Fréttablaðið - 29.04.2010, Page 66

Fréttablaðið - 29.04.2010, Page 66
50 29. apríl 2010 FIMMTUDAGUR KÖRFUBOLTI María Guðmundsdóttir, hársnyrtimeistari í Stykkishólmi, er einn af hörðustu stuðnings- mönnum Snæfells og orðin tals- vert þekkt í körfuboltaheim- inum enda hefur mikið verið sungið um hana í stúkunni í úrslitakeppninni. María, betur þekkt sem Mæja, er móðir Jóns Ólafs Jónssonar, leikmanns Snæfells, sem er ekki þekktur undir neinu öðru nafni en Nonni Mæju. Stuðningsmenn KR byrjuðu að gera góðlátlegt grín í rimmu liðanna og sungu um alla leikmenn Snæfells líkt og þeir væru synir Mæju. „Það er búið að eigna mér hálft liðið og ég því orðin ansi rík á stuttum tíma. Ég er bara stolt af því enda stolt af þessum strákum,“ segir Mæja létt í bragði spurð um þessa stríðni. Í síðasta leik sungu stuðningsmenn Snæfells: „Hvar er Mæja“ og endaði söngurinn á því að Mæja stóð upp við mikinn fögn- uð viðstaddra. Afar skemmtilegt hjá Hólmurum sem taka hlutina ekki of alvarlega. Mæja ætlar að reyna að koma á leikinn í kvöld en þarf að vinna til fjögur í dag og veit því ekki hvort hún kemst. Hana langar þó mikið að styðja sína menn gegn liðinu sem hún hefur litlar mætur á. „Keflvíkingar komast upp með allt of mikið. Þeir eiga ekki skilið að vinna þar sem þeir spila ekki leikinn á réttum forsendum. Þeir gera allt til þess að vinna og hafa líka sagt það. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þeir haga sér svona. Þeir beita ýmsum brögðum til að klekkja á andstæðingnum. Leik- ur þeirra er ekki alltaf íþrótta- mannslegur,“ segir Mæja ákveðin og bætir við: „Eitt sinn gengu þeir svo langt að rústa baðherbergið í klefanum eftir tapleik. Það er ekki íþrótta- mannsleg framkoma. Þetta er bara leikur og það geta ekki allir alltaf unnið,“ sagði Mæja en sonur hennar, Jón, er búinn að jafna sig af lungnabólgu og verður vonandi í fullu fjöri í kvöld. Hvernig leggst leikurinn í Mæju? „Ég vona að mínir menn klári þetta og ég hef fulla trú á því að þeir klári verkefnið og komi með bikarinn í Hólminn.“ - hbg Móðir Jóns Ólafs Jónssonar, Mæja, ekki ánægð með leikstíl Keflavíkurliðsins: Keflavík á ekki skilið að vinna Í STUÐI Í STÚKUNNI Mæja tekur virkan þátt í stuðningi við Snæfellsliðið í stúkunni. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL KÖRFUBOLTI Annað árið í röð fer úrslitaeinvígi karla alla leið í oddaleik og það verður örugg- lega fullt út úr dyrum löngu fyrir úrslitaleik Keflavíkur og Snæfells um Íslandsmeistara- titilinn sem fer fram í Toyota-höllinni í Kefla- vík og hefst klukkan 19.15 í kvöld. Fannar Ólafsson, fyrirliði KR, tók við Íslandsmeistarabikarnum eftir 84-83 sigur á Grindavík í oddaleik um titilinn í fyrra og hann var einnig með Keflavíkurliðinu sem vann 88-82 sigur á Njarðvík í síðasta oddaleik þar á undan sem var í Keflavík 1999. Fannar segir það skemmtilegasta sem hann geri að taka þátt í svona leik og byrja að hita upp fyrir framan tvö þúsund manns og húsið orðið fullt einum og hálfum tíma fyrir leik. „Ég held að þetta verði slagsmálaleikur og svakaleg átök. Það hentar Keflavík mjög vel að spila mjög fast og spila framarlega. Ég held að Snæfell verði að passa upp á það að fara ekki að hlaupa með þeim og þá sér- staklega ef Keflvíkingarnir komast í þannig gír. Ég held að spennufallið hjá Snæfelling- um eftir að hafa tapað leiknum á mánudaginn geti reynst þeim dýrt. Það gæti orðið erfitt að ná því upp,“ segir Fannar. „Snæfell er með frábæra einstaklinga og besta leikmann mótsins í Hlyn. Það að vera búnir að tapa úrslitaleiknum síðast getur bara haft svo mikil áhrif,“ segir Fannar en hann var í sömu aðstöðu og Keflavík með KR. KR- liðið lenti 1-2 undir á móti Keflavík en vann tvo síðustu leikina og tryggði sér titilinn. „Þá komum við út og spiluðum leikinn og það held ég að Snæfellingarnir verði að gera. Þeir verða að koma út og spila á milljón því þá eiga þeir fínan möguleika. Þar kemur reynslan inn í þetta. Ég held að allir þessir strákar í Keflavík sem eru aldir upp við þetta skilji þetta því þeir eru búnir að fara í gegn- um milljón svona leiki,“ segir Fannar. „Ingi Þór fór í gegnum sama pakka með okkur í fyrra og hann veit alveg hvað hann þarf að gera til að spennustigið verði rétt. Hann og Benni komu með hrikalega flotta útfærslu á því í fyrra og ég efa það ekki að Ingi dragi upp gömlu glæruna frá því í fyrra sem hann fór yfir með okkur. Hann ætti að gera það og ég myndi gera það því það hent- aði okkur rosalega vel,“ segir Fannar en hann er samt á því að það dugi samt ekki í kvöld. „Það er mín tilfinning að Keflvíkingar átti sig betur á því hvaða aðstæður þeir eru að fara inn í á morgun og kunna þar með betur að undirbúa sig andlega. Ég ætla að spá Kefl- víkingum sigri en það má ekki heldur van- meta þátt Hlyns Bæringssonar og Sigga Þor- valds. Ef þeir verða í stuði þá verður þetta svakalegur leikur eins og á að vera.“ Fannar segir sigurtilfinninguna eftir svona leik vera nánast ólýsanlega. „Það er erfitt að lýsa því að spila svona leik, vera alveg örmagna eftir leikinn og vera að fagna sigri. Líkaminn hlýtur að framleiða eitthvað óvenjumikið magn af endorfíni því þetta er einhver víma sem maður kemst í. Tilfinn- ingin er alveg einstök og það er þess vegna að maður æfir körfubolta í níu mánuði á ári og er aldrei heima hjá sér á kvöldin. Það er til þess að komast í svona leiki. Það eru líka skilaboð til þeirra sem eru komnir þangað núna að njóta dagsins. Strákar, njótið þess að spila svona leik,“ segir Fannar að lokum. ooj@frettabladid.is Strákar, njótið þess að spila svona leik Keflavík og Snæfell mætast í kvöld í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express-deild karla. Fannar Ólafsson þekkir vel að spila svona leik en hann hefur verið í tveimur síðustu liðum sem hafa unnið titilinn í oddaleik, 1999 og 2009. ÓLÝSANLEG VÍMA Fannar Ólafsson fagnar í leikslok eftir að KR vann titilinn eftir oddaleikinn á móti Grinda- vík í fyrra. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Fréttablaðið fékk nokkra valinkunna sérfræðinga til að spá í spilin fyrir oddaleik Keflavíkur og Snæfells um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta sem fram fer í kvöld. Allir eiga þessir spekingar það sameiginlegt að hafa sjálfir tekið þátt í slíkum oddaleik, allt aftur til ársins 1985. - esá Gunnar Þorvarðarson „Ég held að Keflvíkingar sleppi þessu ekki fyrst þeir fá tækifæri nú til að vinna titilinn á heimavelli. Í þessu liði eru leikmenn sem hafa farið í gegnum þetta allt saman áður og unnið marga titla. Það kæmi mér í raun verulega á óvart ef Snæfell ynni leikinn. Ég á von á jöfnum leik í upphafi en að leiðir muni svo skilja í seinni hálfleik,“ segir Gunnar Þorvarðarson sem varð meistari með Njarðvík árið 1985 eftir sigur á Haukum í oddaleik. Pálmar Sigurðsson „Það er mjög erfitt að spá fyrir um úrslit leiksins. Snæfellingar hafa verið betri á útivelli en heima og það gæti fylgt þeim til Keflavíkur. En þetta mun líka ráðast af dagsforminu. Það má heldur ekki gleyma því að bæði lið eru með afar góðar skyttur en þau þurfa einnig að finna jafnvægið og spila líka vel inn í teig. Ef Keflvíkingar ná að finna það jafnvægi tippa ég á að þeir ættu að geta klárað þetta. Þetta verður þó jafn og spennandi leikur, reikna ég með,“ sagði Pálmar Sigurðsson sem varð Íslandsmeistari með Haukum árið 1988, eftir frægan oddaleik gegn Njarðvík á útivelli þar sem hann setti niður ellefu þrista í tvíframlengdum leik. Sigurður Ingi- mundarson „Tilfinningin segir mér að Keflavík verði meistari en ég hef ekkert fyrir mér í því. Það er erfiðara að þurfa að sækja sér titilinn ef þú hefur ekki gert það áður. Reynslan og hefðin skipta oft gríðarlega miklu máli. En þetta verður spennandi leikur og ég efa ekki að áhorfendur myndu fá allt fyrir peninginn þótt það myndi kosta tíu þúsund krónur inn. En það er í raun ómögulegt að spá um þetta því þetta mun alfarið ráðast af því hvort leikmenn geri það sem til þeirra er ætlast,“ sagði Sigurður Ingimundar- son, þjálfari Njarðvíkur, og margfaldur Íslandsmeistari með Keflavík. Hann varð meistari bæði 1989 og 1992 sem leikmaður eftir sigur í oddaleik í lokaúrslitunum. Teitur Örlygsson Teitur Örlygsson varð meistari Njarð- vík árin 1991 og 1994 eftir oddaleik. Í bæði skiptin lenti Njarðvík 2-1 undir í rimmum sínum. „Mér varð einmitt hugsað til þess þegar Keflavík vann í Hólminum og sú tilfinning sem ég hef er að Keflavík vinni titilinn nú. Þetta hefur verið mikið orkuskot fyrir þá að vinna á þessum erfiða útivelli og því hef ég meiri trú á þeim. En ég á von á því að það verði allt í járnum í þessum leik og að hann verði gríðarlega spenn- andi,“ sagði Teitur. Jón Kr. Gíslason „Keflavík verður meistari – það er alveg ljóst. Ég held að þarna muni hefð- in og reynslan hafa úrslitaáhrif. Þessir strákar hafa vanist við það alla tíð að Keflavík vinni titla. En þetta verður spennandi leikur og jafn framan af. Svo þegar nokkrar mín- útur eru eftir munu Keflvíkingar síga fram úr og skila tíu stiga sigri. Það er þó fyrst og fremst frábært að fá odda- leik og ég á von á stórskemmtilegum leik,“ sagði Jón Kr. Gíslason sem varð meistari með Keflavík árið 1992. Þá, rétt eins og nú, lentu Keflvíkingar 2-1 undir í úrslitarimmunni gegn Val. SPEKINGAR SPÁ Í SPILIN: Flestir spá Keflavík sigri í oddaleiknum á móti Snæfelli í kvöld Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is – Afslátt eða gott verð? Kletthálsi Rvk Akureyri Suðurnesjum Húsavík Stigar og tröppur til allra verka

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.