Fréttablaðið - 07.05.2010, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 07.05.2010, Blaðsíða 32
6 föstudagur 7. maí Ágústa Eva Erlendsdóttir leikur aðalhlutverkið í væntan- legri og blóðugri kvik- mynd Ólafs de Fleur og hefur stundað bardaga- íþróttir af kappi til að undirbúa sig. Hún telur sig nú geta fellt sæmi- lega hávaxinn karlmann kylliflatan til jarðar. Í við- tali við Föstudag ræðir hún meðal annars um hvernig hún reyndi að eyðileggja Eurovision og hvernig hún getur svæft fólk með handtaki úr taílenskri bardagalist. Viðtal Anna Margrét Björnsson Myndir Stefán Karlsson K vikmyndin er æsi- spennandi og ger- ist á Íslandi,“ segir Ágústa Eva Erlends- dóttir, söngfugl og leikkona, sem leikur aðalhlutverk- ið í kvikmynd frá Poppoli Pictures sem nefnist Borgríki og er í tökum um þessar mundir. „Í henni liggja leiðir þriggja hópa saman og þar eru á ferð íslenska lögreglan, ís- lenskir glæpamenn, með Ingvar E. Sigurðsson fremstan í hlutverki, og svo serbneska mafían. Þar er Serbinn Slatko fremstur í flokki en það eru sumsé alvöru Serbar að leika Serba í myndinni. Upp koma ýmis átök milli þessara hópa sem reynt er að leysa á ýmsan hátt.“ Er þetta ekki blóðugt og ofbeldis- fullt? „Jú, þetta er það dálítið. Ég leik lögreglukonu sem kemst í skrýtnar aðstæður. Hún er ekki beint vond lögga en tekur eflaust ýmsar rangar ákvarðanir eins og fólk gerir þegar það kemst í hann krappan. Hún verður dálítið ör- væntingarfull og gerir þá eflaust dálítið súra hluti.“ Ágústa Eva er að æfa bardaga- íþróttir af fullum krafti í félaginu Mjölni. „Ég hafði verið þar einu sinni fyrir tveimur árum og um leið og Óli, leikstjóri myndarinnar, sagði mér að ég ætti að leika fíkniefna- löggu þá ákvað ég að drífa mig aftur í æfingar. Ég vissi að ég þyrfti dálítið að spýta í lófana ef ég ætl- aði að gera þetta af einhverju viti. Mjölnismenn eru búnir að koma mjög mikið að kvikmyndinni og sjálf hef ég verið að æfa kickbox á fullu síðan í nóvember, auk æf- inga með ketilbjöllum til að buffa mig upp.“ LÖGREGLAN HJÁLPAÐI VIÐ GERÐ MYNDARINNAR Borgríki fjallar sumsé um myrk- ustu undirheima Reykjavíkurborg- ar og verður sýnd á hvíta tjald- inu á næsta ári. „Ólafur kemur úr heimildarmyndageiranum og hefur öðruvísi sýn á kvikmynda- gerð en margir leikstjórar. Hann er einstaklega góður í að selja áhorf- andanum söguna og hún verður mjög raunveruleg. Hann er mjög spenntur fyrir að fá alvöru hluti inn í kvikmyndina í stað þess að gera eitthvað „feik“ Hollywood- dæmi. Við fengum lögreglur til að leiðbeina okkur við gerð mynd- arinnar og jafnvel leika í henni. Við höfum líka talað við alvöru krimma. Svo eru Serbarnir náttúr- lega alvöru. Þeir eiga að hafa feng- ið herþjálfun í myndinni og þeir eru í alvörunni með herþjálfun. Þetta eru menn sem hafa geng- ið í gegnum stríð og hafa drepið menn og séð fólk lamið í stöppu. Það er mikið blóðbragð af þessari mynd.“ Ágústa Eva segir lögregluna í Reykjavík hafa verið einstaklega hjálplega við gerð myndarinnar. „Þeir voru alveg ótrúlega hressir og skemmtilegir. Það er auðvitað enginn peningur á bak við þessa mynd enda nýbúið að skera niður í íslenskri kvikmyndagerð. Hver veit nema aðeins þessi eina ís- lenska kvikmynd komi út á næsta ári og þá langar okkur auðvitað að hún verði góð.“ EKKI GRÍN AÐ MÆTA MÉR Í MYRKU HÚSASUNDI Spurð um hvort hún hafi öðl- ast nýja sýn á íslenska undir- heima í gegnum tökur myndar- innar segist Ágústa Eva auðvitað hafa velt þeim málum meira fyrir sér en ella. „En ég held ekki að við þurfum að hafa neinar sérstakar áhyggjur. Til hvers að hafa áhyggj- ur? Þetta er ekkert verra en annars SALON REYKJAVÍK Vertu velkomin(n)! REYNDI AÐ JARÐA SKINKU Kann að sparka og kýla Ágústa Eva hefur æft MMA kickbox af krafti undanfarna mánuði. Glæpagengi takast á við lögregluna Hér sést víkingasveitin í tökum á Borgríki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.