Fréttablaðið - 29.04.2010, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 29.04.2010, Blaðsíða 60
44 29. apríl 2010 FIMMTUDAGUR folk@frettabladid.is Egill Einarsson, oftast kall- aður Gillz, Þykki eða Störe, er að komast í hóp afkasta- mestu rithöfunda landsins. Hann er nefnilega byrjaður á þriðju bókinni sinni. Síðasta bók Egils, Mannasiðabók- in, seldist í bílförmum um síðustu jól og komst meðal annars í efstu sæti metsölulista Eymundsson. Egill segir það hafa legið beint við að gefa út þriðju bókina en bóka- útgáfan hófst með útgáfu Biblíu fallega fólksins. „Ég settist bara niður í Mónakó, fékk mér latté, horfði á snekkjurnar og skrifaði innganginn,“ segir Egill sem var hins vegar staddur í Kaupmanna- höfn þegar Fréttablaðið náði tali af honum en eins og komið hefur fram keppti kraftajötunninn á pókermóti í smáríkinu ásamt tví- eykinu Sveppa og Audda. Ekki var útséð með hvenær þeir kapp- ar kæmust heim því allt flug til og frá Íslandi lá niðri vegna öskunnar frá Eyjafjallajökli. Egill hefur, eins og alltaf, fulla trú á verkefninu og telur næsta víst að þriðja bókin verði sú besta í röðinni. „Ég er metsöluhöfundur og þessi bók á eftir að seljast miklu betur en sú síðasta. Sem var þó metsölubók,“ segir Egill sem telur það hafa legið nokkuð ljóst fyrir að tvær bækur myndu ekki nægja til að bæta íslenska karlkynið. „Nei, þrjátíu til fjörutíu ættu að vera nóg. Ég ætla allavega að halda áfram að skrifa því ég hef svo gaman af þessu og á meðan mér finnst þetta skemmtilegt þá verða bækurnar líka skemmtilegar. En ég hætti um leið og þetta verður leiðinlegt.“ Egill hefur lengi verið talsmaður þess að raka sig að neðan. Frétta- blaðið greindi nýverið frá því að rakstur í kringum kynfærin auki líkur á svokallaðri HPV-veiru eða vörtuveiru. Egill segist ekki kann- ast við slíka veiru og hyggst ekki láta af rakstrinum og áróðri fyrir ágæti hans. „Ég hef gert þetta í tólf ár og hef aldrei fengið kyn- færavörtur og leyfi mér að full- yrða að ég muni aldrei fá þær,“ segir Egill, brattur að venju. freyrgigja@frettabladid.is Egill byrjaður á þriðja bindinu ÖFLUGUR RITHÖFUNDUR Egill Einarsson er byrjaður á þriðju bókinni sinni um manna- siði. Bókin kemur út um næstu jól og verður í ætt við fyrri bækur rithöfundarins. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ENDLESS DARK Hljómsveitin Endless Dark náði öðru sæti í keppninni Global Battle of the Bands. Rokksöngvarinn Bret Michaels liggur enn á sjúkrahúsi í Ariz- ona eftir að hann fékk heilablóðfall fyrir síð- ustu helgi. Ástand hans er metið stöðugt en þó er hann enn í lífshættu. Samkvæmt upplýs- ingafulltrúa söngv- arans þjáist hann einnig af auka- verkunum tengd- um heilablóðfall- inu sem lýsa sér þannig að hann getur fengið flog. „Þrátt fyrir þetta skref aftur á bak eru lækn- arnir vongóðir um að hann nái fullum bata,“ segir upp- lýsingafulltrúinn. Bret Michaels er sem kunn- ugt er söngvari glysrokk- sveitarinnar Poison sem gerði það gott á níunda áratugn- um. Hann er 47 ára gamall. Bret enn í hættu Í LÍFSHÆTTU Glysrokkarinn Bret Michaels úr hljóm- sveitinni Poison fékk heilablóðfall. NORDICPHOTOS/GETTY „Þeir voru alveg þrusugóð- ir. Þetta er besti árangur- inn hingað til. Þeir rúll- uðu yfir alla aðra nema Kínverjana,“ segir tón- listarmaðurinn Franz Gunnarsson. Hann fylgdi vestfirsku rokksveitinni Endless Dark á úrslita- kvöld alþjóðlegu tón- listarkeppninnar Glo- bal Battle of the Bands sem var haldin í London á þriðjudagskvöld. Þar lentu íslensku strákarnir í öðru sæti. Hljómsveitir frá yfir þrjátíu löndum tóku þátt og er árangurinn því sérlega góður. Kínversk hljómsveit bar sigur úr býtum og þótti Franz frammistaða Endless Dark betri en þeirra. „Þeir sigruðu meira út af „lúkkinu“ en músík- inni. Þeir tóku líka blokkflautu- sóló og ég held að það hafi haft mikið að segja.“ Eitthvað af útsendurum úr tónlistarbrans- anum fylgdust með Endless Dark í keppninni og svo virð- ist sem bjartir tímar séu fram undan hjá þessari efnilegu sveit, sem spilar svokallaða post-harð- kjarnatónlist, eða „screamo“. - fb Endless Dark hafnaði í öðru sæti> AÐ MISSA VITIÐ Leikarinn Jim Carrey hefur farið hamförum á Twitter-síðu sinni síðan hann hætti með kærustu sinni. Til að mynda sendi hann fimmtíu manns sömu skilaboðin fyrir stuttu og hljóðuðu þau svo: „Boing!“ Carrey hefur lengi glímt við þung- lyndi og hafa margir áhyggjur af geð- heilsu hans í kjölfar sambandsslit- anna. Bókaverðlaun barnanna 2010 Viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík býður til kynningar á viðskiptafræðinámi með vinnu, diplómanámi og BSc-námi. Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 29. apríl kl.12:10 – 13:00 í Háskólanum í Reykjavík við Nauthólsvík, Síríus 3 (3. hæð). Háskólinn í Reykjavík er framsækinn rannsóknarháskóli sem býður nemendum persónulegt, kraftmikið og alþjóðlegt starfsumhverfi. HR hefur skapað sér sérstöðu sem háskóli atvinnulífsins og er jafnframt stærsti tækni- og viðskiptaháskóli Íslands. Allir velkomnir! AUKIN FÆRNI STERKARI STAÐA www.hr.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.