Fréttablaðið - 29.04.2010, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 29.04.2010, Blaðsíða 64
48 29. apríl 2010 FIMMTUDAGUR > Löwen í þriðja sætið Einn leikur fór fram í þýsku úrvalsdeildinni í handknatt- leik í gær er Íslendingaliðin Rhein-Neckar Löwen og Lemgo mættust á heimavelli Löwen. Það var heimaliðið sem vann tveggja marka sigur, 29-27, eftir að hafa leitt með fjórum mörkum í leikhléi, 17- 13. Ólafur Stefánsson skoraði tvö mörk fyrir Löwen en Snorri Steinn Guðjónsson komst ekki á blað. Vignir Svavarsson skoraði fjögur mörk fyrir Lemgo en Logi Geirsson var ekki í leikmannahópi liðsins. Löwen komst með sigrinum upp í þriðja sæti deildarinnar en Lemgo er í sjöunda sæti. FÓTBOLTI Barcelona lagði Inter, 1-0, í síðari leik liðanna í undanúrslit- um Meistaradeildar Evrópu í gær. Úrslitin þýða að Inter er komið í úrslit keppninnar þar sem liðið vann fyrri leikinn 3-1 og rimmuna því 3-2 samanlagt. Inter spilaði manni færri í 62 mínútur en náði samt að halda út og klára leikinn. Fyrri hálfleikur fer nú seint í sögubækurnar fyrir skemmtana- gildi. Dagskipunin hjá José Mour- inho, þjálfara Inter, var skýr – að verjast. Inter virtist hreinlega vera illa við boltann og gaf hann frá sér ítrekað til þess eins að verjast. Börsungar áttu engin svör við afar þéttum og vel skipulögðum varnarleik Inter og skapaði í raun ekki eitt einasta marktækifæri allan fyrri hálfleikinn. Umdeilt atvik átti sér síðan stað á 28. mínútu. Thiago Motta, leikmaður Inter, setti þá hendina í andlitið á Busquets, leikmanni Barcelona. Sá síðarnefndi féll með tilþrifum, dómarinn gekk í gildr- una og sendi Motta af velli sem varð æfur í kjölfarið. 62 mínútur eftir og Inter varð að verja for- skot sitt með tíu leikmenn inni á vellinum. Þrátt fyrir að vera manni færri gekk Inter áfram afar vel að verj- ast og Börsungar áttu engin svör og gekk þeim nákvæmlega ekki neitt að opna vörn ítalska liðsins. Liðið reyndi annaðhvort að þjösn- ast í gegnum miðja vörn Inter eða gefa sendingar inn í teiginn sem var þétt setinn. Enginn hraði var í spili Börsunga og þeir vissu í raun- inni ekki sitt rjúkandi ráð. Barcelona fékk líflínu á 84. mín- útu er Gerard Pique skoraði. Hann fékk sendingu í teiginn, snéri af sér varnarmann og skoraði með laglegu skoti. Skömmu áður hafði Bojan Krkic klúðrað dauðafæri sem reyndist Barca dýrkeypt. Talsvert meira líf var í Börsung- um á lokamínútunum en tíu manna varnarmúr Inter hélt og leikmenn liðsins fönguðu hreint ógurlega í leikslok. Líklega þó enginn meira en herforinginn José Mourin- ho sem forráðamenn Barcelona höfðu reynt að lítillækka fyrir leik, meðal annars með því að kalla hann túlkinn en hann vann eitt sinn sem slíkur hjá félaginu. „Ég verð að segja að tilfinning- in núna er betri en að vinna sjálfa Meistaradeildina,“ sagði Mourinho eftir leikinn. „Við þurftum að breyta okkar leik er við missum Motta af velli. Að lokum snérist þetta um hvort liðið vildi meira komast í úrslit. Það gerist alltaf eitthvað magnað er ég spila gegn Barcelona. Það er ekkert nýtt fyrir mér. Ég vil sjá stuðningsmennina mæta út á flug- völl til að taka á móti okkur. Ég get staðfest að ég verð áfram hjá Inter á næsta ári.“ henry@frettabladid.is Mourinho reisti varnarmúr Inter spilaði einhvern leiðinlegasta fótbolta sem sést hefur í áraraðir á Camp Nou í gær. Fótboltinn var þó árangursríkur því Inter sló út Evrópumeistara Barcelona og er komið í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í ár. GRÍÐARLEG GLEÐI José Mourinho, þjálfari Inter, réð sér ekki fyrir kæti eftir leikinn og hljóp um völlinn eins og óður stríðsmaður. Victor Valdes, markvörður Barcelona, kunni ekki að meta tilþrifin og reif aðeins í þjálfarann. NORDIC PHOTOS/AFP sport@frettabladid.is MIKIÐ ÚRVAL GOTT VERÐ Allar gerðir d ekkja á frábærum kjörum! fyrir þá fjölmörgu sem þurfa að kaupa ný dekk fyrir sumarið. GOTT VERÐ & FRÁBÆR GREIÐSLUKJÖR Rauðhellu 11, Hfj. ( 568 2035 Hjallahrauni 4, Hfj. ( 565 2121 Dugguvogi 10 ( 568 2020 VAXT ALAU ST VISA & MAS TE RC A R DGildir til 3 1. m aí 20 10 VA X TA LA US T Í AL LT AÐ 6 MÁNUÐI www.pitstop.is ÞRJÁR FULLKOMNAR ÞJÓNUSTUSTÖÐVAR Tónlistarskóli FÍH auglýsir eftir umsóknum um skólavist fyrir skólaárið 2010-2011 Innritun nýnema fyrir næsta skólaár 2010-2011 stendur yfi r hjá Tónlistarskóla FÍH til 3. maí n.k. Sótt er um skólavist á heimasíðu skólans www.fi h.is/sk og á rvk.is (Rafræn Reykjavík) Allir nýnemar þreyta inntökupróf í skólann.Umsækjendur fá bréf um tíma fyrir inntökupróf en þau fara fram dagana 17-19. maí n.k. Umsækjendur fá svar um skólavist fyrir 15. júní nk. Tónlistarskóli FÍH er framsækinn skóli með vel menntaða úrvals- kennara sem eru virkir þátttakendur í íslensku tónlistarlífi . Skólinn býður nemendum sínum gott námsumhverfi og fjölbreytt námsframboð. Um leið eru gerðar kröfur til nemenda hvað varðar ástundun og námsframvindu. Ef þú vilt verða góður tónlistarmaður er Tónlistar- skóli FÍH rétti skólinn fyrir þig. Lifandi tónlist – Lifandi fólk FH-ingar tilkynntu í vikunni að Kristján Arason hefði verið ráðinn íþróttastjóri handknattleiksdeildar félagsins. Misskilnings hefur gætt hjá fólki með þessa ráðningu sem áttar sig ekki nákvæmlega á því hvert hans starf sé í raun og veru. Er Kristján ráðgjafi eða einfaldlega þjálfari liðsins? Fréttablaðið spurði Einar Andra Einarsson, sem er titlaður þjálfari liðsins, að þessu og komst að því að Kristján er hinn raunverulegi aðalþjálfari liðsins þó svo starfstitillinn gefi það ekki endilega upp. „Ég mun koma til með að stýra þjálfuninni í samráði við Kristján og við verðum svo saman á bekknum. Þar verður hann meira áberandi en ég. Hann hefur valdið með allar lokaákvarðanir ef við skyldum vera eitthvað ósammála,“ segir Einar Andri en er hann þá ekki orðinn í raun aðstoðar- þjálfari liðsins en ekki þjálfari eins og síðasta vetur? „Það fer eftir því hvernig á það er litið. Við verðum með skýra verkaskiptingu og hann er yfir á ákveðnum sviðum. Ég mun hafa þjálfunina undir mínum væng á meðan hann stýrir leikskipulagi og tekur ákvarðanir þar að lútandi. Við erum að prófa nýjar leiðir hér á landi í þessum málum.“ Hermt er að Einar Andri hafi verið ósáttur við þetta útspil handknattleiksdeildarinnar enda rétt rúmar tvær vikur síðan gefið var út að hann myndi þjálfa liðið áfram. Hann segir það ekki vera rétt. „Ég fagna komu Kristjáns. Handboltalega er það frábært fyrir félagið að fá hans reynslu og þekkingu inn í þetta hjá okkur,“ segir Einar Andri en er með þessari ráðningu Kristjáns ekki verið að bola honum út? „Alls ekki. Við verðum bara í góðu samstarfi og maður getur alltaf lært eitthvað nýtt í handbolta enda ekki háaldraður í þessum fræðum. Koma hans er lyftistöng fyrir félagið.“ EINAR ANDRI EINARSSON: EKKI LENGUR AÐALÞJÁLFARI FH EN ÓTTAST EKKI AÐ VERIÐ SÉ AÐ BOLA HONUM ÚT Kristján hefur valdið ef við erum ósammála Auglýsingasími Allt sem þú þarft…
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.