Fréttablaðið - 07.05.2010, Side 19

Fréttablaðið - 07.05.2010, Side 19
FÖSTUDAGUR 7. maí 2010 19 Pólitísk afskipti af strætókerf-inu þurfa ekki alltaf að vera af hinu vonda. Stjórnmálamenn- irnir eru, jú, fulltrúar almenn- ings og ein boðleiðin til að koma hugmyndum okkar um almenn- ingssamgöngur er án efa í gegn- um þá. Vandinn er hins vegar að þeir sem tjá sig um strætó eru oft menn sem hvorki nota það né gætu hugsað sér að gera það. Hættan við pólitísku afskiptin er því sú að snautt skömmtuðu fé verði frekar varið til verkefna sem hljóma vel heldur en til verk- efna sem myndu nýtast fleirum betur. Nýlega var til dæmis samþykkt í borgarstjórn tillaga Samfylk- ingarinnar um að taka upp 10 mínútna tíðni á stofnleiðum. Eins kærkomið og mér, sem öðrum farþegum þætti að aukna tíðni stofnleiða úr 15 mínútum í 10, þá er bæði einfaldara og betra fyrir notendur að taka aftur upp marg- ar þær ferðir sem felldar voru út fyrir nokkrum árum. Þannig ætti að þétta tíðnina innan núver- andi kerfis: hafa hana 15 mínútur í stað hálftíma yfir miðjan dag, hálftíma í stað klukkutíma um kvöld og helgar, og taka upp akst- ur á sunnudagsmorgnum og stór- hátíðum. Segjum svo að skyndilega dyttu 100 milljónir í þágu almennings- samgangna af himnum ofan og á borð borgarstjórans. Skynsamlegast væri að setja stærsta hluta þess fjár beint inn í strætókerfið og leyfa sérfræð- ingum Strætó að finna út hvar þeir nýttust best, á sama hátt og sérfræðingar Strætó þurfa að móta tillögur um niðurskurð, þegar hagræða þarf í rekstri. En það er alltaf heilmikill þrýst- ingur á að setja féð frekar í ein- hver auðhampanleg verkefni eins og „frístundastrætó“, „smart- kort“ eða einhverjar byltingar á strætókerfinu. Þegar rætt er um svokallaða frístundavagna skiptir útfærsl- an höfuðmáli. Í Grafarvogi mun frístundastrætóinn þannig vera einfaldlega hluti af leiðakerfi Strætó. Það er hugmynd sem vit er í. Að auki mættu sveitarfélög gera meira af því að krefja íþróttafélögin sjálf um árangur í vistvænum samgöngum. Til dæmis að skilyrða greiðslur eða umbuna þeim félögum sérstak- lega þar sem ákveðinn hluti barna kemur á æfingu gangandi, hjólandi eða í strætó. Það verð- ur ekki hægt að brjótast út úr vítahring skutlsins nema koma því inn hjá börnum og foreldrum að hjólreiðar séu ekki bara úti- vist heldur samgöngumáti, og að strætó sé ekki bara fyrir aumingja. Í Hafnarfirði hafa menn því miður ekki borið gæfu til að hugsa málið með jafnheildræn- um hætti. Þar hefur þannig verið komið á laggirnar sérstöku almenningssamgöngukerfi, ein- ungis fyrir börn og fólk undir tvítugu. Sem sagt aðskilið strætó- kerfi, bara fyrir ungmenni á leið í íþróttir og tómstundastarf. Þótt það sé nú kannski ekki góður siður að draga mátt úr fólki sem vill vel og reynir eflaust sitt besta, þá má draga í efa hag- kvæmnina og skynsemina við það að beint á eftir hálftómri hverfis- leið Strætó fyrir fullorðna, keyri sérstök hverfisleið fyrir börn og unglinga. Strætókerfið er eins og vega- kerfið. Hinum takmörkuðu fjár- munum sem varið er í almenn- ingssamgöngur á ekki að splitta upp í mörg lítil strætókerfi fyrir ólíka þjóðfélagshópa. Mundi það annars hljóma skynsamlega að búa til sérstaka frístundavegi sem málaðir væru í skærum litum og einungis börn og ung- menni á leið í fótbolta mættu nota? Allir sjá sóunina sem í því fælist. Margt af því sem tekið hefur verið upp á í umræddu barna- og unglingastrætókerfi Hafnar- fjarðar er raunar ekki ósniðugt, til dæmis það að hafa starfsmann um borð í vögnunum til að fylgj- ast með blessuðum börnunum. Öll skref sem auka traust foreldra á strætó sem ferðamáta eru af hinu góða og tilvalið að halda þessum strætóvörðum áfram þegar að kerfið verður sameinað hinu almenna strætókerfi, sem verður vonandi sem fyrst. Annað sem er af hinu góða er að foreldrum býst að kaupa passa fyrir heilan vetur og þurfa að því búnu ekki að telja strætómiða ofan í litlu krílin. Að sjálfsögðu á að koma upp slík- um strætópössum upp í almenna strætókerfinu sem allra fyrst. Strætómiðarnir kenna börnum nefnilega að strætó kostar, en ferðin með bílnum hennar mömmu sé alltaf ókeypis. Það er vondur lærdómur. Aðskilnaðarstrætó Pawel Bartoszek stærðfræðingur Í DAG Framboð Besta flokksins hefur farið hátt undanfarið og sitt sýnist hverjum eins og gefur að skilja þegar umræða um stjórnmál er annars vegar. Þegar skoðaðar eru nýlegar kannanir um fylgi flokkanna kemur berlega í ljós að kall- að er eftir breytingum frá því sem verið hefur. Eðlilega. Þetta sýnir fylgi hins unga og síkáta Besta flokks svo ekki verður um villst. Besti flokkurinn er, þrátt fyrir ungan aldur, hlaðinn reynslu þeirra sem að honum standa, hann gengur fyrir afli umbreytinga, blæs frá sér kjarki og gefur leyfi til að hugsa hlut- ina upp á nýtt. Besti flokkurinn stundar heiðarleg stjórnmál og skemmtileg. Hann kynnir nýjar og ferskar áherslur og boðar öðruvísi Reykjavík – allskonar Reykjavík. Það felast tækifæri í því að komast til valda í batteríi eins og borginni. Því fylgir einnig ábyrgð. Frambjóðendur Besta flokksins vita að öllu gamni fylgir nokkur alvara. Mig langar að leggja að kjós- endum að líta til baka og spyrja sig hvort þeirra þörfum hafi verið mætt af núverandi borg- arstjórn, hverjar svo sem þær kunna að hafa verið. Hefur ein- hver talað þínu máli, hafa þau málefni sem verið hafa í for- grunni átt samhljóm með því sem hefur verið ofarlega á baugi hjá þér og þínum? Er einhver að hlusta? Besti flokkurinn hlustar á fólk, menn og líka konur. Þess vegna mun nýr og kynbættur framboðslisti Besta flokksins verða kynntur föstudaginn 7. maí. Mun þá enn bætast í góðan flokk fólks sem er í stakk búið að umfaðma Reykjavík og byggja upp samfélag þar sem fólki má meira að segja langa til að geta skoðað ísbjörn … og hafa gaman. Það er kominn tími á breyting- ar, það eru nýir tímar. Við stönd- um frammi fyrir því að horfast í augu við breyttar aðstæður og við megum ulla á þá sem vilja slá Besta flokkinn út af borðinu sem eitthvað djók. Ég er ekki grínisti Borgarmál Hjördís Sjafnar Ingimundardóttir frambjóðandi Besta flokksins í Reykjavík Það felast tækifæri í því að komast til valda í batteríi eins og borginni. Því fylgir einnig ábyrgð. Frambjóð- endur Besta flokksins vita að öllu gamni fylgir nokkur alvara. AF ÖLLU PALLAEFNI, GIRÐINGA EININGUM OG GARÐHÚSUM 20% AFSLÁTTUR GILDIR TIL 9. MAÍ

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.