Fréttablaðið - 05.05.2010, Blaðsíða 51

Fréttablaðið - 05.05.2010, Blaðsíða 51
MIÐVIKUDAGUR 5. maí 2010 Lið: Haukar Spá Fréttablaðsins: 12. sæti. Árangur í fyrra: 2. sæti í 1. deild. Þjálfari: Andri Marteinsson. Lykilmaður: Daði Lárusson. Styrkleikar: Samheldinn hópur, reynslumikill markvörður. Veikleikar: Án heimavallar í mörgum leikjum, reynslulitlir leikmenn, engin hefð. Helstu breytingar: Misstu Goran Lukic en hafa fengið Arnar Gunnlaugsson, Daða Lárusson, Guðmund Mete og Kristján Óla Sigurðsson. Lið: Selfoss Spá Fréttablaðsins: 11. sæti. Árangur í fyrra: Unnu 1. deildina. Þjálfari: Guðmundur Benediktsson. Lykilmaður: Sævar Þór Gíslason. Styrkleikar: Góður heimavöllur, samheldinn hópur. Veikleikar: Reynslulitlir leikmenn, reynslulaus þjálfari, lítil gæði. Helstu breytingar: Liðið missti Hjört Hjartarson og Birki Hlynsson en hefur fengið Davíð Birgisson frá KR og Inga Rafn Ingibergsson frá ÍBV. Lið: ÍBV Spá Fréttablaðsins: 10. sæti. Árangur í fyrra: 10. sæti. Þjálfari: Heimir Hallgrímsson. Lykilmaður: Tryggvi Guðmunds- son. Styrkleikar: Góður heimavöllur og reyndir miðjumenn. Veikleikar: Reynslulítil vörn, slakir á útivelli, lítil breidd. Helstu breytingar: Liðið missti fjóra sterka útlendinga en hefur fengið Tryggva Guðmundsson, Ásgeir Aron Ásgeirsson, Finn Ólafs- son og Denis Sytnik frá Úkraínu. FÓTBOLTI Fréttablaðið mun líkt og fyrri ár spá í spilin fyrir Pepsi- deild karla sem hefst næstkom- andi mánudag. Við munum birta spá okkar næstu daga og við byrjum á liðunum sem verða í botnbaráttunni. 12. sæti – Haukar Haukum spáum við neðsta sætinu. Haukar hafa aðeins misst tvo leik- menn frá síðasta tímabili en liðið verður þó án Ásgeirs Þórs Ingólfs- sonar framan af móti. Liðið hefur fengið fjóra þrautreynda kappa – Arnar Gunnlaugsson, Daða Lár- usson, Guðmund Viðar Mete og Kristján Óla Sigurðsson – til þess að styrkja liðið. Þetta er einfald- lega ekki næg styrking til þess að halda liðinu uppi. Þessir leikmenn eru komnir fram yfir síðasta söludag en munu engu síður styrkja hið reynslulausa lið Hauka. Betur má ef duga skal samt í þessu tilviki. Það er held- ur ekki að hjálpa Haukum að liðið mun spila fjölmarga heimaleiki á Valsvellinum. Lakari lið sem eru að berjast fyrir lífi sínu þurfa að eiga alvöru heimavöll. 11. sæti – Selfoss Selfossi spáir Fréttablaðið 11. sæti í Pepsi-deildinni. Selfyssingar hafa staðið sig verst allra liða á leik- mannamarkaðinum og Guðmundi Benediktssyni þjálfara hefur ekk- ert gengið að lokka menn til sín. Það styrkir heldur ekki liðið að Guðmundur ætlar ekki að spila með því í sumar. Lið Selfoss er því nánast það sama og í fyrra. Ólíkt Haukum eiga Selfyssing- ar þó heimavöll þar sem búast má við mikilli stemningu í sumar. Heimavöllurinn gæti fært Selfyss- ingum einhver stig. Leikmenn Sel- foss munu klárlega selja sig dýrt í sumar en skortur á gæðum og reynslu ásamt því að þjálfarinn er nýliði og algjört spurningarmerki mun gera það að verkum að Selfoss fer beint niður í 1. deild aftur. 10. sæti – ÍBV Fréttablaðið spáir því að ÍBV muni lenda í 10. sæti rétt eins og í fyrra. Lið félagsins er mikið breytt á milli ára. Fjórir fastamenn úr liðinu eru farnir til síns heima erlendis en í þeirra stað hafa komið ágætir leik- menn. Þar fer fremstur í flokki Tryggvi Guðmundsson. Það mun væntanlega há Eyja- mönnum framan af móti að liðið æfir í tvennu lagi. Hópur í Eyjum og annar á fastalandinu. Það mun því taka einhvern tíma að slípa liðið saman sem er þess utan nokk- uð mikið breytt. Heimavöllur- inn hefur alltaf reynst ÍBV gulls ígildi og á því verður væntanlega engin breyting. Það hefur líka allt- af einkennt ÍBV-liðin hversu mikil stemning og samheldni er í liðinu. Eyjamenn hafa alltaf nennt að berjast fyrir stigunum og standa saman til þess. Í íslenskum fót- bolta skilar slíkt alltaf einhverjum stigum. Mikil ábyrgð verður lögð á herð- ar Tryggva Guðmundssonar sem er ætlað bæði að skora og leggja upp mörk liðsins í sumar. Áhuga- vert verður að sjá hvernig Tryggvi plumar sig með einu af slakari liðum deildarinnar eftir að hafa leikið með besta liði landsins síð- ustu ár. Eyjamenn munu ef að líkum lætur bæta við sig útlend- ingum á næstunni og ef þeir smella vel inn í liðið gæti það klifrað ofar á töfluna. henry@frettabladid.is Fréttablaðið spáir í botnbaráttu Pepsi-deildar karla: Nýliðarnir fara beint niður aftur LYKILMAÐUR Tryggvi Guðmundsson gæti reynst Eyjamönnum drjúgur í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Meira í leiðinniN1 verslanir: Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði, Akureyri, Akranesi, Ólafsvík, Ísafirði, Egilsstöðum, Vestmannaeyjum, Grindavík, Keflavík, Selfossi, Reyðarfirði og Höfn. WWW.N1.IS / SÍMI 440 1000 LÁTTU BÍLINN GLANSA MEIRA FYRIR MINNI PENING. NÝTTU ÞÉR FJÖLBREYTT TILBOÐ Í VERSLUNUM OKKAR UM ALLT LAND. N1 STÓRVERSLUN BÍLDSHÖFÐA 9 86014526 Úðabrúsi m. þrýstidælu 3,8 L Verð áður 1.998 kr. Verð nú 1.290 kr. 35% 96193000 Garðhanskar Verð áður 166 kr. Verð nú 116 kr. 30% Kawasaki mótorhjól Árgerð 2009-2010 7% Mótorhjólagalli þegar keypt er Kawasaki mótorhjól 30% 525FG5841 Turtle Wax sápubón Verð áður 795 kr. Verð nú 598 kr. 25% 9613CODE1433 Acode herrajakki Verð áður 13.990 kr. Verð nú 8.990 kr. 36% 9613CODE1434 Acode dömujakki Verð áður 13.990 kr. Verð nú 8.990 kr. 36% 52136015ENF Mælaborðs- klútar Verð áður 766 kr. Verð nú 549 kr. 28% 525FG5972 Turtle Wax stuðarasverta Verð áður 1.450 kr. Verð nú 1.098 kr. 24% Tilboðin gilda til 15. maí eða á meðan birgðir endast 9613PF918 Fristads-bolur Verð áður 4.990 kr. Verð nú 3.690 kr. 26% 525FG5845 Turtle Wax felguhreinsir Verð áður 1.645 kr. Verð nú 1.198 kr. 27% 525FG5585 Turtle Wax Nano tech bón Verð áður 1.750 kr. Verð nú 1.298 kr. 26% Allir götujakkar 30% BYRJAÐU VORIÐ Á BETRA VERÐI 023 81971698 Tjöruhreinsir 2,5 l Verð 790 kr. Allur sleðafatnaður 25% Ný 2010 lína 25% One Cross-gallar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.