Fréttablaðið - 05.05.2010, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 05.05.2010, Blaðsíða 44
16 5. maí 2010 MIÐVIKUDAGUR BAKÞANKAR Kolbeins Óttarssonar Proppé ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Færðu einhvern tímann á tilfinninguna að við festumst í þessu starfi til eilífðarnóns? Jæja! Ég heyri þig segja að þú viljir ekki hitta mig aftur en augun þín segja aðra sögu! Nújá? Hvað þá? Ekki hugmynd! Bara eitthvað annað! Hr. Dalberg! Hæ! Það sem ég elska nýja brosið mitt! Kærar þakkir! Kærar þakkir! Kærar þakkir! Ertu enn á því að tannlækn- ingar séu fyrir fávita? Ég er byrjaður að endurskoða afstöðu mína. Íslenska LÍM Verksmiðjan Ég borðaði stóra máltíð í hádeginu í dag, en þú? Ég náði að borða hálfa orkustöng og nokkur vínber á leiðinni út til að sinna erindum mínum svo ég kæmist heim til að elda kvöldmat fyrir þig. Svarið er sem sagt „nei“? Ég myndi halda að svar- ið væri „þú skuldar mér“. BORGARTÚNI 12-14 - 105 REYKJAVÍK - SÍMI 411 1111 - MYNDSENDIR 411 3071 Auglýsing um nýtt deiliskipulag og breytingar á deiliskipulagi í Reykjavík Í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, eru hér með auglýstar tillögur að nýju og breyttu deiliskipulagi í Reykjavík. Melar, norðan Hagamels Tillaga að deiliskipulagi fyrir Mela, reit 1.540 svæði sem afmarkast af Hagamel, Hofsvallagötu, Hringbraut og Furumel. Gildi skipulagsreitsins felst ekki síst í samræmdu yfirbragði og heillegri mynd þess. Göturýmin á reitnum eru skýr og vel formuð, húsaraðir standa að götunum með formföstum hætti. Útlit á tröppum og skyggnum við innganga og steyptum veggjum á lóðarmörkum er samræmt. Einsleitt byggingarlag, efnisval og samræmdar deililausnir undirstrika heildarsvip reitsins. Í deiliskipulagstillögunni er megináhersla lögð á að styrkja og varðveita göturými skipulagsreitsins, en leitast við að skapa „eðlilegt“ svigrúm til stækkunar og breytingar húsa á fleim hliðum sem snúa að garðrýmum. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Hólaberg 84 Tillaga að breytingu á deiliskipulagi „Gerðuberg/ Hólaberg“ vegna lóðarinnar að Hólabergi 84. Í breytingunni felst m.a. að breytingar eru gerðar á byggingareitum A, lengist til austurs, B, breikkar til austurs og C, fær skálínu á vesturhlið. Einnig lengist byggingareitur bílageymslu að hluta til suðurs. Að öðru leyti gilda núverandi skilmálar deiliskipulags. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Austurstræti 6 Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Kvosarinnar vegna lóðarinnar að Austurstræti 6. Í breytingunni felst m.a. að stækka húsið til suðurs að lóðarmörkum og byggja við norðurhlið að hluta ásamt því að setja kvisti á efstu hæð. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Tillögurnar liggja frammi í þjónustuveri Reykjavíkur- borgar að Borgartúni 12-14, 1. hæð, virka daga kl. 8:20 – 16:15, frá 5. maí 2010 til og með 16. júní 2010. Einnig má sjá tillögurnar á heimasíðu sviðsins, www.skipbygg.is. - Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillögurnar. Ábendingum og athugasemdum við tillögurnar skal skila skriflega eða á netfangið skipulag@rvk.is, til skipulags- og byggingarsviðs eigi síðar en 16. júni 2010. Vinsamlegast notið uppgefið netfang fyrir innsendar athugasemdir með tölvupósti. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillögurnar. Reykjavík, 5. maí 2010 Skipulagsstjóri Reykjavíkur Reykjavíkurborg Skipulags- og byggingarsvið Það verður að vera agi í hernum segir Svejk og við hlæjum, því trauðla er til betra dæmi um mann sem lýtur engum aga en fyrrnefndur Svejk. Svo virðist hins vegar sem margir aðhyllist þessa speki og telji að agi verði að ríkja hvað sem kostar. Fyrir þeim er tilhliðrun á skipulagi eitur í beinum og allt skal vera eftir reglum. Skiptir engu hve vitlausar reglurnar eru, ef það stendur skal það verða. DÆMI um slíkt fólk er dómarinn í Hér- aðsdómi Reykjavíkur sem skipaði lög- reglunni á dögunum að ryðja dómsal því fólk sat þar ekki og stóð eftir hans höfði. Lögreglan var mætt á svæðið með mikinn viðbúnað og ljóst að þar á bæ bjuggust menn við að þurfa að grípa til aðgerða. Og eins og yfirleitt þegar menn koma með slíku hugarfari þá verður þeim að ósk sinni. MÆTT á svæðið var fólk sem hafði áhuga á réttarhaldi, enda áhugavert mál á ferð. Réttað var yfir níu manns sem voru handteknir á leið sinni á þingpalla og lentu þar í ryskingum við lögreglu og þingverði. Þau voru ekki ákærð fyrir átökin; nei ákæruvaldið sá í þessum aðgerðum árás á Alþingi. Því er ekki nema von að fólk hafi haft hug á að nýta sér stjórnar- skrárvarinn rétt sinn til að fylgjast með opnu dómsmáli. SLÍKUR réttur á að vera fulltrúum dóms- valdsins mikilvægari en svo að fjöldi sæta í einhverjum sal ráði hvort fólk er svipt honum eða ekki. Þurfi að grípa til ráðstaf- ana til að allir geti nýtt sér þann rétt, þá gera menn það með glöðu geði. Þeirra er að tryggja réttindin. ÞESS viðhorfs gætir allt of oft að skil eigi að vera á milli almennings, fólksins sem byggir landið hverju sinni, og valdsins. Það er rangt. Valdið kemur frá fólkinu. Þjónar valdsins, lögregluþjónar, dómarar, þingmenn og ráðherrar, svo dæmi séu til tínd, eru þjónar fólksins. Það gleymist því miður oft. Oft og tíðum verður það hlut- verk lögreglunnar að halda fólkinu frá þjónum þess. Það mátti sjá við þingsetn- ingu í haust, þar sem lögreglan gætti þess í hvívetna að þingmenn þyrftu ekki að fara of nálægt uppsprettu valds þeirra – fólkinu sjálfu. LÍF án reglna og valds til að framfylgja þeim ætti að vera útópían sem við öll stefn- um að. Á meðan reglur þarf og vald er til staðar þarf hins vegar að tryggja að hvor- ugt verði til vansa. Valdið kemur frá okkur og er til fyrir okkur. Ekki gegn okkur. Þegar valdið verður til vansa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.