Fréttablaðið - 07.05.2010, Side 30

Fréttablaðið - 07.05.2010, Side 30
4 föstudagur 7. maí núna ✽ tíska og hönnun S nillingarnir hjá Mac hafa nú skapað dásamlega vor- lega línu ásamt breska merkinu Liberty of Lond- on. Liberty er fyrirtæki sem var opnað um miðbik nítjándu aldar í Bretlandi og sérhæfði sig í efnum sem skörtuðu fögrum blóma- og fuglamyndum, mynstrum sem eru löngu orðin að tímalausri klassík. Meðal þeirra listamanna sem gerðu mynstur fyir Liberty voru með- limir listaklíkunnar „The Pre-Raphaelite movement“. Liberty-tískuhúsið framleiðir fatnað, aukahluti og jafnvel gúmmístígvél með Liberty-mynstrunum en nú eru sumsé fáanlegar snyrtivörur skreyttar þess- um „art nouveau“-mynstrum. Litirnir í snyrtivöru- línunni sem Mac skapaði fyrir Liberty eru ein- mitt innblásnir af myndunum og eru í mjúk- um bláum, grænum og bleikum tónum. Snyrtivörurnar eru svo fagrar að það ætti að verða hrein unun fyrir allar skvísur að eiga slíkt góss í veskinu í vor. Rómant- ískt, hippalegt og gamaldags. - amb LIBERTY OG MAC FARA Í SAMSTARF: Sykursætt „Art Nouveau“ fyrir stelpurnar Fallegar umbúðir Mjúk- ir bleikir, gráir, bláir og grænir tónar einkenna litapallettuna MENNTASKÓLINN Í KÓPAVOGI Upplýsingar veitir Inga Karlsdóttir fagstjóri hagnýtra viðskipta- og fjármálagreina í síma 594 4000/8244114 eða í inga.karlsdottir@mk.is Innritun er hafi n á: Nám sem nýtist þér! Skrifstofubraut I Er tveggja anna hagnýt braut þar sem höfuðáhersla er lögð á viðskipta- og samskiptagreinar. Kennslutími: Kl. 8:20 – 13:00. Kennsla hefst 24. ágúst. Brautin er einnig kennd í fjarnámi – sjá mk.is Skrifstofubraut II - rekstrarfulltrúi Sjálfstætt tveggja anna framhaldsnám á skrifstofubraut II. Mikil áhersla er lögð á tölvunám, viðskipta- og samskiptagreinar. Inntökuskilyrði: Krafi st er þekkingar í ensku, bókfærslu og tölvunotkun. Þeir nemendur sem lokið hafa námi af skrifstofubraut Menntaskólans í Kópavogi ganga fyrir um skólavist. Kennslutími: Kl. 8:20 – 13:00. Kennsla hefst 24. ágúst. Offi ce Skills Programme for Foreign Students Offi ce Skills Programme for students, over the age of 20, not having Icelandic as their mother tongue. The courses are taught both in basic Icelandic and English. Time: Mondays, Tuesdays and Wednesdays from 17:30 to 20:30. See mk.is F atahönnuðurinn og tískuteiknarinn Hildur Yeoman hefur í vetur kennt kúrs við Listaháskóla Íslands í tískuteiknun. Tíu nemendur hafa lært að tileinka sér tækni í kúrsinum sem þeir þurfa svo að yfirfæra frá þrívíðum efnisskissum yfir í tískuteikningar og munu bæði vinna bókverk og litla fata- línu út frá skissunum. Í dag verður opnuð sýning í Hugmyndahúsi háskólanna titluð „Endurreisn-Renaissance-Resurrection,“ sem var einmitt titill kúrsins en þar gefur að líta þá spennandi hluti sem nemendur hafa verið að fást við undanfarna mánuði. „Ég skoðaði vefnað og vefstóla,“ segir Stein- unn Björg Hrólfsdóttir, einn nemandanna. „Út frá því kom hugmyndin að nota orðið „vefur“ og merkingu þess orðs í nútíma- samfélagi. Aðferðin mín og hugmyndafræði samtvinnast orðinu.“ Hera Guðmundsdóttir segist hafa heillast af vísindum endurreisn- artímans og þá aðallega fræðum alkemista. „Hugmyndafræði þeirra var bæði efnafræði- leg og andleg, breytingar á ástandi og efni og ástandi á sjálfinu. Hugmyndafræði- lega pælingin í verkinu er sumsé breyt- ing ástands. Ég vann mikið með málm og studdist við hugmyndina um koparristur sem endaði í því að ég risti með hníf á plexigler. Mér fannst hugmyndin um þann leyndardóm sem alkemían var skemmtileg og studdist við hana í gerð nærfatalínu, eins konar leyndardóm kvenna í svefnherberg- isskúffunni.“ Endurreisn sjálfsmyndarinn- ar var viðfangsefni Sunnu Örlygsdóttur en hún segist hafa sökkt sér í portrettmyndir endurreisnartímabilsins. „Ég skoða hvern- ig fólk miðlaði ímynd sinni þá og nú. Í dag notar fólk til dæmis Facebook og MySpace til að búa til ímynd af sjálfu sér fyrir aðra til að skoða. Verkið mitt er af fimm stúlk- um í fatnaði með tækni sem ég hef verið að vinna með.“ Meðal fleiri verka voru teikningar gerðar úr nammi og meira að segja úr brauðdeigi og óhætt er að segja að sýningin verði fjöl- breytt og spennandi fyrir alla með áhuga á list og tísku. - amb Endurreisn-Renaissance-Resurrection verð- ur opnuð í dag klukkan fimm í Hugmyndahúsi háskólanna og verður einnig opin laugardag og sunnudag frá 12-18. Nemendur í tískuteikningu í LHÍ opna sýningu í dag ENDURREISN ENDURVAKIN Sökktu sér ofan í endurreisnartímabilið Hera Guðmundsdóttir, Steinunn Hrólfsdóttir og Sunna Örlygs- dóttir unnu allar með mismunandi hugmyndir og miðla í verkum sínum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Verk úr brauði Verk eftir Mai Shirato þar sem hún notar brauðfléttur með tískuteikningum. Myndir úr nammi Tanja Huld Guðmundsdóttir gerði skemmtileg verk úr sælgæti. ALLT SEM ÞÚ ÞARFT Úr smiðju Bobbi Brown kemur þetta nýja litabox sem nefnist „antigua“. þar er að finna allt sem þú þarft í einu handtaki: náttúrulegan augnskugga, rósrauðan kinnalit og þrjá tóna af varaglossi. fallegt og sniðugt.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.