Fréttablaðið - 29.04.2010, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 29.04.2010, Blaðsíða 56
40 29. apríl 2010 FIMMTUDAGUR tonlist@frettabladid.is TÓNNINN GEFINN Trausti Júlíusson Vel heppnaðri barnamenningarhátíð í Reykjavík lauk á sunnudaginn með tónleikum í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Þar voru lög af Vísna- plötunum tveimur sem Bókaútgáfan Iðunn gaf út á áttunda áratugnum flutt af stórum hópi söngvara og hljóðfæraleikara. Þessar plötur sem nú hafa verið endurútgefnar eru einstakar í poppsögunni. Hugmynd þeirra Iðunnarmanna að fá tvo af fremstu poppurum þess tíma, Gunnar Þórðarson og Björgvin Halldórsson, til að útsetja og hljóðrita vísur úr þessari vinsælu bók hitti alveg í mark. Þeir Gunni og Bjöggi sem báðir bjuggu í London fengu þriðja íslenska popparann í borginni, Tómas Tómasson, í lið með sér og fyrri plat- an, Einu sinni var, var tekin upp í Ramport- hljóðveri Who-manna sumarið 1976 að mestu leyti með enskum hljóðfæraleikurum. Útsetningarnar sem Gunnar skrifaði tókust sérstaklega vel og vinnsla plötunnar var í sér- flokki. Hún náði algjörri metsölu. Tuttugu þúsund eintök seldust á skömmum tíma og í dag er hún komin að minnsta kosti í fjörutíu þúsund. Ári seinna var leik- urinn endurtekinn með plötunni Út um græna grundu. Plöturnar fengu góða dóma, en samt voru þeir til sem höfðu áhyggjur af þessum nýstár- legu útsetningum og gagnrýnanda Alþýðublaðsins fannst Einu sinni var allt of amerísk. Og vissulega voru útsetningarnar alþjóðlegar en ekki þjóðlegar. Stóð ég út í tunglsljósi hefur til dæmis stóra útsetningu í anda Phils Spector, Bokki sat í brunni er kántrískotið, Hann Tumi fer á fætur er í reggítakti og svo framvegis. Það er farið um víðan völl, en allt geng- ur upp. Það er sennilega ekki tilviljun að þeir Gunni, Bjöggi og Tommi hafa síðan verið á meðal öflugustu hljóðupptökumanna Íslands. Nýja útgáfan er mjög flott. Plöturnar koma saman bundnar inn í 36 bls. harðspjaldabók sem í eru allir textar, umfjöllun um gerð platnanna og myndir. Þetta bókaform er nokkuð vinsælt í geisladiskaútgáfu í dag og oft notað þegar um veglegar endurútgáfur eða söfn er að ræða. Hér á það hins vegar sérstaklega vel við. Vísnaplötubók! 40 þúsund eintökum seinna FLOTT ENDURÚTGÁFA Einu sinni var og Út um græna grundu eru komnar út saman í glæsilegri útgáfu. > Í SPILARANUM Quadruplos - Quadruplos Jamie Lidell - Compass Plants And Animals - La La Land Steve Sampling - Milljón mismunandi manns The National - High Violet QUADRUPLOS THE NATIONAL Tónlistarkonan Elíza New- man gefur út lagið sitt Eyja- fjallajökull um allan heim á morgun. Henni var boðinn útgáfusamningur við plötu- fyrirtækið Your Favorite Music til að gefa lagið út og höfundarréttarsamningur við fyrirtækið Quite Great. Síðasta vika hefur verið afar viðburðarík hjá Elízu þar sem henni var boðið að koma fram á Al Jazeera-sjónvarpstöðinni til að hjálpa erlendu fólki að bera fram orðið Eyjafjallajökull. Til þess samdi hún lítið lag á úkúlele sem kallast Eyjafjallajök- ull og sló það í gegn. Þessi frétt varð ein sú vinsæl- asta á Al Jazeera fyrr og síðar og var endursýnd mörgum sinnum. Hún var einnig sett á Netið og síðast- liðna viku hafa 200 þúsund manns horft á myndbandið. Umfjöllun um lagið hefur birst í New York Times, Huffington Post, The Daily Telegraph og í fleiri frétta- miðlum um allan heim. Elíza gerði samning ELÍZA NEWMAN Tónlistarkonan Elíza Newman gefur út lagið Eyjafjallajökull um allan heim á morgun. Kanadísku rokkararnir í Wolf Parade undirbúa nú útgáfu þriðju breiðskífu sinnar. Seint á síðasta ári tóku meðlimir sveitarinnar sér pásu frá hinum böndunum sínum (Sunset Rubdown, Handsome Furs, Swan Lake, Moonface) til að taka upp plötuna sem kallast Expo 86. Platan kemur út í júní eða júlí á vegum Sub Pop. Síðasta plata Wolf Parade var At Mount Zoomer sem kom út árið 2008. Hún fékk nokkuð góðar við- tökur en féll algerlega í skuggann af fyrstu plötu sveitarinnar, meist- araverkinu Apologies to the Queen Mary. Sú plata kom út árið 2005 og sama ár spilaði Wolf Parade á eftir- minnilegum tónleikum á Gauki á Stöng á Iceland Airwaves. Dan Boeckner, einn meðlima Wolf Parade, ræddi nýju plötuna í viðtali við Pitcfork á dögunum. Þar sagði hann að hann hefði ekki skemmt sér jafn vel við upptökur á Wolf Parade-plötu áður. „Nýja plat- an er mun markvissari en sú síð- asta. Það er meiri kraftur á henni en ég get ekki borið hana saman við Apologies því það virðist svo langt síðan við gerðum þá plötu. Ég veit ekki hvort nýja platan er blanda af hinum tveimur; hún er klárlega öðruvísi en þær báðar. Þetta hljómar eins og hljómsveit að spila á tónleikum,“ segir hann. Styttist í plötu Wolf Parade Svokallaðir handboltarokk- arar eiga gósentíð í vænd- um miðað við þær plötur sem líta nú dagsins ljós hver á fætur annarri. Það eru hljómsveitirnar God- smack, Stone Temple Pilots, Good Charlotte, Bullet For My Valentine og Drowning Pool sem bjóða í veisluna. Godsmack gefur út sína fimmtu hljóðversplötu, The Oracle, 4. maí næstkomandi. Sveitin kemur frá Massachusetts í Bandaríkjunum og var stofnuð árið 1995 af for- sprakkanum Sully Erna, sem hefur nefnt hinn sáluga Laney Staley úr Alice In Chains sem helsta áhrifa- vald sinn. Tvær plötur sveitarinn- ar, Faceless og IV, hafa komist í efsta sæti Billboard-sölulistans. Hafa þær fest hana í sessi sem eina vinsælustu þungarokkssveit síðasta áratugar í Bandaríkjun- um, enda hafa plötur hennar selst í yfir nítján milljónum eintaka um heim allan. Á meðal vinsælustu laga Godsmack eru Straight out of Line, Awake og I Stand Alone sem hljómaði í ævintýramyndinni The Scorpion King. Stone Temple Pilots öðlaðist heimsfrægð þegar grunge-bylgj- an reist hátt í byrjun tíunda ára- tugarins. Sveitin fékk Grammy- styttu fyrir slagarann Plush og hafa plötur sveitarinnar selst í tæpum fjörutíu milljónum eintaka. Geri aðrir betur. Stone Temple hætti störfum 2003 eftir slags- mál söngvarans Scotts Weiland og gítarleikarans Deans DeLeo og eftir það gekk Weiland til liðs við Velvet Revolver. Núna hefur Stone Temple Pilots verið endur- reist, allir eru orðnir vinir aftur og fyrsta hljóðversplatan í níu ár kemur út 25. maí. Athygli vekur að Atlanta gefur plötuna út en fyrir- tækið höfðaði fyrir tveimur árum mál gegn Weiland og tromm- aranum Eric Kretz fyrir meint samningsbrot. Good Charlotte spilar létt pönk- rokk í anda Blink 182 og Green Day. Fimmta plata sveitarinnar, Cardiology, er væntanleg 11. maí. Good Charlotte, sem er nefnd eftir samnefndri barnabók, var Gósentíð handboltarokkara PUNGSVEITT ROKKVEISLA Rokkararnir í God- smack gefa út sína fimmtu hljóð- versplötu, The Oracle, 4. maí næstkomandi. Scott Weiland er mættur aftur með Stone Temple Pilots eftir langt hlé. Joel Madden er forsprakki Good Charlotte sem gefur út Cardiology 11. maí. WOLF PARADE Strákarnir frá Montreal í Kanada mæta með þriðju plötu sína í sumar. Sharon Osbourne hefur upplýst að kvikmynd verði gerð um líf eiginmanns hennar, rokkarans Ozzy Osbourne. „Þetta kemur allt fljótlega í ljós. Það er búið að kaupa réttinn og nú fer fram- leiðslan að hefjast,“ segir Sharon. Engir leikarar hafa enn verið ráðnir í myndina en Sharon full- yrðir að nægir peningar séu fyrir hendi til að framleiða myndina. Þó verði að líkindum óþekktir leikarar í aðalhlutverkunum. Kvikmynd um ævi Ozzy Osbourne stofnuð í Maryland í Bandaríkjun- um 1995. Önnur plata sveitarinn- ar, The Young And The Hopeless, skaut henni upp á stjörnuhimin- inn og sömuleiðis söngvaranum Joel Madden. Einkalíf hans hefur verið áberandi í fjölmiðlum, sér- staklega eftir að hann byrjaði með raunveruleikastjörnunni Nicole Richie. Þau eiga tvö börn saman og ætla að ganga upp að altarinu á næstunni. Drowning Pool spilar eilítið harðara rokk, nokkuð í anda Godsmack. Fjórða plata sveitar- innar, samnefnd henni, kom út á þriðjudaginn. Drowning Pool var stofnuð í Dallas 1996 og er á mála hjá útgáfufyrirtækinu Ele- ven Seven Music ásamt sveitum á borð við Mötley Crüe og Blondie. Tíð söngvaraskipti hafa verið hjá Drowning Pool. Eftir að upphaf- legi söngvarinn Dave Williams lést úr hjartasjúkdómi 2002 aðeins þrítugur hljóp Jason Jones í hans skarð. Eftir að hann hætti gekk Ryan McCombs til liðs við sveitina áður en Full Circle kom út 2007 og er hann enn að. Bullet For My Valentine kemur frá Wales og spilar þungarokk þar sem gamaldags gítartilþrif eru áberandi. Sveitin hóf störf með því að spila lög Metallica og Nirvana undir nafninu Jeff Kill- ed John. Árið 2002 gerði hún fimm platna samning við Sony BMg og kom fyrsta platan, The Poi- son, út 2005. Sveitin, sem gaf út sína þriðju plötu, Fever á þriðju- dag, hefur selt yfir tvær milljónir platna á ferli sínum. freyr@frettabladid.is N O R D IC PH O TO S/G ETTY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.