr. dagana 1. og 2. maí Bo rða pan tan ir í sí ma 51 1-5 090 Upplýsingar á www.einarben.is og www.smakkarinn.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.