Fréttablaðið - 07.05.2010, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 07.05.2010, Blaðsíða 24
 7. maí 2010 FÖSTUDAGUR2 „Við höfum áður haft opið hús þar sem gestir og gangandi geta kynnst starfsemi óperunnar en ákváðum nú að gera eitthvað allt öðruvísi og niðurstaðan varð sú að koma fólki skemmtilega á óvart með söng í og utan við borgina. Það er í takt við þemað í ár sem er að byggja brýr til áhorfenda,“ segir Stefán Bald- ursson óperustjóri um þátttöku Íslensku óperunnar í evrópska óperudeginum, árlegum viðburði Samtaka óperuhúsa og -hátíða í Evrópu sem fer fram í fjölda evr- ópskra óperuhúsa á morgun. Mikil leynd hvílir yfir deginum en Stefán fæst þó til að ljóstra upp að nokkrir af ástsælustu óperu- söngvurum þjóðarinnar munu taka lagið í tilefni dagsins. „Jóhann Friðgeir Valdimarsson tenór, Giss- ur Páll Gissurarson tenór, Hulda Björk Garðarsdóttir sópran og Gréta Hergils Valdimarsdóttir sópran eru á meðal söngvaranna sem munu skjóta upp kollinum og flytja kunnugleg og upplífgandi lög,“ nefnir hann en fæst alls ekki til að gefa upp staðsetningar. „Þetta kæmi náttúrlega ekk- ert á óvart ef ég gæfi þær upp,“ segir hann og hlær. „Þó get ég sagt að þetta eru bæði staðir í og utan Reykjavíkur. Við reyndum að velja ólíkar staðsetningar sem eiga það eitt sameiginlegt að vera bæði skemmtilegar og fjölfarn- ar, til dæmis þar sem fólk versl- ar eða sækir í einhverja afþrey- ingu,“ bendir hann á og bætir við að söngvararnir verði á ferðinni eftirmiðdaginn á morgun milli klukkan 14 til 18. Stefán segist vona að uppátækið eigi eftir að vekja athygli á starfs- semi Íslensku óperunnar, sem er um þessar mundir að skipuleggja dagskrána í haust. „Við erum núna á síðustu metrunum, en verkefnin sem eru fram undan ráðast meðal annars af samningum við söngv- ara sem núna er verið að ganga frá. Þangað til geta óperuunnendur meðal annars gert sér góðan dag með tónleikum Óp-hópsins þann 18. maí. Þetta eru lokatónleik- ar hópsins sem samanstendur af nokkrum ungum og hæfileikarík- um söngvurum sem hafa komið fram á hádegistónleikum mánað- arlega í vetur. Að þessu sinni ætla þeir að flytja íslensk sönglög og lög úr íslenskum óperum,“ segir hann. roald@frettabladid.is Óperan kemur á óvart Borgarbúar geta átt von á óvæntum glaðningi á morgun þegar nokkrir af ástsælustu óperusöngvurum þjóðarinnar fara á stjá í tilefni evrópska óperudagsins og flytja valinkunn verk í Reykjavík og nágrenni. „Við ætlum að koma fólki á óvart með söngglaðningi á nokkrum völdum stöðum á morgun,“ segir Stefán Baldursson, óperustjóri Íslensku óperunnar sem tekur þátt í evrópska óperudeginum á morgun. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Sumarklútarnir komnir Mikið úrval Frá 2.500 kr. NÝJAR VÖRUR EINNIG TILBOÐSSLÁR Art & design / Sjøfn Har / Skólavörðustígur 41 101 Reykjavík, Sími: 551 0606 / 894 0367 • sjofnhar.is • sjofnhar@sjofnhar.com Opið virka daga kl.12.00–18.00. laugard. kl.12.00–18.00 Útskriftargjafir. Brúðargjafir. Vinargjafir. Listaverkakort. ath. (innifalið) Íslensk myndlist í gjafa- pakkann þinn. „Álfhóll”Ísland FÖSTUDAG og LAUGARDAG 15% afsláttur af joggingbuxum og náttfötum Kassaklifur - GPS ratleikir - Bátasiglingar - Vatnaleikir - Frumbyggjastörf Fyrir stráka og stelpur 8-12 ára - skipt í hópa eftir aldri Upplýsingar og skráning á netinu - www.ulfljotsvatn.is “Spennandi útilífsævintýri - fjör og hópefli” Opið virka daga kl 10-16 - sími 550 9800 - sumarbudir@ulfljotsvatn.is INNRITUN ER HAFIN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.