Fréttablaðið - 07.05.2010, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 07.05.2010, Blaðsíða 8
8 7. maí 2010 FÖSTUDAGUR ALÞINGI 420 milljarða króna vantar upp á að ríkissjóður hafi fjármagn- að áfallnar framtíðarskuldbind- ingar vegna eftirlauna opinberra starfsmanna. Þar af vantar um 350 milljarða inn í svokallaða B-deild Lífeyr- issjóðs ríkisstarfsmanna (LSR) og um 40 milljónir inn í Lífeyris- sjóð hjúkrunarfræðinga en einn- ig vantar nokkuð upp á að A-deild LSR standist tryggingafræðilegar kröfur. Þetta kom fram við umræður á Alþingi í gær. Til samanburðar voru tekjur ríkissjóðs áætlaðar 468 milljarðar króna í fjárlagafrum- varpi ársins 2010. B-deild LSR heldur utan um rétt- indi ríkisstarfsmanna sem hófu störf fyrir 1996. Réttindi þeirra eru ekki háð ávöxtun fjármuna LSR líkt og í öðrum lífeyrissjóðum. Steingrímur J. Sigfússon fjár- málaráðherra sagði að B-deildin gæti staðið undir skuldbinding- um fram til 2025. Auka þurfi inn- greiðslur til að standa undir skuld- bindingum eftir þann tíma. „Við þurfum endilega að fá alla saman að þessu borði til að skoða og kort- leggja framtíðina,“ sagði Stein- grímur. „Þetta er stórt og mikið samfélagslegt verkefni sem varðar okkur öll.“ Vandinn sé meðal ann- ars sá að greiðslur inn í LSR voru ekki nægilegar á árunum 2004- 2007 þegar afgangur á ríkissjóði var mestur. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði ósann- gjarnt að lífeyrisþegi á almennum markaði, sem nú hefur skert rétt- indi vegna taps almennra lífeyris- sjóða vegna hrunsins, þurfi jafn- framt að þola það að hluti þeirra skatta, sem hann greiðir, renni í að standa undir óskertum lífeyri opin- berra starfsmanna. Fram kom hjá fjármálaráðherra að þótt lífeyrissjóðirnir hafi þurft að skerða réttindi í kjölfar hruns- ins séu réttindin sem þeir veita nú svipuð og var árið 2006. Opin- berir starfsmenn hafi ekki notið aukinna réttinda frá 2006 fram að hruni í sama mæli og lífeyrisþegar á almennum markaði. Vigdís Hauksdóttir, Fram- sóknarflokki, sagði að rétt væri að kanna möguleika á að leggja niður LSR, og nota eignir sjóðs- ins í að laga til í rekstri ríkisins. Fjármagna eigi lífeyrisgreiðslur opinberra starfsmanna úr gegn- umstreymissjóði. „Þeir eru hvort sem er með ríkisábyrgð,“ sgaði Vigdís. peturg@frettabladid.is Flugtímabil: 4. maí –20. júní Bókunartímabil: 4.–11. maí 10.000 kr. afsláttur Sumargjöf Afsláttarkóði: IEX0502 með ánægju www.icelandexpress.is Allar nánari upplýsingar um afsláttinn á www.icelandexpress.is Bókaðu núna! SAMGÖNGUR Umferð um hringveginn dróst verulega saman fyrstu fjóra mánuði ársins, á 16 völdum talningarstöðum. Þetta jafngildir 3,2 prósentum og er mesti samdráttur í langan tíma. Í fyrra jókst umferðin fyrstu fjóra mánuði ársins um 0,7 prósent, en stóð í stað árið 2008. Árið 2007 jókst hún um tæp 14 prósent á sama tíma. Þetta er því mikil breyting á skömmum tíma. Á heimasíðu Vegagerðarinnar segir að erlendar rannsóknir sýni mikla fylgni með þjóðarhag og umferðarsveiflu og þá fylgni megi einnig sjá hér á landi. Mælingar sýna samdrátt á öllum landsvæðum, nema Norðurlandi, þar var örlítil hækkun. Það kann að skýrast af mikilli skíðasókn í vetur. Umferð á Suðurlandi og höfuðborgarsvæðinu minnkar um tæp fjögur prósent. - kóp Umferð dregst saman um hringveginn nema á Norðurlandi: Minni bílaumferð nú en í fyrra 2010/2009 2009/2008 Milli aprílmánaða Frá áramótum Milli aprílmánaða Frá áramótum Suðurland -6,6% -4,0% 8,1% 3,6% Höfuðborgarsvæðið -7,8% -4,0% -2,0% -1,1% Vesturland -11,1% -2,9% 12,0% -,03% Norðurland -10,7% 0,2% 21,0% 0,9% Austurland -15,4% -0,2% 31,2% 0,9% Samtals -7,8% -3,2% 6,4% 0,7% Tafla um akstursaukningu ALÞINGI Jóhanna Sigurðardóttir vísaði því á bug á Alþingi í gær að hún eða Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra hefðu vitað af fyrirheiti sem Má Guðmundssyni seðlabankastjóra var gefið um að laun seðlabankastjóra yrðu óskert hvað sem liði ákvörðunum kjararáðs. Jóhanna sagðist engin samtöl hafa átt við Láru V. Júlíusdóttur, formann bankaráðs Seðlabankans, í aðdraganda þess að tillagan var gerð. „Ég hef haft samband við mitt starfsfólk í ráðuneytinu og það kannast enginn við að hafa gefið slíkt loforð,“ sagði Jóhanna. Þingmennirnir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Sigurður Kári Kristjánsson og Birkir Jón Jónsson beindu spurningum til Jóhönnu vegna tillögunnar um að Má verði bætt sú 400.000 króna skerðing á launum sem leiðir af nýlegri ákvörðun kjararáðs. „Laun seðlabankastjóra geta ekki verið úr takti við aðrar ákvarðanir sem teknar hafa verið af hálfu hins opinbera,“ sagði Jóhanna. Líklega verði tillagan dregin til baka „enda er það skynsamlegt því að það að hækka launin er úr öllum takti við þá stefnu sem ríkisstjórnin hefur markað.“ Sigurður Kári fann að því að Jóhanna svaraði ekki því hver gaf loforðið, að frumkvæði hvers og með vitneskju hverra. - pg Þingmenn saumuðu að forsætisráðherra vegna launamála seðlabankastjóra: Enginn kannast við að hafa gefið loforð um laun seðlabankastjóra FORSÆTISRÁÐHERRA Sagði á Alþingi að ákvörðun um ráðn- ingu Más Guðmundssonar í starf seðlabankastjóra hefði fyrst verið tekin eftir að þriggja manna nefnd fór yfir umsóknir. 420 milljarða vantar upp á skuldbindingar Ríkið vantar tæplega ein fjárlög til að fjármagna lífeyri ríkisstarfsmanna frá 2025. Stórt samfélagslegt verkefni, segir fjármálaráðherra. Taka á eignir LSR inn í ríkissjóð og koma upp gegnumstreymissjóði, segir Vigdís Hauksdóttir. BJARNI BENEDIKTSSON VIGDÍS HAUKSDÓTTIR HELGUVÍK Reyknesingar vilja að ríkið leggi fé í hafnarframkvæmdir. SVEITARSTJÓRNIR „Óviðunandi er að gangandi og hjólandi vegfarend- ur innan Reykjanesbæjar þurfi að fara yfir eina fjölförnustu hrað- braut landsins á leið sinni milli íbúðahverfa,“ segir í ályktun bæj- arráðs Reykjanesbæjar sem gagn- rýnir að aðeins skuli gert ráð fyrir samtals 145 milljónum króna á þessu ári og því næsta til að gera gatnamót Reykjanesbrautar og Grænásbrautar öruggari. Bæjarráðið er einnig ósátt við að engin framlög séu til hafnarfram- kvæmda í Helguvík, tengingu með svokölluðum Olíuvegi frá Reykja- nesbraut niður á Keflavíkurveg eða til þess að „útrýma svartbletti“ við gatnamót á Reykjanesbraut - gar Reyknesingar ósáttir: Vilja meira til samgöngubóta SVEITARSTJÓRNIR Guðbrandur Ein- arsson, bæjarfulltrúi A-lista í Reykjanesbæ, segir Árna Sigfús- son bæjarstjóra fara með rangt mál í fréttatil- kynningu sem bærinn sendi frá sér um mál- efni Eignar- haldsfélagsins Fasteignar í kjölfar skýrslu frá Capacent um reynsl- una af aðild bæjarins að félaginu. „Fréttatilkynningin frá Reykjanesbæ gefur tilefni til að ætla að áfram verði haldið með froðusnakkið,“ segir í bókun Guð- brands. Í bókun fulltrúa Sjálfstæð- isflokks segir hins vegar að skýrsl- an staðfesti málflutning þeirra. „Fullyrðingum Guðbrands Ein- arssonar og tilraunum hans til að gera persónu bæjarstjóra að aðalleikara í túlkun á niðurstöðu skýrslunnar er vísað til föðurhús- anna,“ segir í bókun þeirra. - gar Deilt um reynslu af Fasteign: Bæjarstjóri er ekki aðalleikari GUÐBRANDUR EINARSSON FJÁRMÁLARÁÐHERRA Lífeyriskerfi Íslendinga er eitt hinna þriggja bestu í heimi ásamt þeim svissnesku og hollensku, sagði Steingrímur J. Sigfússon á Alþingi í gær. Hreinar eignir námu 119 prósentum af landsframleiðslu í lok síðasta árs en hlutfallið var 130 prósent árið 2007. 1. Hvað heitir nýtt framboð í Kópavogi sem Hjálmar Hjálm- arsson fer fyrir? 2. Hver rappar með Erpi á væntanlegri sólóplötu hans? 3. Hve margir gestir renndu sér á skíðum í Hlíðarfjalli nýliðinn vetur? SJÁ SVÖR Á SÍÐU 42 VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.