Fréttablaðið - 29.04.2010, Blaðsíða 63

Fréttablaðið - 29.04.2010, Blaðsíða 63
FIMMTUDAGUR 29. apríl 2010 47 Signý Björg Guðlaugsdóttir hefur sett upp sýningu með verkum sínum í Galleríi KvikkFix í Kópa- vogi. Signý Björg flutti heim til Íslands síðasta sumar eftir að hafa stundað nám í stafrænni fjölmiðla- hönnun við Victoria University of Wellington á Nýja-Sjálandi. Eftir útskrift starfaði Signý Björg hjá Weta Digital, fyrirtæki sem er í eigu leikstjórans Peters Jackson. Á sýningunni má sjá bæði ljós- myndir á striga auk myndverka og málverka og stendur hún yfir til júníloka. Auk þess að hafa unnið að list sinni undanfarið ár vann Signý tímabundið hjá kvikmyndafyrir- tæki en dvelur nú í London þar til í lok sumars. - sm Signý Björg sýnir LIST Í KÓPAVOGI Signý Björg Guðlaugs- dóttir hefur sett upp sýningu með verkum sínum í Gallerí KvikkFix. Í forsíðuviðtali við People Maga- zine segir Óskarsverðlaunaleik- konan Sandra Bullock í fyrsta sinn frá því að hún eigi ættleidd- an son. Bullock og fyrrum eigin- maður hennar, Jesse James, sóttu um að ættleiða barn fyrir nokkr- um árum og fengu soninn Louis Bardo í hendurnar í janúar á þessu ári. Þau ákváðu þó að halda frétt- unum leyndum þar til að Óskars- verðlaunum loknum svo þau gætu fengið næði með hinum nýja fjöl- skyldumeðlimi. Nú hefur Bullock þó sótt um skilnað frá James vegna meintra framhjáhalda hans og er skráð sem einstæð móðir. „Hann er yndislegur og það er nánast eins og hann hafi ávallt verið hluti af lífi mínu,“ segir Bullock um son sinn sem fæddist í New Orleans. Sandra orðin móðir HAMINGJUSÖM MÓÐIR Sandra Bullock ættleiddi soninn Louis Bardo í janúar, en hélt því leyndu fyrir fjölmiðlum þar til nú. NORDICPHOTOS/GETTY Leikarinn Matt Damon og eigin- kona hans, Luciana, eiga von á sínu fjórða barni innan skamms en fyrir eiga hjón- in dæturnar Alexiu, Isabellu og Giu. „Föðurhlutverkið held- ur manni niðri á jörð- inni. Nú fer maður snemma í háttinn og snemma á fætur. Eiginkona mín er vitur og hugul- söm kona. Ég vona að dætur mínar erfi persónueinkenni hennar,“ sagði Damon í viðtali við US Weekly. „Ég bý einn með fjórum konum og hef því ekkert vald á heimil- inu,“ sagði leikarinn viðkunnan- legi en vinur og samstarfsfélagi Damons, leikarinn Ben Affleck, er einnig í minni- hluta á heimili sínu, því hann á tvær dætur með eiginkonu sinni. Fjórða barn Damons FAÐIR Á NÝ Matt Damon á von á sínu fjórða barni með eiginkonu sinni Lusiönu Keiser. www.plusferdir.is PLÚS! Við eru m á ne tinu lægra verð! www.plusferdir.is Ferðaskrifstofa Skráðu þig í netklúbb Plúsferða og vertu fyrstur til að fá bestu tilboðin! Alltaf ódýrasta verðið á netinu. PLÚSFERÐIR - Sími 535 2100 - info@plusferdir.is Plúsferðir hafa tekið skrefið nær framtíðinni og verða fyrsta ferðaþjónustufyrirtækið á Íslandi sem er eingöngu á netinu. Með þessu getum við boðið enn lægra verð fyrir viðskiptavini okkar en samt sem áður haldið sömu gæðum í ferðum og þjónustu. Áfram verður hægt að hringja í okkur í síma 535 2110 eða senda okkur fyrirspurn á info@plusferdir.is. Söngkonan Jessica Simpson var gestur í spjallþætti Ellenar DeGeneres fyrir stuttu og viður- kenndi að hún tannburstaði sig aðeins þrisvar í viku. „Tennur mínar eru svo hvítar og mér finnst þær verða sleipar ef ég tannbursta þær. En ég nota tann- þráð daglega,“ sagði söngkonan sem segist jafnframt nota hand- klæði í stað tannbursta. „Ég veit að það er hálf ógeðslegt, en ég er ekki andfúl. Það er mjög einkennilegt, en ég er aldrei andfúl.“ Notar ekki tannbursta ENGINN TANNBURSTI Jessica Simpson segist aðeins bursta í sér tennurnar þrisvar í viku. NORDICPHOTOS/GETTY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.