Fréttablaðið - 30.04.2010, Síða 60

Fréttablaðið - 30.04.2010, Síða 60
28 30. apríl 2010 FÖSTUDAGUR timamot@frettabladid.is Unglingafélagið Adrenalín gegn rasisma hefur að markmiði að vinna að víðsýni og samstöðu unglinga af ólík- um uppruna og uppræta fordóma. Tíu ár eru nú liðin síðan Laugarneskirkja, Austurbæjarskóli og Laugalækjarskóli tóku sig saman og stofnuðu félagið og segir Bjarni Karlsson, sóknarprestur Laugarneskirkju, starf þess hafa gefið góða raun. „Reynslan sýnir að krakkar sem hafa tekið þátt í starfinu okkar standa sig marktækt betur í framhaldsskól- um og hafa fundið sig betur í unglinga- samfélaginu. En það hefur því miður verið vandamál að unglingar sem hafa flutt til landsins hafa tilhneigingu til að flosna upp úr framhaldsskólum,“ bendir séra Bjarni á, en hann var á sínum tíma hvatamaðurinn að stofnun félagsins og hefur nú yfirumsjón með starfi þess. En hvernig gengur starfsemin fyrir sig? „Við fáum til okkar nemendur úr 8., 9. og 10. bekkjum Laugalækjarskóla og innflytjendadeild Austurbæjar- skóla. Síðan taka allir þátt í spennandi viðburðum sem koma adrenalínflæð- inu af stað, svo sem sjósundi, fjallgöng- um, hellaferðum og fleiru. Krakkarn- ir hjálpast að við að ná sameiginlegu markmiði og læra þannig að treysta hverjir öðrum, sem verður oft kveikj- an að vináttu. Áhersla er líka lögð á að bera virðingu fyrir eigin bakgrunni og annarra,“ segir séra Bjarni og bætir við að þar sem vinátta sé ferðalag sem kosti bæði kjark og forvitni sé hefð fyrir því að fara saman í ferðalög. Síðast héldu 34 hressir krakkar og nokkrir fullorðnir með séra Bjarna í fararbroddi í könnunarferð í Gullborg- arhelli í Hnappadal á dögunum. „Þetta var ögrandi og töluverð mannraun að komast í gegnum hellinn,“ rifjar prest- urinn upp, en hópurinn gisti í Stykkis- hólmi um nóttina. Farið var með Baldri út í Flatey á Breiðafirði daginn eftir og gist í húsinu Vogi. „Þar ræddum við allt milli himins og jarðar og komumst meðal annars að því að þrátt fyrir ólíkt þjóðerni og trúarbrögð værum við öll manneskjur og með því að tala saman byggðist upp vinátta til að treysta öðrum. Við fögnum því fjölbreytileik- anum og vinnum gegn fordómum í eigin hjarta.“ Séra Bjarni segir ferðina gott dæmi um hvernig félagið vinnur að því að auka víðsýni unglinga sem eru fæddir og uppaldir hérlendis ásamt því hjálpa aðfluttum unglingum betur að fóta sig í íslensku samfé- lagi. „Adrenalín gegn rasisma er lif- andi sönnun þess að fjölbreytileiki er flottur og áhugaverður.“ roald@frettabladid.is UNGLINGAFÉLAGIÐ ADRENALÍN GEGN RASISMA: Á TÍU ÁRA AFMÆLI Fjölbreytileikinn er flottur UNGIR ELDHUGAR „Þeir eru náttúrulega dásamlegir, litfríðir og fjölbreyttir og fullir af jákvæðri orku,“ segir séra Bjarni Karlsson um hressa krakka sem lögðu af stað í æsispennandi ferð út í Flatey á Breiðafirði á dögunum undir formerkjum Adrenalíns með það að leiðarljósi að auka víðsýni og uppræta fordóma. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA LARS VON TRIER FÆDDIST ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1956. „Í sannleika sagt óttast ég allt í lífinu, nema kvikmynda- gerð.“ Lars von Trier er danskur kvik- myndaleikstjóri og einn upp- hafsmaður Dogme 95-hreyfing- arinnar í kvikmyndagerð. Meðal mynda hans má nefna Break- ing the Waves og Dancer in the Dark, en söngkonan Björk Guð- mundsdóttir fór með aðalhlut- verkið í þeirri síðarnefndu. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks tók við völdum á þessum degi árið 1990. Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæðis- flokksins, varð forsætisráðherra, en Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins, utanrík- isráðherra. Forsvarsmenn flokkanna héldu því fram að stjórnin þyrfti að berjast við fortíðarvanda, sem kæmi meðal annars fram í hallarekstri á ríkissjóði, tómum sjóðum vegna mislukk- aðra fjárfestinga í loðdýrarækt og fiskeldi og yfirvofandi verðbólgu, sem henni tókst að halda niðri. Í tíð stjórnar gerðist Ísland aðili að Evrópska efnahagssvæðinu (EES) og ríkisstjórnin hóf sölu á ríkisfyrirtækjum. Þá varð Ísland fyrst ríkja til að viðurkenna á ný sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna Eistlands, Lettlands og Litháens eftir hrun Sovétríkjanna. Viðeyjarstjórnin starfaði allt til ársins 1995 þegar Davíð sleit samstarfinu og myndaði rík- isstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Sjá www.wikipedia.org. ÞETTA GERÐIST: 30. APRÍL 1990 Viðeyjarstjórn tekur við völdum Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Theodóra Guðnadóttir frá Höllustöðum, Reykhólahreppi, lést á Dvalarheimilinu Barmahlíð Reykhólum, miðvikudaginn 28. apríl. Jarðarförin verður auglýst síðar. Kristrún Samúelsdóttir Karl I. Karlsson Jónas Samúelsson Bergljót Bjarnadóttir Þorgeir Samúelsson Ingvar Samúelsson Björn Samúelsson Ágústa Bragadóttir barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra er auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Hennings Kr. Kjartanssonar, Aðalgötu 5, Keflavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks á Hjúkrunarheimilinu Garðvangi Garði, fyrir einstaklega góða umönnun og hlýtt viðmót. Jónína Ingólfsdóttir Inga María Henningsdóttir Ólafur Sigurjónsson Bjarney Sigríður Snævarsdóttir Bjarni Friðrik Jóhannesson barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Erlingur Hansson, Fannborg 5, Kópavogi, lést fimmtudaginn 22. apríl. Útför hans fer fram frá Hjallakirkju þriðjudaginn 4. maí kl. 15.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hans er góðfúslega bent á líknarstofnanir. Alfreð Svavar Erlingsson Guðrún Sigurðardóttir Búi Ingvar Erlingsson Anna Gunnhildur Jónsdóttir Hanna Erlingsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Ólafur Friðrik Ögmundsson, til heimilis að Grænumörk 5, Selfossi, sem lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands þann 20. apríl síðastliðinn verður jarðsunginn frá Víkurkirkju laugardaginn 1. maí kl. 14.00. Ögmundur Ólafsson Helga Halldórsdóttir Alda Guðlaug Ólafsdóttir Lilja Guðrún Ólafsdóttir Björn Friðriksson Erna Ólafsdóttir Eyjólfur Sigurjónsson Guðlaugur Jón Ólafsson Angela Rós Sveinbjörnsdóttir Baldur Ólafsson Kristín Erna Leifsdóttir Halla Ólafsdóttir Guðni Einarsson Jón Geir Ólafsson Ólöf Ragna Ólafsdóttir og fjölskyldur. Innilegar þakkir fyrir hlýjar kveðjur og vinarhug vegna andláts og útfarar eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, Jóns Böðvarssonar, fyrrverandi skólameistara. Sérstakar þakkir til starfsfólks á Landspítalanum í Fossvogi, starfsfólks heimahjúkrunar og á Hjúkrunarheimilinu Eir. Guðrún Erla Björgvinsdóttir Björgvin Jónsson Sigríður Dóra Magnúsdóttir Böðvar Jónsson Jóna Hrefna Bergsteinsdóttir Sigríður Jónsdóttir Ásthildur Jónsdóttir og barnabörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Óskar Valdimarsson vélstjóri, síðast til heimilis að Hrafnistu í Hafnarfirði, andaðist 21. apríl 2010. Útför hans hefur farið fram í kyrrþey. Sigríður Óskarsdóttir Eiríkur Skarphéðinsson Þóra Óskarsdóttir Olav Ballisager Jón Óskarsson Sigdís Sigmundsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar sendist á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.