Fréttablaðið - 29.04.2010, Síða 58

Fréttablaðið - 29.04.2010, Síða 58
42 29. apríl 2010 FIMMTUDAGUR bio@frettabladid.is > SÍMINN HRINGDI Unglingastjarnan Miley olli held- ur betur usla á tökustað nýjustu kvikmyndar sinnar The Last Song þegar síminn hennar hringdi í dramatísku atriði sem var verið að taka upp. Miley segist ekki geta án símans verið og þess vegna hafi hann óvart ratað með í tökuna. Russell Crowe hótaði að drepa kvik- myndaframleiðandann Branko Lustig á tökustað kvikmyndarinnar Gladiator. Crowe hafði komist að því að aðstoðar- menn á tökustaðnum væru að vinna fyrir skítalaun og vildi að Lustig lagaði hlutina í snatri. „Helvítis fíflið þitt, ég drep þig með berum höndum,“ á Crowe að hafa sagt en þetta kemur fram í bók eftir rithöfundinn Nicole Laporte sem á að koma út á næst- unni. Reyndar hefur bókin þegar fengið misjafna dóma og Amazon- verslunin hyggst ekki dreifa henni. Í bókinni fer Laporte yfir samskipti kvikmyndastjarna, framleiðenda og leikstjóra í Hollywood og sviptir af þeim frægðarljómanum. Reyndar er rithöfundurinn Laporte ekki að segja neitt nýtt með sögu sinni um Crowe því ástralski leikarinn er annálaður skaphundur, hefur margoft látið reiði sína bitna á öðrum. Frægasta dæmið er eflaust þegar hann henti síma í áttina að hótelstarfsmanni í New York fyrir nokkru. Framleiðandinn Lustig segist hafa hringt í einn af eig- endum DreamWorks, Steven Spielberg, eftir að Crowe hótaði honum lífláti. „Ég er hættur, Russell vill drepa mig,“ á Lustig að hafa sagt. Russell Crowe ætlaði að drepa mann CROWE Er þekktur skapmaður og hefur margoft látið öllum illum látum þegar honum finnst á sér brotið. Hann hótaði meðal annars að drepa einn af framleiðendum Gladiator á tökustað. Bill Murray viðurkennir í samtali við vefmiðilinn ComingSoon.net að hann langi mikið að fara eyða draug- um á ný með þeim Ricky Moranis og Dan Akroyd. Þessi þrír fóru á kost- um í Ghostbusters-kvikmyndunum tveimur sem slógu í gegn á níunda áratug síðustu aldar. Murray segir í viðtalinu að hann sakni þessara þriggja persóna ákaflega mikið en slær þó ákveðna varnagla. „Það er ekki kominn neinn söguþráður og það er ekkert handrit til en ef hinir eru til í þetta þá er ég til,“ segir Murray í viðtalinu. Leikarinn, sem hefur alltaf þótt nokkuð sérlundaður í Hollywood, segist hafa heyrt það á ungu kyn- slóðinni í dag að hún vilji sjá nýja Ghostbusters-mynd. „Ég meina, af hverju ættum við ekki að gera þetta? Við lifum á öld framhaldsmynda og þetta lið sem vann að myndinni er virkilega fyndið. Þetta eru alvöru menn og ég sakna þeirra. Ætli það skipti ekki mestu máli, að ég sakni þeirra,“ segir Murray en bætir því við að þetta sé bara eitthvað sem liggi í loftinu. „Þetta er allt í höndunum á kvikmyndaverunum, þau ákveða hvað er næst á dagskrá. Og það gæti vel verið að einhvern daginn segi þau að nýtt fólk sé að skrifa handrit að nýrri Ghostbusters-kvikmynd. Við gerðum tvær mjög góðar myndir, af hverju ættum við ekki að geta gert þá þriðju?“ Vill eyða draugum í þriðja sinn VILL ENDURFUNDI Bill Murray vill hitta Ghostbust- ers-gengið aftur og gera þriðju myndina. Leikstjórinn Adam McKay hefur staðfest að Anchorman 2 gæti farið í tökur á næsta ári ef guð og lukkan lofar og það tekst að finna gloppu í annars stífri dagskrá Wills Ferrell. Anchorman númer eitt sló í gegn hjá áhugamönnum um góðar grínmyndir en þar var gert stólpagrín að bandarískum karlkyns sjónvarpsþulum sem með frekju og yfirgangi og ótrú- legum karlrembustælum reyna að bæla niður allar konur í brans- anum. Will Ferrell, Steve Carell, Seth Rogen, Fred Willard, Ben Stiller og Luke Wilson léku helstu hlutverk í fyrstu myndinni og má búast við öðrum eins stjörnuher í framhaldsmyndinni. McKay viðurkennir að fram- haldsmyndin gæti orðið eilítið erf- iðari í vinnslu. „Því öllum hefur gengið svo vel eftir að við gerðum þessa mynd og launakröfurnar eru orðnar ógnvænlegar. Þar að auki hafa allir miklu minni tíma. En sem betur fer hafa allir samþykkt að taka á sig launalækkun þannig að horfurnar eru mjög góðar.“ McKay og Ferrell ætla að klára handritið í sumar og því má reikna með að tökur hefjist strax á næsta ári. Sjónvarpsþulurinn Burgundy snýr aftur ÓTRÚLEGUR Ron Burgundy var sannkallað karlrembusvín og nú er í farvatninu fram- haldsmynd um ævintýri þessa óforskammaða sjónvarpsmanns. Robert Downey Jr. og Mick- ey Rourke eiga eitt sameig- inlegt. Þeir reyndu báðir að rústa eigin feril á sínum tíma en tókst það aldrei til fulls. Þeir eru því aftur komnir á lista meðal skær- ustu stjarna kvikmynda- borgarinnar. Robert Downey og Mickey Rour- ke leika höfuðandstæðinga í Iron Man 2. Downey snýr aftur í hlut- verki hins sjálfumglaða og hroka- fulla vísindamanns Tony Stark en Rourke leikur Rússann Ivan Vanko. Sá kemst yfir tæknina sem heldur Járnkarlinum á lífi. Rourke og Downey gætu varla verið ólíkari á velli þótt lífshlaup þeirra sé nokkuð áþekkt. Downey er fremur lítill og snoppufríður karl sem hreyfir sig á fágaðan hátt en Rourke er fremur stórgerður í andliti og ófrýnilegur eftir mis- heppnaðar lýtaaðgerðir. Martröðin og eiturlyf Ef Iron Man 2 hefði verið gerð fyrir tveimur áratugum hefðu tökurnar eflaust verið stanslaust á síðum slúðurblaðanna. Rourke hefur vissulega enn gaman af því að fá sér smá í glas en hefur látið af þeirri venju sinni að vera mar- tröð fyrir framan tökuvélarnar eins og leikstjórinn Alan Parker lýsti honum. Þeir gerðu saman hina rómuðu spennumynd Angel Heart. Downey hefði á hinn boginn verið hundeltur af laganna vörðum vegna dálætis síns á ólöglegum vímuefnum. Bæði Rourke og Downey eiga það sameiginlegt að hafa lagt sitt af mörkum til að eyðileggja sem mest fyrir sér. Á hinum viðfræga níunda áratug síðustu aldar stóðu þeir á hátindi ferils síns. Rourke lék í hverjum smellinum af fætur öðrum og gagnrýnendur hrifust af einstökum leik Downeys í kvik- myndum á borð við Lezz than Zero. Enda fór það svo að þegar tíundi áratugurinn rann upp og ný öld tók að banka á dyrnar voru þeir Downey og Rourke á hraðri leið niður stjörnustigann. Downey var margoft handtek- inn fyrir vörslu vímuefna og Rour- ke gafst eiginlega upp á leiklist- inni, sneri sér að hnefaleikum með raunar ágætis árangri. Downey náði botninum á árunum 2000 og 2001 þegar lögreglan handtók hann með skömmu millibili; einu sinni á hótelherbergi með dágott magn af kókaíni og valíum og í hitt skiptið fannst hann ráfandi um götur Los Angeles, berfættur og augljóslega í annarlegu ástandi. Á þeim tíma var Rourke að reyna tjasla saman ferli sínum með frem- ur misjöfnum hætti, hann hafnaði til að mynda hlutverki í kvikmynd að nafni Pulp Fiction, endaði á klippigólfinu í öðrum myndum og tók þátt í gerð framhaldsmyndar- innar 9½ Week. Upprisa Síðustu ár hafa hins vegar vera upprisuár þeirra beggja. Rourke fékk hlutverk í Sin City-myndun- um sem tröllið Marv og í kjölfar- ið fóru áhugaverðu hlutverkin að dúkka aftur upp og hámarkinu náð í kvikmyndinni The Wrestler en Rourke var tilnefndur til Óskars- verðlauna fyrir frammistöðu sína í þeirri mynd. Downey lét hins vegar fyrst á sér kræla í myndbandi við lag Eltons John árið 2004 og í kjöl- farið komu svo kvikmyndir á borð við The Singing Detective og Zodiac eftir David Fincher. Upprisa Downeys náði loks hæstu hæðum þegar fyrsta Iron Man-myndin var frumsýnd enda vilja margir meina að Downey ætti að þekkja Tony Stark manna best; hæfileikaríkur náungi sem færi létt með að rústa orðsporinu sínu með dæmalausum vitleysisgangi ef hann hefði ekki trausta vini til að halla sér að. Í tilviki Downeys er það eiginkonan, Susan Downey. freyrgigja@frettabladid.is ÓLÁTABELGIR MÆTAST VARHUGAVERÐIR Á ÁRUM ÁÐUR Robert Downey og Mickey Rourke þóttu varhuga- verðar á árum áður. Rourke drakk ótæpilega og var martröð á tökustað og Downey notaði töluvert magn af ólöglegum vímuefnum. Þeir hafa hins vegar báðir snúið við blaðinu, eru í dag hálfgerðar „cult“-hetjur á hvíta tjaldinu og leika saman í myndinni Iron Man 2. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.