Fréttablaðið - 29.04.2010, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 29.04.2010, Blaðsíða 52
36 29. apríl 2010 FIMMTUDAGUR menning@frettabladid.is Ath. kl. 21 í kvöld í Múlanum Þar kemur fram kvartettinn Þel. Hljóm- sveitarstjórn er í höndum trommuleik- arans Kára Árnasonar. Kvartettinn Þel rekur minni gamals tíma er hann leik- ur íslenskar vísur úr Vísnabókinni og önnur þjóðlög, í nýjum útsetningum. Ásamt Kára koma fram Andrés Þór Gunnlaugsson gítarleikari, Agnar Már Magnússon sem leikur á Rhodes-píanó og bassaleikarinn Þorgrímur Jónsson. Tónleikar Múlans eru í Jazzkjallaran- um á Café Cultura, Hverfisgötu 18. > Ekki missa af tónleikum Mannakorna í Háskólabíói en uppselt er á báða tónleikana með Manna- kornum sem fara fram laugar- daginn 15. maí í Háskólabíói, en nú eru ósóttar pantanir til sölu. Ekki er von á að efnis- skráin verði flutt aftur en hver veit nema talið verði í fleiri tónleika með þessu uppleggi. Því nóg er eftirspurnin. Sökum gríðarlegrar eftirspurnar hefur Leikfélag Akureyrar ákveðið að sýna enska gamanleikinn 39 þrep í Íslensku óperunni í maí. Uppselt var á nær fimmtíu sýningar fyrir norðan og gagnrýn- endur á einu máli: „Stórkostleg sýning“. Í þess- um óborganlega gamanleik fara fjórir leikarar á kostum í hundrað þrjátíu og níu hlutverkum: þau Atli Þór Albertsson, Björn Ingi Hilmarsson, Jóhann G. Jóhannsson og Þrúður Vilhjálmsdóttir. Leikmynd hannaði Finnur Arnar Arnarson og búninga Rannveig Eva Karlsdóttir. Halldór Örn Óskarsson hannaði lýsingu og Gunnar Sigur- björnsson hljóðmynd. Leikstjóri sýningarinnar er María Sigurðardóttir en hún sló eftirminnilega í gegn með sýningunum Sex í sveit sællar minn- ingar og Fló á skinni sem nutu mikilla vinsælda. Sýningarfjöldi sunnan heiða er takmarkaður. Miðasala er hafin á midi.is og opera.is. 39 þrep suður um heiðar Klassík í hádeginu er vönduð tón- leikaröð sem býður gestum upp á fjölbreytta dagskrá tónlistar í Gerðubergi. Hverjum tónleikum er fylgt úr hlaði með kynning- um flytjenda með því markmiði að veita áheyrendum innsýn inn í heim klassískrar tónlistar. Á morgun kl. 12.15 verða söngv- ararnir Gissur Páll Gissurarson tenór og Nathalía Druzin Hall- dórsdóttir messósópran með tón- leika þar og eru aríur, ljóð og rússnesk sönglög á efnisskránni eftir stóran hóp tónskálda Rússa í bland við áberandi lagasmiði Evrópu vestanverðrar. Undirleik annast Nína Margrét Grímsdótt- ir en hún er listrænn stjórnandi tónleikaraðarinnar. Efnisskráin er svo endurtekin á sunnudaginn 2. maí kl. 13.15. Gissur Páll Gissurarson tenór- söngvari þreytti frumraun sína í hlutverki í Oliver Twist ell- efu ára. Frá 1997 stundaði hann nám í Söngskólanum í Reykjavík. Hann hóf nám við Conservatorio G.B Martini í Bologna árið 2001 og sótti síðan tíma hjá Kristjáni Jóhannssyni. Fyrsta óperuhlut- verk Gissurar var í Il Trovatore í Ravenna. Veturinn 2004 tók hann þátt í Così fan tutte, undir stjórn Claudio Abbado. Sumarið 2005 söng Gissur Páll Danilo í Kátu ekkjunni. Árið 2007 söng Gissur í Rakaranum í Sevilla Werther eftir Massenet og Les Mammell- es de Tiresiase eftir Poulenc. Á síðasta ári söng Gissur Páll hlutverk Nemorino í uppsetn- ingu Íslensku óperunnar á Ástar- drykknum og Sálumessu Mozarts undir stjórn Hákons Leifssonar. Nathalía Druzin Halldórsdótt- ir hóf tónlistarnám ung að aldri í Tónlistarskóla Kópavogs. Á háskólaárum sínum fór hún að sækja söngtíma og eiginlegt söng- nám hóf hún í Pétursborg í Rúss- landi þar sem hún dvaldi sem nemandi. Árið 2003 hóf Nathal- ía nám við Nýja Tónlistarskólann hjá Alinu Dubik. Á liðnu ári hélt hún einsöngstónleika í Laugarnes- kirkju, flutti dagskrá tileinkaða skáldkonunni Höllu Eyjólfsdótt- ur í Gerðubergi og stóð fyrir tón- leikum í Salnum undir yfirskrift- inni Sjö söngkonur. Þetta eru lokatónleikarnir í röð- inni Klassík í hádeginu á þessu starfsári. Að þessu sinni verða tónleikarnir um 45 mínútur án hlés. Gert er ráð fyrir að tónleika- gestir hafi möguleika á að kaupa sér hádegissnarl fyrir eða eftir tónleikana. - pbb Rússagull í bland Hátíðin List án landamæra er sett í Ráðhúsi Reykja- víkur í dag kl. 17. Er hún nú haldin í sjöunda sinn en yfir fimmtíu viðburðir eru á dagskránni víða um land á næstu vikum, flestir á höfuðborgarsvæðinu eins og áður, en einnig í Borgar- nesi, á Ísafirði, Akureyri, Húsavík, Egilsstöðum, í Vestmannaeyjum, á Selfossi og á Suðurnesjum. Fjölmörg atriði verða á opnun- inni í dag: tónlist, upplestur og gjörningar. Katrín Jakobsdótt- ir setur háíðina. Leikkonurnar Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Sigrid Husjord munu sjá um kynninguna en Sigrid er norsk og flaug hingað af tilefninu. Þegar dagskránni er lokið verður stór samsýning opnuð í Austursal Ráðhússins. Þar mun fjölmargt ólíkt myndlistarfólk sýna, en sýningin mun standa til 9. maí. Stórt veggverk, samvinnu- verkefni allra á Lækjarási, verður til sýnis. Verkið byggir á ljóði eins úr hópnum, Auðuns Gestssonar, og fjallar um náttúruna og gróðurinn í kringum Lækjarás, með samlík- ingu milli vaxtar gróðursins og Lækjaráss og margbreytileika fólksins sem staðinn sækir. Stór hópur frá Gylfaflöt mun taka þátt. Þau munu sýna 10 fótaskemla í til- efni 10 ára afmælis Gylfaflatar. Á dagskránni fram undan á höfuðborgarsvæðinu má nefna opnun samstarfssýningar Elínar Önnu Þórisdóttur og Kristins Þórs Elíassonar á Mokka í dag kl. 15. Á meðal annarra viðburða sem fram undan eru mætti nefna myndlist- arsýningu á Kaffi Rót á föstudag, Geðveikt kaffihús og handverks- markað í Hinu húsinu á laugar- dag og hönnunarsýningu í Nor- ræna húsinu á sunnudag. Fram undan á Suðurnesjum má nefna dagskrá í Garði á morgun undir yfirskriftinni „Fuglarnir í Garð- inum“ sem mun standa til 30. maí, en þar verður spunnið sameigin- legt listaverk um allan Garðinn á tímabilinu. Á hátíðisdegi verka- lýðsins á laugardag er opnun sýn- ingar Safnasafnsins á Svalbarðs- strönd í tilefni af 80 ára afmæli Sólheima í Grímsnesi. Listahóp- urinn Geðlist frá Akureyri mun afhjúpa skúlptúr á bílastæði Safnasafnsins sama dag. Á Egils- stöðum verður hátíðardagskrá í Sláturhúsinu og í Reykjanesbæ opnar ljósmyndasýning í Göngu- götunni Kjarna. Í Borgarnesi opn- uðu Alþýðulistamenn sýningu um síðustu helgi, en hún mun standa í Gallerí Brák til 9. maí. Dagskrárbækling listahátíð- arinnar er hægt að sjá á Netinu: listanlandamaera.blog.is. Hægt verður að nálgast prentuð eintök í Ráðhúsinu í dag og á öllum við- burðum hátíðarinnar. List án landamæra blífur MENNING Verk eftir Kristin Þór Elíasson prýðir forsíðu bæklings hátíðarinnar í ár en þetta er í sjöunda sinn sem hún er haldin. MYND/KRISTINN ÞÓR ELÍASSON TÓNLIST Nathalía Druzin Halldórsdóttir messósópran. LEIKLIST Úr sýningunni sem byggist á skjótum fataskiptum og fjölbreyttu úrvali af þeim karakterum sem á sviðið stíga á andartaki. MYND/SKAPTI HALLGRÍMSSON 1 3 5 7 9 2 4 6 8 10 Rannsóknarskýrsla Alþingis Rannsóknarnefnd Alþingis Hafmeyjan - kilja Camilla Läckberg Fyrirsætumorðin - kilja James Pattersson Nemesis - kilja Jo Nesbø Hvorki meira né minna - Fanney R. Elínardóttir/María Elínardóttir Aðþrengd í Odessu - kilja Janet Skeslien Charles METSÖLULISTI EYMUNDSSON SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í EYMUNDSSON UM LAND ALLT 21.04.10 - 27.04.10 Góða nótt, yndið mitt - kilja Dorothy Koomson Sítrónur og saffran - kilja Kajsa Ingemarsson Vetrarblóð - kilja Mons Kallentoft Maxímús Músíkús trítlar í tónlistarskólann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.