Fréttablaðið - 29.04.2010, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 29.04.2010, Blaðsíða 70
54 29. apríl 2010 FIMMTUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 MORGUNMATURINN LÁRÉTT 2. örverpi, 6. í röð, 8. örn, 9. fæða, 11. samanburðart., 12. úrræði, 14. afkima, 16. pot, 17. æðri vera, 18. lík, 20. númer, 21. merki. LÓÐRÉTT 1. skraf, 3. guð, 4. þrykk, 5. málmur, 7. gera óvandlega, 10. umfram, 13. pumpun, 15. sjá eftir, 16. mælieining, 19. kind. LAUSN LÁRÉTT: 2. urpt, 6. jk, 8. ari, 9. ala, 11. en, 12. lausn, 14. skoti, 16. ot, 17. guð, 18. hræ, 20. nr, 21. mark. LÓÐRÉTT: 1. hjal, 3. ra, 4. prentun, 5. tin, 7. klastra, 10. auk, 13. sog, 15. iðra, 16. ohm, 19. ær. „Við erum ekki svona vitlausir eins og hinn klúbburinn, að hleypa hverj- um sem er inn,“ segir útvarpsmað- urinn Andri Freyr Viðarsson. Fréttablaðið fjallaði í gær um aðdáendaklúbb Rods Stewart sem söngvararnir Daníel Ágúst Haralds- son, Birgir Ísleifur Gunnarsson og Krummi Björgvinsson stofnuðu um helgina. Fullyrtu þeir að klúbbur- inn væri sá fyrsti sem heiðraði Rod Stewart á Íslandi, en það fór fyrir brjóstið á Andra Frey sem stofn- aði aðdáendaklúbbinn Rodway, til heiðurs Rod Stewart, í fyrra. „Þetta er virkilega særandi. Ég var mjög ánægður þegar ég sá myndina af tveimur góðum mönn- um og mikið af fallegum plötum. Svo rak ég augun í að þeir sögðust hafa stofnað fyrsta Rod Stewart- klúbbinn. Það særði,“ segir Andri Freyr, en hann er staddur á Íslandi þessa dagana en býr sem kunn- ugt er í Kaupmannahöfn. „Rodway var stofnaður síðasta haust í Kaup- mannahöfn.“ Er klúbburinn danskur? „Nei, hann er íslenskur. Við vorum þrír Íslendingar sem sátum heima og vorum að hlusta á karlinn.“ Stofnmeðlimir Rodway ásamt Andra eru Aðalsteinn Möller, einn- ig þekktur sem Alli í Útlögunum, og kvikmyndagerðarmaðurinn Daði Jónsson. Níu meðlimir eru í Rod- way í dag og nú velta þeir fyrir sér að fara í pílagrímsferð til Malmö í sumar, þar sem Rod Stewart verður með tónleika. „Þetta er stóra stund- in,“ segir Andri og bætir við að eng- inn meðlimur klúbbsins hafi enn séð Gamla rám á sviði. „Það er ekkert hlaupið að því að sjá kallinn.“ - afb Ég stofnaði fyrsta Rod Stewart-klúbbinn STOFNAÐI RODWAY Í FYRRA Andri Freyr segist vera í fyrsta íslenska aðdáendaklúbbi Rods Stewart. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Hljómsveitin Retro Stefson mun hita upp fyrir Amadou og Miriam á opnunartónleikum Listahátíðar í Reykjavík sem fram fara 12. maí næstkomandi. Unnsteinn Manuel Stefánsson, meðlimur Retro Stefson, er mikill aðdáandi tónlistarfólksins frá Malí og hefur ákveðið að taka sér frí frá Evróputúr með hljómsveitinni FM Belfast til þess eins að geta komið fram á Listahátíðinni. „Ég varð að koma heim ef Retro Stefson átti að geta spilað á tónleikunum þar sem ég er söngvari hljómsveitarinn- ar. Ég flýg heim frá Frankfurt og svo aftur út til Parísar að tónleik- unum loknum. Ég missi reyndar af einum tónleikum með FM Belfast fyrir vikið en það bjargast,“ segir Unnsteinn, sem flaug út til Boston í gær ásamt öðrum meðlimum FM Belfast, en tónleikaferðalagi þeirra lýkur í lok maí. „Ég kem aftur heim í lok maí og útskrifast þá úr Menntaskólanum við Hamrahlíð. Þar sem ég er úti á próftíma tek ég eitt próf í íslenska sendiráðinu í Berlín. Maður fer eftir ýmsum krókaleiðum til að láta allt ganga upp,“ segir hann og hlær. „Ég vona bara að flugsamgöngur stand- ist því það er nokkuð tæpt hjá mér að fljúga þarna heim til að spila á Listahátíðinni.“ Unnsteinn segir tónlist malísku listamannanna mjög líflega og einnig séu þau óhrædd að bræða heimstónlist saman við aðrar tón- listarstefnur líkt og raftónlist. „Ég er mjög spenntur fyrir tónleikun- um, enda erum við bræðurnir mikl- ir aðdáendur. Ég vona einnig að fjöl- skylda mín og vinir kíki á tónleikana þar sem það verður eini tíminn sem ég hef til að hitta fólkið mitt í þessu stutta stoppi. Mig langar einnig að taka fram að boðskortum í útskrift- arveisluna verður dreift á tónleik- unum sjálfum,“ segir Unnsteinn og hlær. sara@frettabladid.is UNNSTEINN MANUEL: FER KRÓKALEIÐIR SVO TÓNLEIKAHALDIÐ GANGI UPP Klárar stúdentinn á miðj- um Evróputúr FM Belfast Á FERÐ OG FLUGI Unnsteinn Manuel Stefánsson, meðlimur hljómsveitarinnar Retro Stefson, tekur sér frí frá Evróputúr með hljómsveitinni FM Belfast til að hita upp fyrir Amadou og Miriam á Listahátíð í Reykjavík. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM „Ég fæ mér oftast bara kaffi og hafragraut með hunangi.“ Lilja Jónsdóttir kvikmyndagerðarkona. VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á síðu 8 1 Páll Gunnar Pálsson. 2 Rod Stewart-klúbbnum. 3 Hjalti Jón Sveinsson. „Nei, það hefur enginn af þessum aðilum sett sig í samband við mig,“ segir Sveinn Björnsson, fram- kvæmdastjóri Cube Properties, en félagið á húsnæðið þar sem kvik- myndahúsið Regnboginn er rekið við Hverfisgötu. Eins og Frétta- blaðið hefur greint frá rennur leigu- samningur dreifingarfyrirtækisins Senu og Cube Properties út um ára- mótin. Ekki stendur til að endurnýja hann. Nokkrir aðilar hafa sýnt því áhuga að taka yfir reksturinn og stofna þar ýmist listakvikmynda- hús eða kvikmyndasetur. Á Hressó á þriðjudagskvöld kom hópur fólks saman til að stofna grasrótarsam- tök í kringum svokallað arthouse- kvikmyndahús og þá hafa íslenskir kvikmyndagerðarmenn sýnt hús- næðinu áhuga en Kvikmyndamið- stöð Íslands flytur á aðra hæð hús- næðisins innan skamms. Sveinn segir engan af þessum aðilum hafa sett sig í samband við sig. Nú sé hins vegar verið að þreifa fyrir sér og tala við hina og þessa aðila um hugsanlega aðkomu. Sveinn segir það ekki sjálfgefið að í húsinu verði rekið kvikmyndahús og bendir á að ekki séu margir um hituna á þeim markaði. Það sé því ekki ólíklegt að kvikmyndasýning- ar leggist af í Regnboganum og sá möguleiki hafi verið ræddur. Þar með hyrfi síðasta kvikmyndahúsið úr miðborg Reykjavíkur. Cube Properties var áður í eigu Samson Properties sem var hluti af fasteignaveldi Björgólfsfeðga. Eftir að eigendur Samson Properties höfðu verið úrskurðaðir gjaldþrota var skipaður bússtjóri sem fer með sjötíu prósenta hlut í félaginu fyrir hönd kröfuhafa. -fgg Enginn hefur sýnt Regnboganum áhuga ALLIR MÖGULEIKAR METNIR Sveinn Björnsson, framkvæmdastjóri Cube Properties, segir ekki sjálfgefið að áframhald verði á kvikmyndasýningum í Regnboganum. Hún vakti nokkra athygli, fréttatilkynning- in frá Forlaginu um sókn Stefáns Mána til Frakk- lands en Fransmennirnir fá bráðum að gæða sér á spennusög- unni Svartur á leik. Það var þó ekki sú staðreynd sem fangaði augu margra heldur neðanmálsgrein í tilkynningunni að danski leikstjórinn Nicholas Winding Refn ætti að leikstýra mynd sem væri byggð á bókinni. Þetta var hins vegar leiðrétt skömmu síðar því það er auðvitað Óskar Þór Axelsson sem leikstýrir myndinni, Refn kemur hins vegar að framleiðslu hennar. Og meira úr kvikmyndageiranum því eins og greint var frá í heimspress- unni neyddust aðstandendur Iron Man 2 til að færa frumsýningu myndarinnar til Los Angeles sökum öskunnar frá Eyjafjalla- jökli. Askan hefur enn áhrif því svo gæti farið að kvikmyndaþyrstir íbúar Selfoss og Keflavíkur yrðu að bíða eftir myndinni því svokölluð print myndarinnar voru föst í Ósló vegna eldgossins. Hins vegar tókst að koma digital-útgáfunni til Íslands í tæka tíð þannig að myndin verður frumsýnd í Reykjavík og á Akureyri eins og til stóð. Ólafur Páll Gunnarsson er þekkt- astur sem útvarpsmaður á Rás 2 en hefur verið að færa sig upp á skaftið undanfarið hvað söngtilþrif varðar. Hann lætur ekki lengur duga að sitja við útvarpshljóðnemann því auk þess að vera einn af liðsmönnum karlakórsins Fjallabræður ætlar hann að stíga á svið á Kringlukránni um helgina með hinni síungu hljómsveit Pops. Óli Palli er hvergi banginn og ætlar að spreyta sig á meistarastykkjum sjöunda áratugarins á borð við Like A Rolling Stone og Dead Flowers. - fgg, fb FRÉTTIR AF FÓLKI Hugræn atferlismeðferð – ofþyngd Nýr hópur byrjar á laug. (kl. 11–13, 1 x viku í 7 vikur) Nánari uppl. á heilsuborg.is S: 560-1010
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.