Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.04.2010, Qupperneq 27

Fréttablaðið - 30.04.2010, Qupperneq 27
FÖSTUDAGUR 30. apríl 2010 3 Hér er miðað við að fólk noti eftir- lætis pitsubotnsuppskriftina sína, hvort sem það er fínn botn, heil- hveiti eða spelt, og leiki sér svo með áleggin. Ágætis deiguppskrift að klassískum 16“ pitsubotni gæti verið 5 dl hveiti, 2 dl volgt vatn, 2 tsk. ger, 1 tsk. salt og msk. ólífu- olía. Gerið er þá leyst upp í vatn- inu, blandað saman við hveiti, salt og olíu og hnoðað. Því næst látið lyfta sér í hálftíma og þá flatt út. juliam@frettabladid.is Epli, egg og beikon Upphaflega var pitsa einfaldlega brauð sem afgöngum var sópað ofan á. Því ætti enginn í raun að vera hræddur við að leika sér með pitsuálegg og prófa eitthvað nýtt. Eins og þessar óvenjulegu samsetningar. Egg og beikon og klettasalat er sérstaklega ljúffengt áleggsblanda á pítsu. Eplapitsa með valhnetum er æðisleg hvort sem er með kaffinu eða á kvöldin. EPLAPITSA með valhnetum og rauðlauk. 1 msk. jómfrúarolía 1 stór rauðlaukur, þunnt sneiddur 2 msk. balsamíkedik 1½ bolli rifinn cheddar- ostur 1 bollli mildur ostur að eigin vali 1 stórt grænt epli, kjarn- hreinsað og þunnt sneitt ½ bolli muldar valhnetur Hitið olíu á pönnu og steikið rauðlaukinn við meðalhita, hellið balsamikediki ofan á. Lækkið hitann og látið malla í 15 mínútur. Kælið. Stráið 2/3 hluta af ostinum yfir útflatt pitsudeigið og hellið svo laukblöndunni ofan á. Raðið eplunum jafnt ofan á alla pitsuna, setjið svo afganginn af ostinum aftur yfir og valhneturnar að lokum. Bakið í 10 mínútur við 190° Celcíus. MORGUNVERÐARPITSA með beikoni, eggi og klettasalti. 12 sneiðar beikon 2 msk. tómat-púrra 100 ml tómatar í dós, ásamt safa 20 sérrítómatar, skornir í tvennt 1½ msk. ólífuolía 4 egg salt og pipar eftir smekk 1 poki klettasalat Blandið saman í mat- vinnsluvél tómatpúrru, tómata í dós, salti og pipar. Hellið því yfir útflatt pitsudegið. Pensl- ið tómatana með ólífu- olíu og raðið beikoninu og tómötunum ofan á pitsuna, geymið pláss í miðjunni fyrir eggin. Bakið í 10 mínútur við 190° Celcíus. Spælið fjögur egg á pönnunni. Aðskiljið hvítuna frá rauðunni með því að skera hring í kringum rauðuna og setjið rauð- una í miðju pitsunnar. Bakið pitsuna áfram í fjórar mínútur. Takið pitsuna út og raðið klettasalati ofan á. Pitsugerð getur stuðlað að gæðastund sem foreldrar og börn geta notið saman. Börnin elska pitsu og ekki finnst þeim síður skemmtilegt að fá að taka þátt í matargerð. Því er tilvalið að leyfa þeim að vera með í pitsugerðinni á heimilinu. Ef deiggerðin vex fólki í augum, er lítið mál að kaupa tilbúið frosið deig í verslunum eða fara á pitsustað og kaupa deigklump. Síðan er sett svunta á barnið, hveiti dreift á borðið og barn- inu leyft að hnoða deigið og fletja það út. Síðan fær það að velja sér álegg, dreifa úr sós- unni og raða á pitsuna því sem því þykir best. Uppáhald barnanna Börnin geta leikið sér við að raða álegginu á pitsuna á skemmtilegan hátt. NORDICPHOTOS/GETTY
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.