Fréttablaðið - 07.05.2010, Page 44

Fréttablaðið - 07.05.2010, Page 44
24 7. maí 2010 FÖSTUDAGUR BAKÞANKAR Brynhildar Björnsdóttur ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Hlátur- gas Jæja! Dragðu spil! Ekki sýna mér það! Spaða tía! Já! Fjandinn! Töfrar! Og það tók bara 38 tilraunir! Þér fer fram! Í dag varð mér það ljóst að öll framtíð mín getur ráðist af því hversu góða menntun ég fæ. JÁ! Þetta er það sem ég hef verið að segja þér öll þessi ár Palli! Hvað fékk þig til að hlusta loksins? Einhver annar sagði þetta við mig. Lárus, ég er á fullu í þvottinum, get- urðu skipt á Lóu? Alls ekki. Hún er fín eins og hún er! Þetta er ástæða þess að uppi- standarar eignast ekki börn! Ég hef undanfarin ár lagt mig fram við að láta bílinn standa á hlaðinu. Ég reyni að ganga eða hjóla styttri vegalengdir en hoppa upp í strætó þegar göngufæri er slæmt eða tími vinnst ekki til. Vissulega er einhver hluti þessarar bílfælni heilsu- tengdur, það er bæði hollara og skemmti- legra að fara gangandi og hjartað fer síður í krans þótt rauði kallinn heilsi. En ég hef líka fengið heilmikið út úr því að finn- ast ég vera að hlífa umhverfinu við útblæstri á eitur gufum, stuðla að bjartari og hreinni framtíð barn- anna minna og almennt bæta þannig heiminn og sjálfa mig í leiðinni. ÓSJALDAN hef ég hnippt í öku- menn þegar mér hefur fundist þeir fara helst til frjálslega með framtíðarauðlind barnanna minna, hreina loftið, barið byrst í bílrúður og bent kurteislega en ákveðið á fánýti þess að láta bílinn standa í gangi á meðan erindum er sinnt, til dæmis skotist inn í bakarí eða farið með barn inn á leikskóla og útblæstrinum á meðan dælt yfir hin börnin sem eru á leið að skól- anum. HVÖSSUST var ég sennilega við mann sem hafði bílinn í gangi í korter á meðan hann var að hlaða símann sinn. EN það leggst lítið fyrir umhverfisvernd þessa dagana. Það er eitthvað krúttlega hjákátlegt við það að tölta með pappírinn sinn og plastið út í græntunnu og banana- hýðin í safnhauginn þegar eldfjallið í næsta nágrenni spýr fimmtíu tonnum af ösku, vikri og eitri út í andrúmsloftið á sekúndu. Í einum klukkutíma eru þrjú þúsund og sex hundruð sekúndur og í einum sólarhring áttatíu og sex þúsund og fjögur hundruð sekúndur. Eldgosið í Eyjafjallajökli hefur staðið síðan 20. mars, sumsé í sex vikur og sex daga, og fimmtíu tonn á sekúndu þykir bara nokkuð vel sloppið miðað við fyrstu dagana þegar andrúmsloftið varð mörg hundruð tonnum ríkara af jarðefnum á sek- úndu hverri. Til samanburðar losar bíllinn minn 4,3 tonn af koldíoxíði á ári ef ég keyri hann að meðallagi. EN það þýðir ekkert að gefast upp. Það þýðir heldur ekkert að fyllast vonleysi þó að lífið gangi ekki eins og maður vill helst og jafnvel afturábak ef eitthvað er. Ég ætla að halda áfram að leggja mitt örsmáa kol- díoxíðkorn á vogarskálarnar á móti fimm- tíu tonnum á sekúndu í þeirri fullvissu að lítið sé alltaf betra en ekki neitt. Ég ætla að halda áfram að hjóla í vinnuna. Fimmtíu tonn á sekúndu

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.