Fréttablaðið - 07.05.2010, Síða 16

Fréttablaðið - 07.05.2010, Síða 16
16 7. maí 2010 FÖSTUDAGUR FRÉTTASKÝRING: Nýtt fjölmiðlafrumvarp menntamálaráðherra Fjölmiðlafrumvarp mennta- málaráðherra, sem nú liggur fyrir Alþingi, er fráleitt óumdeilt. Meðal þess sem þar stendur til að lögfesta er auglýsinga- bann við barnatíma og óljós ákvæði um evrópskt efni í sjónvarpi. Í frumvarpi menntamálaráð- herra að nýjum fjölmiðlalögum er talsvert fjallað um börn og sjónvarpsáhorf. Annars vegar eru þar sett takmörk á auglýsing- ar í kringum barnaefni, og hins vegar takmarkað á hvaða tíma sólarhringsins sjónvarpsstöðv- um er heimilt að sýna efni sem ekki er ætlað börnum. Verði frumvarpið að lögum verður sjónvarpsstöðvum, sem og reyndar útvarpsstöðvum, bann- að að senda út efni sem „getur haft skaðvænleg áhrif á líkam- legan, andlegan eða siðferðileg- an þroska barna,“ nema milli klukkan 21.00 að kvöldi og 5.00 að morgni. Um helgar eru mörk- in frá 22.00 til 5.00. Það á sérstaklega við um efni „sem felur í sér klám eða til- efnislaust ofbeldi“ samkvæmt frumvarpinu. Ekki er þar skil- greint nánar hvað átt er við með tilefnislaust ofbeldi, né hver mun- urinn sé á því hvort börn horfi á ofbeldi sem er tilefnislaust eða ofbeldi sem ríkt tilefni sé til að beita. Þar er þó gerð undan- tekning fyrir myndskeið í frétta- tímum, en vara ber viðkvæma við óhugnanlegum fréttum. Í umsögnum hagsmunaaðila er þetta ákvæði gagnrýnt. Til dæmis er til þess tekið að frum- varpið myndi leyfa sýningu bann- aðs sjónvarpsefnis eftir klukkan 21 á föstudegi, en aðeins eftir klukkan 22 á sunnudagskvöldi, óháð því að börn fara gjarnan seinna að sofa á föstudögum en sunnudögum. Samtök atvinnulífsins benda einnig á að hingað til hafi sjón- varpsstöðvar ekki sýnt efni sem bannað er börnum fyrir klukk- an 20 á kvöldin, og varað sé við efni sem ekki sé við hæfi barna. Það kerfi hafi gengið vel og engin ástæða sé til að breyta því. Auglýsingabann kallar á styrki Hagsmunaaðilar gagnrýna harð- lega ákvæði í frumvarpinu um bann við auglýsingum í kringum barnatíma sem ætlaðir eru börn- um yngri en 12 ára. Í frumvarp- inu er lagt bann við auglýsingum fimm mínútum áður en útsend- ing barnaefnis hefst, og stend- ur bannið þar til fimm mínútum eftir að útsendingu barnaefnisins lýkur. Samband íslenskra auglýsinga- stofa (SÍA) leggst alfarið gegn frumvarpinu í núverandi mynd, og telur bann við auglýsingum í kringum barnaefni takmarka með ólögmætum hætti stjórnar- skrárvarið tjáningarfrelsi aug- lýsenda. SÍA leggur til að bann- ið verði fellt úr frumvarpinu, og vill raunar einnig að fallið verði frá banni við auglýsingum á áfengi, sem einnig stangist á við stjórnarskrá. SÍA telur að bann við auglýs- ingum tengdum barnaefni muni draga verulega úr tekjum sjón- varpsstöðva, og þar með fyrir- sjáanlega draga úr framboði og gæðum á barnaefni. Undir það taka forsvarsmenn fjölmiðlafyrirtækisins 365. Þeir segja slíkt bann munu leiða til tugmilljóna króna tekjutaps. Það muni óhjákvæmilega koma niður á þjónustunni, nema ríkisvaldið hyggist samhliða styrkja fleiri en Ríkisútvarpið til slíkrar dag- skrárgerðar. Lagt er til í umsögn 365 um frumvarpið að annaðhvort verði komið á slíkum ríkisstyrk eða að auglýsingar verði leyfð- ar í kringum barnaefni, en hlut- fallið verði takmarkað við fimm prósent á klukkustund. Í umsögn Skjásins um frum- varpið er einfaldlega lýst yfir furðu á því að setja eigi takmörk um magn auglýsinga, það hljóti að vera frjálsum fjölmiðlum í sjálfsvald sett hvernig þeir hagi þeim málum. Samtök atvinnu- lífsins benda enn fremur á að með því að banna auglýsingar í fimm mínútur á eftir barnaefni sé verið að koma í veg fyrir að barnaefni sé raðað beint á undan fréttum í dagskrá sjónvarps- stöðvanna. Kröfur um evrópskt efni Í frumvarpi að nýjum fjölmiðla- lögum er ákvæði í útvarpslög- um um áherslu sjónvarpsstöðva á evrópsk efni, sem margoft hefur verið gagnrýnt, látið halda sér. Þar segir að sjónvarps- og útvarpsstöðvar skuli „kosta kapps um“ að meirihluta útsend- ingartíma sé varið í dagskrárefni frá Evrópu. Þá er átt við heildar- útsendingartíma að frádregnum tíma sem fer í fréttir, íþróttavið- burði, leiki, auglýsingar og texta- varpsþjónustu. Þeir fjölmiðlar sem miðla myndefni eftir pöntun skulu einn- ig „eftir því sem unnt er“ tryggja að evrópskt efni sé „áberandi hluti“ af framboði þeirra. Í athugasemdum með frum- varpinu er tekið fram að með evrópsku efni sé einnig átt við íslenskt efni, enda stæðist það varla ákvæði samningsins um Evrópska efnahagssvæðið að til- greina sérstaklega íslenska fram- leiðslu. Orðalag þessara „evrópsku ákvæða“ þykir afar loðið orða- lag í lagatexta, en er raunar tekið upp úr útvarpslögum, sem fjöl- miðlafrumvarpið mun leysa af hólmi. Það hefur þrátt fyrir það sætt gagnrýni. Til dæmis gerir fjölmiðla- fyrirtækið 365 alvarlegar athugasemdir við þessi ákvæði í umsögn sinni um frumvarp- ið. Þar segir að það sé með öllu óskiljanlegt af hverju stjórnvöld finni sig knúin til að skipta sér af því hvaðan dagskrárefni einka- rekinna fjölmiðla komi og hvern- ig það sé valið. Slíkt eigi að vera fjölmiðlunum í sjálfsvald sett, og þeir leggi val sitt á efni í dóm neytenda. Uppnám vegna banns við auglýsingum Í nýju fjölmiðlafrumvarpi er talsvert notað af nýyrðum til að lýsa því sem þar er fjallað um, og ekki fyrir alla að átta sig á því hvað átt er við. „Í upphafi er vert að vekja athygli á því að orðnotkun í frumvarpinu er mjög sérstök,“ segir í umsögn Sambands íslenskra auglýsingastofa um frum- varpið. Leitast sé við að finna nýyrði sem nái yfir ýmis hugtök. „Þetta verður til þess að frumvarpið verður jafnt tyrfið og tilgerðarlegt.“ Í stað þess að nota orðið fjölmiðill er notað hugtakið fjölmiðlaþjónustu- veitandi, og í stað auglýsinga kemur nýyrðið viðskiptaorðsending. Í frum- varpinu er ekki notað orðið myndlykill, heldur aðgangskassi. „Á Íslandi er til staðar vönduð ríkjandi málvenja og ekkert er því til fyrirstöðu að nota þau orð og hugtök í lagatexta sem eru almenningi töm,“ segir um þessi dæmi í umsögn Sambands íslenskra auglýsingastofa. „Vanti eitthvað upp á skýrleika hinna viðteknu íslensku hugtaka mætti einfaldlega árétta slíkt í orðskýringum laganna.“ Orðfærið bæði „tyrfið og tilgerðarlegt“ Með umdeildari ákvæðum í fjölmiðlalögum fyrri ríkisstjórnar, sem forseti Íslands neitaði að staðfesta sumarið 2004, voru reglur um eignarhald á fjölmiðlum. Engin tilraun er gerð til að festa reglur um eignarhald í nýju frumvarpi menntamálaráðherra. Í frumvarpinu eru þó ákvæði um að hin nýja ríkisstofnun Fjölmiðlastofa skuli fá upplýsingar um eignarhald allra íslenskra fjölmiðla, og birta um það upplýsingar á vef sínum. Verði frumvarpið að lögum verða því allir fjölmiðlar að gera fulla grein fyrir því hverjir eru eigendur þeirra, ólíkt því sem gerist nú þegar það er fjölmiðlunum í sjálfsvald sett að upplýsa um eignarhaldið. Í bráðabirgðaákvæði í frumvarpinu er einnig lagt fyrir menntamálaráð- herra að skipa við gildistöku laganna nefnd til að kanna samþjöppun á eignarhaldi á fjölmiðlamarkaði hér á landi. Nefndin á að gera tillögur um „viðeigandi takmarkanir“ á eignarhaldi ef hún kemst að þeirri niðurstöðu að samþjöppunin sé óeðlileg. Í frumvarp- inu kemur fram að nefndin eigi að skila niðurstöðu sinni fyrir 1. september næstkomandi, en líklegt er að lengt verði í frestinum áður en frumvarpið verður staðfest. Engar hömlur á eignarhald í frumvarpi BRJÁNN JÓNASSON brjann@frettabladid.is SJÓNVARPSGLÁP Tveir ungir drengir horfa á sjónvarpsþáttinn um Pokémon. Samkvæmt frumvarpi menntamálaráðherra að nýjum fjölmiðlalögum eru sett takmörk á auglýs- ingar í kringum barnaefni og takmark á hvaða tíma sólarhringsins sjónvarpsstöðvum er heimilt að sýna efni sem er ætlað börnum. NORDICPHOTOS/GETTY Nýtt 4 vikna byrjendanámskeið Innifalið í kortum eru allir opnir tímar ásamt þeirri þjónustu sem boðið er upp á í Veggsport. Stórhöfði 17 (gengið inn um Veggsport) Sími: 695 8464 og 772 1025 www.jogastudio.org Persónuleg jógastöð hefst 10. maí. Skráning hafi n í síma 695 8464 / 772 1025 eða á jogastudio.org • Hot jóga • Hatha jóga • Byrjendanámskeið • Krakkajóganámskeið Sumartilboð 10.900 kr.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.