Fréttablaðið - 29.04.2010, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 29.04.2010, Blaðsíða 54
 29. apríl 2010 FIMMTUDAGUR Fylgirit Fréttablaðsins • Meðlimir Who Knew börðu hver annan í klessu í myndbandi. • Ofurskutlan Lilja Ingibjörg og grófu spurningarnar sem hún svaraði ekki á Netinu. Hundarnir veiða þar sem skinkurn ar djamma: • Popp kortleggur sukkið í 101. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Fimmtudagur 29. apríl 2010 ➜ Kvikmyndahátíð Ítölsk kvikmyndahátíð undir yfirskrift- inni Sögur af innflytjendum fer fram í Norræna húsinu við Sturlugötu 29. apríl til 3. maí. Enginn aðgangseyrir og allir vel- komnir. Enskur texti. Nánari upplýsingar á www.nordice.is. 20.00 Sýnd verður kvikmynd Emanuele Crialese Nuovomondo (2006). ➜ Tónleikar 20.30 Bubbi Morthens heldur tónleika í Bíóhöllinni við Vesturgötu á Akranesi. Húsið verður opnað kl. 20. Enginn aðgangseyrir. 21.00 Trúbatrixur standa fyrir tónleikum á Cafe Rósenberg við Klapparstíg. Fram koma Myrra Rós, Halla Norðfjörð, Elín Ey, Sigga Eyþórs, Johnny Stonghands, Toggi og Helgi Valur. 21.00 Kvartettinn Þel kemur fram á tónleikum Jazzklúbbsins Múlans sem fara fram í kjallara Cafe Cultura við Hverfisgötu 18. 21.00 Uwaga Wagga, sem er samstarfs- verkefni tónlistarmanna frá Bosníu, Pól- landi, Danmörku og Íslandi, stendur fyrir tónlistaruppákomu á Græna Hattinum við Hafnarstræti á Akureyri. Djass, folk og elektró. 21.30 Kanadíska hljómsveitin Woodpig- eon heldur tónleika á Sódómu Reykjavík við Tryggvagötu. Einnig koma fram Pascal Pinon, Mukkaló og Útidúr. Húsið verður opnað kl. 21. 22.00 Lights on the Highway halda órafmagnaða tónleika á Dillon við Lauga- veg 30. 22.00 Hljómsveitin Dúndurfréttir held- ur tónleika á NASA við Austurvöll. Húsið verður opnað kl. 20. Nánari upplýsingar á www.midi.is. ➜ Sýningar Sýningu Kristjáns Péturs Sigurðssonar á Kaffi Karólínu við Kaupvangsstræti á Akureyri hefur verið framlengt til 7. maí. Opið mán.-fim. kl. 11.30-01, fös. og lau. kl. 11.30-03 og sun. kl. 14-01. BÓKSÖLULISTINN Listinn er birtur á tveggja vikna fresti og mælir sölu íslenskra bóka. Listinn er byggður á upplýsingum frá flestum bóksölum landsins, dagvöruverslunum og öðrum verslunum sem selja bækur. Rann- sóknarsetur verslunarinnnar annast söfnun upplýsinga fyrir hönd Félags íslenskra bókaútgefenda.Eftirfarandi verslanir taka Þátt í gerð listans: Bókabúð Máls og menningar, Bókabúðin Eskja, Bóka- búðin Hamraborg, Bókabúðin Iða, Bókabúðin við höfnina (Stykk- ishólmi), Bóksala stúdenta, Bónus, Hagkaup, Kaupás, N1, Office 1, Penninn - Eymundsson, Samkaup Metsölulisti 12.04.10 - 24.04.10 Nr. Titill Höfundur Forlag/útgefandi 1. Rannsóknarskýrsla Alþingis Rannsóknarnefnd Alþingis Alþingi 2. Hafmeyjan Camilla Läckberg Undirheimar 3. Maxímús músikús trítlar í tónlistarskólann Hallfríður Ólafs- dóttir Mál og menning 4. Nemesis Jo Nesbø Uppheimar 5. Hvorki meira né minna Fanney Rut Elínardóttir N29 6. Góða nótt, yndið mitt Dorothy Koomson JPV útgáfa 7. Fyrirsætumorðin James Patterson JPV útgáfa 8. Sítrónur og saffran Kajsa Ingemarsson Mál og menning 9. Vetrarblóð Mons Kallentoft Undirheimar 10. Póstkortamorðin Liza Marklund/James Patterson JPV útgáfa Uppsafnaður metsölulisti tímabilið 01.01.10-24.04.10 1. Rannsóknarskýrsla Alþingis Rannsóknarnefnd Alþingis Alþingi 2. Póstkortamorðin Liza Marklund/James Patterson JPV útgáfa 3. Loftkastalinn sem hrundi Stieg Larsson Bjartur 4. Stúlkan sem lék sér að eldinum Stieg Larsson Bjartur 5. Svörtuloft Arnaldur Indriðason Vaka-Helgafell 6. Hafmeyjan Camilla Läckberg Undirheimar 7. Góða nótt, yndið mitt Dorothy Koomson JPV útgáfa 8. Þegar kóngur kom Helgi Ingólfsson Ormstunga 9. Meiri hamingja Tal Ben Shahar Undur og stórmerki 10. Horfðu á mig Yrsa Sigurðardóttir Veröld Leiklist ★★★★ Glerlaufin eftir Philip Ridley Leikarar: Lilja Guðrún Þorvalds- dóttir, Jóel Sæmundsson, Ólafur S.K. Þorvaldz, Vigdís Másdóttir Framleiðendur og sviðsmynd: Alheimurinn ehf. og Börn Loka Búningar: Thelma Björk Jónsdóttir Ljós: Arnar Ingvarsson Tónlist: Védís Hervör Árnadóttir Aðstoðarleikstjóri: Þóra Karítas Árnadóttir Leikstjóri: Bjartmar Þórðarson Frumsýning á Norðurpólnum á laugardagskvöldið. Maður hlýt- ur að eiga að segja á Norðurpóln- um og ekki í Norðurpólnum þó svo að sýningin sé vitaskuld inni í þessu bráðskemmtilega leikhúsi eða öllu heldur fjöllistahúsi sem áður hýsti plastframleiðslu úti á Seltjarnarnesi. Leikhópur undir leikstjórn Bjartmars Þórðarsonar kynnir okkur fyrir fjölskylduharmleik þar sem meðvirkni og lygi ræður ríkjum. Glerlaufin er stutt og þétt leik- rit um tvo bræður sem eru ólík- ari en allt en þó samtvinn- aðir af uppeldi sínu og sameiginlegum hremm- ingum í bernsku. Barry er drykkfeldur mynd- listarmaður en Steven er hinn ábyggilegi fyrirtækisforstjóri með glerborð og plaststóla á full- komnu heimili með fallega eig- inkonu. Móðir þeirra skopp- ar á milli þeirra eins og badmin- tonkúla allt eftir því hvernig slegið er hverju sinni. Höfundur verksins, Philip Ridley, nam málaralist í St.Mar- tin School of Art og hefur sýnt verk sín um gjörvalla Evrópu og í Japan. Hann hóf feril sinn sem gjörningalistamaður. Þetta er eilífðarspurning um hver er saklaus og hver er sekur, hver stendur sig vel og hver stendur sig illa og hvað er að vera góð manneskja: Barry á við áfengisvanda að stríða og bróðir hans gerir allt sem í hans valdi stendur til þess að halda honum á beinu brautinni og móðirin við- heldur hlutverkaskipan sem hald- ist hefur óbreytt frá bernsku þá er faðir þeirra framdi sjálfsmorð sem hún hefur líklega aldrei alveg meðtekið eða viljað horfast í augu við. Þetta er vel skrifað og vel þýtt drama (hver þýðir?) þar sem hvert hlutverk er skýrt og afmarkað og þó svo að sagan sé kunnugleg og margsögð er hún engu að síður spennandi, á stundum skondin, þó harmleikurinn sé undirliggjandi. Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir leik- ur miðaldra móður drengjanna sem hún af sjúklegri meðvirkni sinni vaggar inn í hverja vitleys- una á fætur annarri. Lilju Guð- rúnu tekst undravel að koma hinni hræddu en vamm- lausu konu til skila. Það er mergjaður kraftur í hverri hreyfingu og henni tekst svo skemmtilega að sýna lyg- ina með öllum þeim yfirbreiðslum sem einkenn- ir fársjúka eiginkonu alkóhólista sem mun aldrei horfast í augu við sannleikann. Hún leikur á alla sína skondnu strengi og áhorf- endur njóta hverrar kexköku sem hún deilir út til að trufla og eyða því tali sem upp kemur. Bræðurnir eru ólíkir og hlut- verk þeirra mjög skýrt afmörk- uð þegar í bernsku. Barry sem staðið hafði föður sínum nær vinnur aldrei úr þeim harmi sem föðurmissirinn olli honum né þeirri niðurlægingu sem hann varð fyrir hjá ókunna mannin- um. Sem sagt ansi hreint kunn- uglegt þema um orsakir rugl- aðs lífs. Ólafur S.K. Þorvaldz fer með hlutverk Barrys og tekst vel að koma hinum öra en skilnings- ríka dreng til skila. Hann er sá sem hefur sannleikann í hendi sér og vill koma honum upp á yfir- borðið en hin eru bara stolt af því að hann skuli vera edrú og með spurninguna á vörunum alla daga um hvort hann sé nú nokkuð far- inn að drekka, eða hæla honum fyrir að vera svona edrú. Steven er öllu flóknari persóna í leiknum og fer Jóel Sæmunds- son með það hlutverk og hann á ekki í nokkrum vandræðum með að koma hinum undirliggjandi sársauka og reiði til skila. Vig- dís Másdóttir leikur eiginkonuna sem er í senn puntudúkka og leit- andi að hamingju sem hún held- ur sig finna í fínni innréttingu. Vonandi vakna stúlkur af þeim draumi einhvern tíma en Vigdís, sem íðilfögur gerir manni sínum allt til geðs, sýnir hér að hún býr yfir styrk og skopskyni auk þess sem hún, þrátt fyrir að vera svo bæld hér, hefur mikla útgeisl- un. Glerlaufin eru gjafir keyptar fyrir fé fengið með sársauka. Elísabet Brekkan Niðurstaða: Klassísk lítil vel sögð saga í leikmynd sem hentaði innihaldinu. Hver þolir dagsljósið? LEIKLIST Lilja Guðrún Þor- valdsdóttir leikur stórt hlutverk í Gler- laufunum sem sýnd eru á Norðurpólnum á Seltjarnarnesi. MYND FRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.