Fréttablaðið - 29.04.2010, Page 48

Fréttablaðið - 29.04.2010, Page 48
32 29. apríl 2010 FIMMTUDAGUR timamot@frettabladid.is MERKISATBURÐIR 1106 Jón Ögmundsson vígður fyrsti Hólabiskupinn. 1899 Kristilegt félag ungra kvenna, KFUK, stofnað. 1930 Símasamband kemst á milli Englands og Ástralíu. 1967 Brandur, breskur land- helgisbrjótur, strýkur úr Reykjavíkurhöfn með tvo íslenska lögregluþjóna um borð. 1986 800.000 bækur brenna þegar eldur brýst út í borgarbókasafni Los Ang- eles. 1991 Króatía lýsir yfir sjálfstæði. 1992 Óeirðir brjótast út í Los Angeles eftir að lögregla gengur í skrokk á blökku- manninum Rodney King. Söngleikurinn Hárið var frumsýndur í Bilt- more-leikhúsinu á Broadway í New York fyrir 42 árum. Söngleikurinn fjallar um hóp hippa sem lifa og hrærast í umróti kynlífsbyltingar sjöunda áratugarins og umdeilds stríðsreksturs Bandaríkjanna, en margar af lagasmíðum Hársins urðu einmitt baráttusöngvar andstæðinga Víetnamstríðsins. Hárið olli miklu fjaðrafoki enda komu við sögu ólögleg fíkniefni, frjálsar ástir og óvirðing við bandaríska fánann, ásamt óvanalegum nektar- senum. Tónlistin braut blað í sögu söngleikja; rokk hélt innreið sína í leikhúsið, leikaralið var af mörgum kynþáttum og áhorfendum boðið að koma á svið í lokaatriðinu. Hárið segir sögu Claudes og vina hans sem allir eru síðhærðir, lifa bóhemlífi í New York og eru hatrammir andstæðingar Víetnamstríðsins. Vinirnir keppast við að koma jafnvægi á lífsstrit sitt og ástarlíf meðan kynslóðin á undan er fordómafull, siðavönd og hlutlaus. Hárið var sýnt 1.750 sinnum á Broad- way og annað eins fylgdi í kjölfarið í öðrum borgum Bandaríkjanna, sem og Evrópu, ekki síst í Lundúnum þar sem söngleik- urinn var sýndur 1.997 sinnum. Allar götur síðan hefur Hárið verið sett á svið um allan heim með tilheyrandi endurgerð tónlistarinnar sem rokið hefur aftur og aftur í toppsæti vinsældalista. Kvik- myndin Hair, byggð á söngleiknum, var frumsýnd 1979. Hún nýtur enn vinsælda og er enn talin eiga fullt erindi við mannfólkið. „Það er mikið mál að túlka Carmen og hún er hörð í horn að taka. Hún er með eindæmum skapstór og hef ég þurft að kafa ansi djúpt til að finna viðlíka skapsmuni í sjálfri mér. En þótt við Carmen séum ákaflega ólíkar er vissu- lega ævintýri að feta í hennar spor,“ segir söngkonan og læknaneminn Elín Arna Aspelund, sem í kvöld og næst- komandi sunnudagskvöld kemur fram sem Carmen í samnefndri óperu eftir Georges Bizet í Salnum. Óperan er sú nafntogaðasta í veröld- inni en hún var fordæmd eftir frum- sýningu í Opéra-Comique leikhúsinu í París 1875. Þremur mánuðum síðar var Bizet allur og naut ekki þeirrar alþjóð- legu frægðar sem hann öðlaðist eftir að Carmen var aftur sett á svið í Vín fjórum mánuðum eftir dauða hans. „Líkt og Bizet kom aldrei til Spánar, þrátt fyrir að hafa tekist jafn vel upp að tónmála þjóðlegar spænskar hefð- ir og tíðarhætti, hef ég aldrei komið til Spánar, en þeim mun meira krefj- andi og gaman er að setja sig inn í og túlka sögusvið Carmenar í Sevilla,“ segir Elín Arna sem hóf ung nám í píanóleik við Suzuki-skólann en söðl- aði yfir í söngnám þegar kórsókn unglingsáranna kveikti söngáhuga hennar fyrir alvöru. „Ég er nú á lokastigi söngnáms- ins, en svo býðst háskólanám að því loknu. Söngur er mitt hjartans mál því í honum felst mikil upplifun og góð útrás fyrir andann. Á söngæf- ingum kúplar maður sig líka frá öllu álagi og öðlast hvíld og endurnæringu í staðinn.“ Í Salnum munu nemendur söngdeild- ar Tónlistarskóla Kópavogs flytja óper- una Carmen, en leik- og tónlistarstjórn er í höndum Önnu Júlíönu Sveinsdótt- ur, söngkennara skólans, og Krystynu Cortes, píanóleikara skólans. „Bæði nemendur og kennarar hafa æft óperuna stíft í allan vetur og söng- nemar í sýningunni eru á öllum stig- um en það kemur vægast sagt vel út. Ég er með þeim lengra komnu í söng- náminu og virkilega upp með mér að vera valin í hlutverk Carmenar, en þetta hefur verið strembinn skóli og tekið á undir lokin, ekki síst leiktúlk- unin sem ég hef þurft að leggja mesta vinnu í. Þegar upp er staðið er óperan skemmtileg, sagan og aríurnar dásam- legar, en óneitanlega flókið hlutverk að fást við,“ segir Elín Arna sem legið hefur yfir eldri útfærslum af Carmen um leið og hún hefur leitað að eigin túlkun á henni og skoðað hvernig henni finnst Carmen eiga að vera. „Carmen mun því eflaust verða ný og breytt í minni túlkun, en hún er svo sterkur persónuleiki að hún þekkist alltaf sem einmitt hún sjálf.“ Meðfram söngnáminu er Elín Arna á þriðja ári í læknisfræði við Háskóla Íslands. Einnig stundar hún salsadans af kappi, en dans hefur verið hluti af lífi hennar frá því hún dansaði barnung á ballettskóm. „Dagurinn er vissulega annasam- ur á stundum, en með góðu púsli og skipulagi hefst þetta. Námið er þungt og tímafrekt en ég gef mér alltaf tíma í söng og dans, því maður hefur gott af því að sinna áhugamálum líka. Draum- urinn er svo að geta bæði starfað sem læknir og söngkona í framtíðinni, því mig langar að komast eins langt og ég get í söngnum líka og gaman að geta samtvinnað það sem ég hef mesta ánægju af í lífinu.“ Tónleikarnir hefjast klukkan 20 í kvöld og á sunnudagskvöldið 2. maí. Aðgangur er ókeypis á meðan húsrúm leyfir. thordis@frettabladid.is SÖNGKONAN ELÍN ARNA ASPELUND: SYNGUR OG LEIKUR CARMEN Í KVÖLD Carmen hörð í horn að taka HÆFILEIKARÍK Elín Arna Aspelund er upprennandi söngstjarna á sviði óperunnar og leikur sjálfa Carmen fyrir opnu húsi í Salnum í Kópavogi í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ÞETTA GERÐIST 29. APRÍL 1968 Söngleikurinn Hárið frumsýndur LEIKARINN DANIEL DAY-LEWIS ER 53 ÁRA Í DAG „Ég á í einkennilegu sam- bandi við tímann. Það fer fram hjá mér að hann líður, en samt finnst mér ég aldrei sóa honum til einskis. Mér er bara fyrirmunað að skilja hvernig hann líður.“ Daniel Day-Lewis sló í gegn fyrir leik í Óbærilegum léttleika til- verunnar árið 1988. Hann hefur fengið Óskarsverðlaun fyrir My Left Foot og There Will Be Blood. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra Björns Ragnarssonar frá Garðakoti, húsvarðar, Miðleiti 5-7, Reykjavík, og heiðruðu minningu hans. Jóna Bergsdóttir Oddný Egilsdóttir börn, tengdabörn og barnabörn. Hláturkætiklúbburinn mun standa fyrir hláturgöngu í Laugar- dalnum á sunnudaginn í tilefni af árlegum alþjóðlegum hlát- urdegi. Farið verður frá gömlu þvottalaugunum klukkan 13 og gengið um dalinn. Á leiðinni verður sungið og farið í hláturæfingar. Öllum er velkomið að taka þátt í gleðinni. Alþjóðlegi hláturdagurinn er ávallt haldinn hátíðleg- ur fyrsta sunnudaginn í maí. Hláturjóga snýst um að efla góða heilsu, gleði og alheimsfirð með því að hlæja saman. Í tilkynningu frá Hláturkætiklúbbnum segir að hlátur sé aðeins til bóta ef hann er með stuðningi og þegar hlegið sé í að minnsta kosti tíu til fimmtán mínútur. Óvenjulegt sé að hlæja svo lengi í daglegu lífi en auðvelt með tækni hláturjóga. Þar er einnig tekið fram að í Bangalore á Indlandi verði brátt sett á stofn fyrsta alþjóðlega háskólasetrið í hlátur- jóga. Nánari upplýsingar um hláturjógadaginn má nálgast á www.worldlaughterday.org Alþjóðlegur hláturdagur á sunnudag HLÁTURINN LENGIR LÍFIÐ Ásta Valdimarsdóttir hláturjógakennari leiðir hópinn um Laugardal. Ástríðulist er samsýn- ing fjölmargra lærðra og leikinna listamanna sem stendur yfir í Gerðubergi en listamennirnir eiga það sameiginlegt að nálgast list- ina af einlægni og ástríðu. Verkin koma víða að, eða frá Safnasafninu á Sval- barðsströnd, Listasafni Akureyrar, Listasafni Reykjavíkur, Hafnarborg Sólheimum, úr einkaeigu og frá listamönnunum sjálf- um. Verkin eru afar fjöl- breytt og má nefna vegg- verk, skúlptúra, textílverk og innsetningar. Á sýning- unni er lögð áhersla á fjöl- breytni, sköpunargleði, frelsi og frumlega sýn á lífið og listina og mætti skil- greina verkin sem alþýðu- list (folk art), utangarðslist (outsiders art), bernska list (naive art) og samtímalist (contemporary art). Við val á verkum höfðu sýningarstjórarnir Þor- björg Br. Gunnarsdóttir og Þórunn Elísabet Sveinsdótt- ir það að leiðarljósi að þau endurspegluðu umfram allt sköpunarþörf, kraft, gleði og persónulega nálgun á viðfangsefninu. Þær munu leiða gesti um sýninguna sunnudaginn 2. maí klukk- an 14 en henni lýkur viku síðar. - ve Leiðsögn í Gerðubergi Eldgosin að undanförnu hafa á ýmsan hátt verið söguleg og borið nafn Íslands út um víða veröld á óvæntan hátt, þótt þau hafi ekki verið stór. Haraldur Sigurðsson jarð- fræðingur mun halda erindi um þau á morgun á vegum Vísindafélags Íslands. Þar mun hann fjalla um hegð- un eldkeilnanna í gosunum tveimur því andesítkvik- an sem berst upp í sprengi- gosinu í Eyjafjallajökli er á margan hátt frábrugðin basalt-kvikunni sem kom upp í hraungosinu á Fimm- vörðuhálsi. Hann mun líka útskýra myndun öskunnar í Eyjafjallajökli og óvenju mikla útbreiðslu öskuskýja til meginlands Evrópu. Haraldur er prófess- or emeritus í jarðfræði við Rhode Island-háskóla og einn þekktasti og virtasti jarðvísindamaður þjóðar- innar. Fyrirlestur hans verð- ur í sal 132 í Öskju, Náttúru- fræðihúsi Háskóla Íslands og hefst klukkan 20 á morg- un. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. - gun Gosin söguleg EYJAFJALLAJÖKULL Gos séð frá Hellisheiði og Hellu. SKÖPUNARGLEÐI Sýningarstjórar bjóða upp á leiðsögn um sýning- una klukkan 14 á sunnudag.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.