Fréttablaðið - 30.04.2010, Side 53

Fréttablaðið - 30.04.2010, Side 53
„Við erum einmitt á leiðinni út á sjó,“ tilkynnir Rúnar Pálmason blaðamanni þegar hann nær sam- bandi við hann í vikunni. Rúnar er formaður keppnisnefndar Kayak- klúbbsins í Reykjavík en erindið er einmitt að spyrja Rúnar út í vor- hátíð Kayakklúbbsins um helgina. Hann gefur sér smá tíma frá áhugamálinu, sem eru sjókajakar, og segir frá helgaráætlununum. „Elliðaárródeóið hefst á föstudag- inn (í dag) klukkan hálf tvö. Þar verður keppt á straumkajökum í leikholunni á bak við toppstöðina í Elliðaárdal. Þetta er gamall æfinga- staður og segja má að klúbburinn hafi orðið til þarna,“ segir Rúnar. Í keppninni leika menn alls konar listir og gefin eru stig eftir því hve margar og flottar veltur menn geta tekið, hvort þeir geti látið bát- inn snúast án þess að fara á hvolf og látið bátinn endastingast ofan í iðandi straumvatnið. „Ródeóbik- arinn hlýtur síðan sá stigahæsti,“ segir Rúnar sem býst við að kepp- endur verði í kringum fimmtán líkt og í fyrra. Á morgun, laugardag hefst hins vegar sjálf vorhátíðin með keppni um Reykjavíkurbikarinn í sjóka- jak, sem fer fram við Geldinga- nes klukkan 10. „Keppt er í tíu kílómetra og þriggja kílómetra róðri á sjó en þegar honum lýkur ætlum við að setja upp björguna- ræfingu með Landhelgisgæslunni. Þar verður meðvitundarlausum kajakræðara bjargað úr sjónum af öðrum ræðurum. Síðan köllum við á þyrluna og vísum henni leið með blysum. Sigmaður kemur niður og hífir hinn meðvitundarlausa um borð í þyrluna.“ Rúnar segir oft ævintýralegt að taka þátt í þessari æfingu. „Þegar þeir hafa komið á stóru þyrlunni hafa þeir stundum leikið sér að því að koma neðarlega til að feykja okkur um koll,“ segir hann og hefur gaman af. Eftir björgunina verða útnefnd- ir sjókajakmaður og straumkajak- maður ársins. „Síðan gefst almenn- ingi kostur á að skoða búnaðinn og prófa að setjast í bátana,“ segir Rúnar með tilhlökkun og vonast til að sjá sem flesta. solveig@frettabladid.is Kajakmenn halda ródeó Kayakklúbbur Reykjavíkur heldur vorhátíð um helgina. Hún hefst á Elliðaárródeói í dag en á morgun verður keppt um Reykjavíkurbikarinn í sjókajak og æfð verður björgun af sjó með þyrlu. Kajakræðararnir verða að bjarga meðvitundarlausum manni. MYND/ÚR EINKASAFNI Þyrla Landhelgisgæslunnar mun hífa hinn meðvitundarlausa ræðara um borð. MYND/ÚR EINKASAFNI Elliðaárródeóið hefst klukkan 13.20 í dag og fer fram í leikhol- unni bak við Toppstöðina í Elliðaárdal. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM LIFUN EFTIR TRÚBROT verður flutt af söngdeild Tónlistarskóla FÍH í kvöld og um helgina. Platan Lifun var tímamótaverk í íslenskri rokksögu og hafði mikil áhrif á íslenska tónlistarsköpun. Sýningar fara fram í hátíðarsal FÍH Rauðagerði 27.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.