Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.05.2010, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 07.05.2010, Qupperneq 10
10 7. maí 2010 FÖSTUDAGUR SVISS Stjórnvöld í Sviss hafa gert tveimur stærstu bönkum landsins að draga úr áhættu og auka eigin- fjárgrunn sinn. Bankarnir eru UBS AG og Credit Suisse Group AG. Bloomberg greinir frá því að með þessu hafi landið brugðist við á undan eftirlitsstofnunum fjármála- kerfa í Evrópulöndum og Banda- ríkjunum. Aðgerðir Svisslendinga eru sagðar drifnar áfram af óttan- um við að lenda í sömu sporum og Ísland. Þótt löndin séu í grunninn ólík áttu þau þó eitt sameiginlegt, risastór bankakerfi í samanburði við efnahag landanna. „Á eftir Íslandi á Sviss við mestan vanda að etja vegna banka sem orðn- ir eru of stórir til að þeir megi fara á hausinn,“ hefur Bloomberg eftir Urs Birchler, prófessor við stofn- un Zürich-háskóla sem sérhæfir sig í bankamálum. Hann er jafnframt fyrrum ráðgjafi seðlabanka í fjár- málastöðugleika. „Mögulega gæti vandinn sett Sviss út af sporinu, bæði í efnahagslegu og lýðræðislegu tilliti.“ Hvor um sig eiga UBS og Credit Suisse eignir yfir einni billjón svissneskra franka (900 milljarð- ar dala, eða 114,3 billjónir króna), tvöfalda stærð svissneska hagkerf- isins. Reglurnar sem fjármálaeftir- lit Sviss hefur sett bönkunum um eigið fé og handbært fé eru meðal annars hluti þeirra sem enn eru til umræðu í Basel-nefndinni um fjár- málaeftirlit. Þá veltir umræðuhópur á vegum ríkisstjórnar Sviss fyrir sér leiðum til að skipta upp bönkunum, komi til þess að þeir lendi í þrengingum sem leitt gætu til svipaðrar stöðu og kom upp hér á landi. „UBS og Cred- it Suisse verða að búa til áætlanir um að skilja á milli starfsemi sem er þjóðhagslega nauðsynleg og ann- arrar sem verður látin rúlla komi til áfalls,“ segir í frétt Bloomberg. Sviss hljóp undir bagga með UBS í vandræðum bankans árið 2008 og fjárfesti í honum fyrir sex millj- arða franka (tæplega 700 milljarða króna). Innan við ári síðar seldi ríkið svo hlut sinn með 1,2 millj- arða franka (139 milljarðar króna) hagnaði. Næst lætur ríkið banka í vand- ræðum fara á hausinn, er haft eftir Thomas Jordan, varaformanni Seðlabanka Sviss, en hann á jafn- framt sæti í umræðuhópnum sem svissnesk stjórnvöld hafa falið að fjalla um bankakerfið þar. olikr@frettabladid.is Sviss vill ekki lenda í sporum Íslendinga Tveir stærstu bankar Sviss verða að draga úr áhættu og bæta aðgang að hand- bæru fé, samkvæmt nýjum reglum fjármálaeftirlits þar. Svissnesk stjórnvöld ætla ekki að heimila bönkum að vera of stórir til að mega fara á hausinn. Á HLUTHAFAFUNDI Aðgerðasinni í hópi hluthafa Credit Suisse uppáklæddur sem jólasveinninn birtist á skjá að baki æðstu stjórn- endum bankans í mótmælum gegn ofurbónusum á aðalfundi bankans 30. apríl síðastliðinn. FRÉTTABLAÐIÐ/AP UMHVERFISMÁL Paul Volcker, fyrr- verandi seðlabankastjóri Bandaríkj- anna, hefur gengið til liðs við Norð- ur-Atlantshafslaxasjóðinn (NASF) undir formennsku Orra Vigfússon- ar. „Nýlega valdi Obama forseti Volcker til að leiða teymi hans um efnahagslega endurreisn og nú er það Norður-Atlantshafslaxajóður- inn sem biður um liðsinni Volckers til að endurreisa stofna villta Atl- antshafslaxins,“ segir í frétt frá NASF. Volcker, sem var seðlabankastjóri Bandaríkjanna á árunum 1979 til 1987, er persónulegur vinur Orra Sigfússonar og forfallinn fluguveiði- maður. Að því er segir í tilkynning- unni frá NASF hefur Volcker um árabil stutt sjóðinn í að kaupa upp netalagnir laxveiðimanna í sjó á Norður-Atlantshafi og þar með leit- ast við að laxinn gæti gengið í ár sínar og hrygnt. Til að styðja NASF samþykkti Volcker nýlega að halda ræður í tveimur kvöldverðum með áhrifa- fólki í fjármálaheiminum í París og London. Óhætt er að segja að Volcker njóti víðtækrar virðingar fyrir störf sín. Þannig segir núver- andi seðlabankastjóri Bandaríkj- anna, Ben Bernanke, í grein í nýj- asta hefti tímaritsins Time að sigur seðlabankans, undir stjórn Volckers, á verðbólgu snemma á níunda ára- tugnum hafa lagt grunn að vexti hagkerfisins í áratugi. Að því er segir í tilkynningu NASF sagði Volcker í París að fjár- málafyrirtæki, sérstaklega í Banda- ríkjunum og Englandi, hefðu verið ákaflega ábatasöm. Í anda þess að „þiggja og gefa“ ættu sum þessara fyrirtækja og einstaklingar sem hafa hagnast vel að leggja rausnar- leg framlög til NASF. - gar Fyrrverandi seðlabankastjóri Bandaríkjanna styður uppbyggingu laxastofna: Villtir laxastofnar njóti fjármálagróða PAUL VOLCKER Stýrði Bandaríkjunum út úr verðbólguskeiði sem seðlabankastjóri og talar nú fyrir verndun laxastofna. NORDIC PHOTOS/AFP EFNAHAGSMÁL Fleiri nýir fólksbílar seldust fyrstu fjóra mánuði ársins en á sama tíma í fyrra. „Alls seldust 400 nýir fólksbílar frá ára- mótum fram til aprílloka á þessu ári, en á sama tíma- bili í fyrra seldust 349 nýir fólksbílar. Þetta er aukning upp á 14,6 prósent milli ára,“ segir í frétt Bílgreinasam- bandsins. Aukning milli ára var mest í mars. Þá var salan ríflega tvöföld miðað við árið áður. Þá seldust 156 nýir fólksbílar, miðað við 69 bíla í mars 2009. Í apríl hægði svo á þróuninni, en þá mældist aukning milli ára 18 prósent, samkvæmt upp- lýsingum Bílgreinasambandsins. „Þessi aukning er merki um að tekið sé að lifna yfir bílamarkaðinum sem hefur verið afar daufur síðustu tvö ár. Á þeim tíma hefur meðalaldur bílaflota Íslendinga aukist hratt og er hann nú með því hæsta sem gerist í nágrannalöndum okkar,“ segir í tilkynningu sambandsins. Meðalaldur bílaflotans er sagður 10,2 ár á meðan meðalaldur flotans í Evrópu- sambandinu sé 8,5 ár. „Á síðasta ári seldust um það bil 2.000 fólksbílar hér á landi en gert er ráð fyrir að um 10.000 til 15.000 nýir bílar þurfi að fara á götuna árlega til að eðlileg end- urnýjun eigi sér stað í bílaflota landsmanna.“ Haft er eftir Özuri Lárussyni, framkvæmda- stjóra Bílgreinasambandsins, að aukin sala sé vísbending um að efnahagslífið sé að taka við sér eftir mögur ár í kjölfar bankahrunsins. - óká Sala nýrra bíla hefur aukist fyrstu fjóra mánuði ársins eftir afar litla sölu síðustu ár: Söluaukningin var mest í mars VORVERKIN Nú fer í hönd árstíminn þegar fólk leggur meira upp úr því að þrífa bíla sína. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM ÖZUR LÁRUSSON HÖFÐINGI Í PARÍS Raoni, höfðingi Caia- pomanna í Brasilíu, stillti sér upp fyrir ljósmyndara í safninu Quai Branly í París, þar sem hann kynnti nýútkomn- ar æviminningar sínar. NORDICPHOTOS/AFP Borgarganga með Hjálmari Hittumst austan við Glæsibæ og göngum um Skeifu, Mörk og austur Suðurlandsbraut, yfi r í Dugguvog og gegnum Vogahverfi ð til baka í Glæsibæ. Skoðum tækifæri og vandamál í austurborginni með Pétri H. Ármannssyni arkitekt sem kynnir hugmyndir sínar um línuborgina. Fræðsluganga um Vogahverfi milli 10 og 12 á laugardag Allir velkomnir í góðan göngutúr! Hvar var auglýsingin þín? Í apríl fékk fré avefurinn okkar 450 þúsund heimsóknir frá útlöndum www.icelandreview.com. Auglýsingasími: 512-7575
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.