Fréttablaðið - 29.04.2010, Síða 49

Fréttablaðið - 29.04.2010, Síða 49
FIMMTUDAGUR 29. apríl 2010 33 Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vin- arhug við andlát og útför ástkærs eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Viðars Gestssonar pípulagningameistara, og heiðruðu minningu hans. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki blóðlækningadeildar 11G á Landspítalanum fyrir einstaka alúð og umönnun. Halldóra Jóna Karlsdóttir Valdís Viðarsdóttir Gyða Viðarsdóttir Jón Magnús Jónsson Íris Björk Viðarsdóttir Jóhann Friðgeir Valdimarsson afabörn og langafabörn. Ástkær móðir mín og tengdamóðir, Úrsúla María Valtýsdóttir, Hringbraut 50, Grund, lést föstudaginn 9. mars. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Valtýr Einarsson Helga Engilbertsdóttir Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa, langafa og langalangafa, Einars Siggeirssonar, Hörpulundi 5, Garðabæ. María Theódóra Jónsdóttir Birgir Ævar Einarsson Kristín Guðmundsdóttir Elínborg Einarsdóttir Karl Hallgrímsson Matthías Einarsson Aðalheiður Magnúsdóttir Guðmundur Einarsson Hrefna Einarsdóttir Jón Dan Einarsson Ásta Hrönn Stefánsdóttir Einar Einarsson Hildur Pálsdóttir Friðrik Einarsson Kristín S. Ingimarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Guðlaug Bergmann Júlíusdóttir, Reykjanesvegi 12, Njarðvík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, fimmtudaginn 22. apríl. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju, föstu- daginn 30. apríl kl. 13.00. Valgeir Ólafur Helgason Júlíus H. Valgeirsson Ásgerður Þorgeirsdóttir Guðrún Bergmann Valgeirsdóttir Sigfús R. Eysteinsson Jóhanna Valgeirsdóttir Leifur Gunnlaugsson Erla Valgeirsdóttir Guðni Grétarsson Einar Valgeirsson Unnur M. Magnadóttir Susan Anna Wilson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Þórdís Aðalbjörg Þorvarðardóttir Digranesheiði 35, Kópavogi, lést á hjúkrunarheimilinu Sólvangi í Hafnarfirði, laugardaginn 17. apríl. sl. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju föstudaginn 30. apríl kl. 15.00. Þorgeir Þorbjörnsson Erla Vigdís Kristinsdóttir Sigurgeir Þorbjörnsson Hlín Gunnarsdóttir Jón Baldur Þorbjörnsson Auðbjörg Bergsveinsdóttir Þorvarður Ingi Þorbjörnsson Arinbjörn Þorbjörnsson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn og faðir, Jón Eyjólfsson, Dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, lést á Dvalarheimilinu Höfða þriðjudaginn 27. apríl. Útför hans fer fram frá Akraneskirkju þriðjudaginn 4. maí kl. 14.00. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Dvalarheimilið Höfða, Akranesi. Svava Gunnarsdóttir Gunnar Jónsson Ástkær systir okkar, Sigrún Alexandersdóttir, Gnoðavogi 38, Reykjavík, lést mánudaginn 19. apríl. Hún verður jarðsungin frá Langholtskirkju föstudaginn 30. apríl kl. 13.00. Kristinn Reynholt Alexandersson Árni Alexandersson Heiðar Alexandersson Þorsteinn Jóhannsson Lísa Birgisdóttir Harri Hákonarson Kristín Ísleifsdóttir, Kleppsvegi 62, áður Álftamýri 53, Reykjavík, sem lést á líknardeild Landspítala, Landakoti 23. apríl, verður jarðsungin frá Háteigskirkju föstudaginn 30. apríl kl. 15.00. Guðjón Tómasson Kristmann Grétar Óskarsson Bergljót Hermundsdóttir Sigríður Guðjónsdóttir Jón Ingvarsson Ingibjörg Guðjónsdóttir Guðjón Axel Guðjónsson Katrín Björk Eyvindsdóttir Kristín Laufey Guðjónsdóttir Óðinn Jónasson barnabörn og barnabarnabörn. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Ásdís Andrésdóttir Arnalds, Kleppsvegi 4, Reykjavík, andaðist sunnudaginn 25. apríl. Útför hennar verður gerð frá Áskirkju mánudaginn 3. maí kl. 15.00. Sigurður St. Arnalds Sigríður María Sigurðardóttir Andrés Arnalds Guðrún Pálmadóttir Sigrún Jóhannsdóttir Ólafur Arnalds Ása Lovísa Aradóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengda- faðir, afi og sonur, Sigtryggur Jónsson, andaðist sunnudaginn 25. apríl. Útför hans fer fram í Brewster, New York, laugardaginn 1. maí. Lína Margrét Þórðardóttir Kristín Sigtryggsdóttir Ragnheiður Sigtryggsdóttir Þórður Sigtryggsson Tara Flynn Kai Alexander Magnús Finn Kristín Sigtryggsdóttir Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Úrslit í hönnunarsam- keppni í anda Ásmundar verða kunngerð í Ásmund- arsafni á morgun klukkan 17. Dóttir listamannsins, Ásdís Ásmundsdóttir, mun afhenda fyrstu verðlaun að upphæð 500 þúsund krónur en fimmtán bestu hugmynd- irnar í samkeppninni verða til sýnis í safninu. Alls bárust 68 tillögur í hönnunarsamkeppninni um Ásmund Sveinsson en að henni standa verslunin Kraum, Listasafn Reykja- víkur og Hönnunarmiðstöð Íslands. Óskað var eftir til- lögum að nytjahlut sem end- urspegla skyldi hugarheim og verk myndhöggvarans. Fyrir utan peningaverð- laun verður hlutur verð- launahafans seldur í versl- unum Kraums í Aðalstræti og á Kjarvalsstöðum og í safnverslunum Listasafns Reykjavíkur í Hafnarhúsi og Ásmundarsafni. Einnig má gera ráð fyrir því að fleiri munir sem bárust í sam- keppnina verði valdir til sölu á næstu mánuðum. Að mati dómnefndar fela þær fimmtán hug- myndir sem sýndar verða í Ásmundarsafni allar í sér skemmtilegar og raunhæf- ar hugmyndir að vöru með vísun í form- og hugarheim Ásmundar Sveinssonar. Á morgun verður einnig opnuð sýningin Ég kýs blóm- legar konur … konur í verk- um Ásmundar Sveinsson- ar, þar sem sjónum er beint að konum og kvenímynd- inni í verkum Ásmundar. Þá hefur hluti af vinnustofu Ásmundar verið endurgerð- ur, sem gerir gestum kleift að skyggnast inn í líf og starf myndhöggvarans. Úrslit í hönnunarsamkeppni ÁSMUNDUR SVEINSSON Sýndar verða fimmtán bestu hugmyndirnar í Ásmundarsafni. Tveir færeyskir kórar eru á leiðinni til landsins í smá heimsókn og munu troða upp í Norræna húsinu um helg- ina, laugardaginn 1. maí og sunnudaginn 2. maí. Þetta eru kórarnir Glym- ur, sem kemur fram á fyrri tónleikunum og Dropinn sem flytur lög á þeim seinni. Á tónleikadagskránni eru bæði gamlir og nýir fær- eyskir söngvar og ókeypis er inn á laugardagstónleik- ana sem hefjast klukkan 18. Glymur mun brýna rokkaða tóna á sunnudaginn þegar tónleikarnir verða með rokkívafi og þeir tónleikar hefjast klukkan 15. - jma Færeyskur kórsöngur TVENNIR TÓNLEIKAR Glymur og Dropinn eru færeyskir kórar sem flytja lög í Norræna húsinu.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.