Fréttablaðið - 07.05.2010, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 07.05.2010, Blaðsíða 46
26 7. maí 2010 FÖSTUDAGUR menning@frettabladid.is ath. á morgun kl. 20 Sýningum Nemendaleikhússins á lokaverkefninu sínu Stræti eftir Jim Cartwright lýkur um helgina en síðasta sýning er annað kvöld. Þessi útskriftar- árgangur hefur vakið verulega athygli í vetur en uppselt hefur verið á allar sýn- ingar þeirra. Stræti eftir Jim Cartwright kom fram fyrir rúmum tveim áratugum og sló strax rækilega í gegn og fór á fjalir leikhúsa víða um heim. Það skýt- ur alltaf upp kollinum öðru hverju og virðist alltaf eiga erindi. > Ekki missa af Tónleikum Eivarar Pálsdóttur í Óperunni 28. maí en almenn miðasala hefst í dag kl. 10. Eivør Pálsdóttir er að gefa út nýja plötu en með henni á tónleikunum spila Benjamin Petersen rafgítar, Mikael Blak rafbassi og kontra- bassi og Høgni Lisbert trommur og slagverk. Miðasala er á Miði.is. Eingöngu er selt í númeruð sæti. Nýja breiðskífan, LARVA, er sjö- unda hljóðversplatan sem Eivør sendir frá sér. Eivør vann plötuna með sveitinni sem kemur fram á tónleikunum og upptökustjóran- um Jens L. Thomsen. Auk þeirra koma fram strengjasveit Caput, færeyski kórinn Mpiri og barnakór frá Gøta, heimabæ Eivarar. Ljósmyndasafn Reykjavíkur í Grófarhúsi og Listasafn Reykjavíkur í Hafnarhúsi standa hlið við hlið við miðpunkt Reykjavíkur. Um helgina lýkur í þessum söfnum merkum sýn- ingum: Útskriftarsýningu Listaháskólans sem er sprúðlandi af fjöri, og tveimur ljósmyndasýning- um í Ljósmyndasafninu. Jóna Þorvaldsdóttir kallar sýningu sína Skynjanir. Hún er þekkt fyrir að nota sígildar ljósmyndunaraðferðir við gerð verka sinna en þær voru vinsælar á upphafstímum ljósmyndunar. Jóna tekur ljósmyndir sínar á gamla blaðfilmuvél og notar filmur sem eru í 8x10 formati þ.e. 20x25 cm að stærð. Filmurnar framkallar hún í bökkum og kontaktprentar svo myndirnar á gæða vatnslita- pappír undir útfjólubláu ljósi eða sólarljósi. Myndheimur Jónu er sveipaður dulúð og mýkt og vinnsla myndanna með þessum gömlu aðferð- um eykur enn fremur á þá eiginleika eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Þá er komið að lokum sýningar Jakobs Jakobssonar en þær eru í senn mikilvæg heimild um verklegar framkvæmdir og búa yfir sterkri tilfinningu í myndbyggingu. Sýningarlok í Grófinni um helgina LJÓSMYNDIR Jóna Þorvaldsdóttir: Við tjörnina. Ísland 2009. Palladium prent. Kópavogsdagar hefjast á morgun og er margt á dag- skrá en dagarnir eru að þessu sinni helgaðir minn- ingu Sigfúsar Halldórsson- ar tónskálds. Verður haldin röð tónleika þar sem flutt verða hans vinsælustu lög og í Tónlistarsafni íslands er komin upp sýning á ýmsu efni sem tengist ferli hans. Sigfús Halldórsson fæddist 7. sept- ember 1920 og ólst upp í Reykja- vík. Sigfús varð snemma áberandi í bæjarlífinu. Hann vann sem sendill frá unga aldri í Útvegsbankanum sem þá var í miðju samfélagsins í þorpinu Reykjavík og vann þar allt til 1944. Einkar ljúf lund hans og elskulegt fas aflaði honum snemma vinsælda og svo sú náttúrugáfa sem fólst í söngrödd hans og hljóðfæra- leik. Hann varð á unga aldri kunnur sem skemmtikraftur í samkvæmis- lífi og tók að koma fram sem slík- ur fyrir tvítugsaldurinn. Hann lék í óperettum og revíum í upphafi stríðsins en hugur hans hneigðist ekki síður að myndlist: Hann stund- aði nám í málaraskóla Marteins Guðmundssonar og Björns Björns- sonar, en var í hópi þeirra sem leit- uðu erlendis til náms og lauk brott- fararprófi með fyrstu verðlaun í leiktjaldahönnun og málaralist frá hinum þekkta skóla Slade Fine Art School 1945. Hann sótti sér framhaldsmenntun við Stokkhólm- sóperuna 1947 og 1948 og starfaði á málarasal Þjóðleikhússins 1950 til 1952, hann vann hjá J. Þorláksson & Norðmann 1954 til 1955, var starfs- maður á bókasafni Bandaríkjahers 1955 til 1956, á skattstofu Reykja- víkur 1957 til 1968. Fastur teikni- kennari við Langholtsskóla 1968 til 1981, auk þess sem hann hélt fjölda námskeiða í teiknun á sama tíma. Þá ferðaðist hann með leikflokkum um landið frá 1939 og allt til 1955. Fyrstu hljóðrit Sigfúsar sem urðu kunn hér á landi voru hans eigin sönglög. Hann mun hafa samið um 100 tónsmíðar af ýmsu tagi og er nú unnið að því að koma reiðu á safn hans til útgáfu, en margir listamenn hafa sóst eftir að syngja hans þekktustu lög sem eru alþýðueign. Sigfús byrjaði ungur að mála og hefur um dagana haldið fjölda mál- verkasýninga, hérlendis og erlend- is bæði einn og með öðrum. Hann var kjörinn heiðursborgari Kópa- vogs 1994 og var það í þriðja sinn sem Kópavogsbúar völdu sér heið- ursborgara en þau Steinunn kona hans settust að í bænum 1963. Jafnframt sýningu í Tónlistar- safni hefur Björn Thoroddsen sett saman lítið kombó með þeim Jóhanni Hjörleifssyni, Jóni Rafns- syni og Pálma Sigurhjartarsyni. Munu þeir ásamt söngvurunum Heru Björk Þórhallsdóttur, Stef- áni Hilmarssyni og Agli Ólafssyni flytja nær tuttugu lög eftir Sigfús á sex tónleikum í dag og á morg- un, og á föstudag og laugardag um næstu helgi. Björn segir það hafa komið sér á óvart þegar hann stóð fyrir nám- skeiði fyrir ungt tónlistarfólk í Mol- anum að krakkar um tvítugt þekktu allir lög Sigfúsar. „Þau standast tímans tönn,“ segir hann. Tónbygg- ing þeirra sé af evrópskum meiði, frekar en bandarískum þótt Björn og hans félagar leggi á þau djass- slikju. „þau eru raunar frekar með ítölskum brag,“ segir Björn. Miða- sala er á tónleikaröðina í Salnum og á midi.is og er þegar vel selt á tón- leikaröðina enda Sigfús uppáhald margra og því heiðursess hans á Kópavogsdögum auðskilinn og sjálfsagður. pbb@frettabladid.is Fúsi Halldórs er níræður og lögin hans sígild enn MENNING Sigfús Halldórsson tónskáld og listmálari 1920-1996. MYND LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR Næsta listmunauppboð verður hald- ið í Galleríi Fold við Rauðarárstíg á mánudaginn og hefst að vanda kl. 18.15 í húsnæði Foldar við Rauðar- árstíg. Boðin verða upp nokkur verk eftir Jóhannes S. Kjarval og gam- alt málverk af bátum eftir Svavar Guðnason. Auk þess verða verk eftir marga af helstu myndlistar- mönnum Íslands boðin upp, þar á meðal Alfreð Flóka, Jón Stefánsson og Valtý Pétursson. Á uppboðinu eru enn fremur verk eftir ýmsa yngri höfunda svo sem Húbert Nóa, Gunnellu, Georg Guðna og Tolla. Þá verða verk eftir Eggert Pétursson, Kristján Davíðsson, Hafstein Austmann og Tryggva Ólafsson boðin upp. Verkin verða sýnd í Galleríi Fold við Rauðarárstíg en uppboðsskrána má skoða á vef Foldar: www.mynd- list.is frá hádegi í dag. - pbb Uppboð í Fold MYNDLIST Gamalt verk eftir Svavar er á uppboðinu, frá þeim tíma sem hann var að færast úr fígúratífu málverki í afstrakt. MYND/FRÉTTABLAÐIÐ Þorsteinn Helgason, myndlistar- maður og arkitekt, opnar á morg- un sýningu á nýjum málverkum í Reykjavik Art Gallerí í gamla Fróns-húsinu við Skúlagotu. Þar sýnir hann olíuverk sem hann hefur unnið á síðustu misserum. „Í millitíðinni hefur það gerst að ég verð líka með málverk á Kaffi Sólon í Bankastæti 7a þannig að þetta er eiginlega tvöföld opnun þar sem ég reikna með að sýna sex til sjö myndir,“ segir Þor- steinn en sýningin á Kaffi Sólon mun standa yfir í um það bil mánuð, en sýningin á Skúlagöt- unni stendur til 23. maí. Þorsteinn stundaði nám við Myndlistaskólann í Reykjavík og Handíða- og myndlistaskólann. Hann hefur verið tryggur franska skólanum frá því um miðja síð- ustu öld og hafa verk hans notið mikillar hylli á þeim fjölda sýn- inga sem hann hefur staðið fyrir frá því að hann tók að sýna verk sín opinberlega í Gallerí Borg 1998. Í tilefni af sýningunni hefur galleríið gefið út veglegan bæk- ling en Þorsteinn heldur líka úti vefsíðu www.formnatura.com þar sem sjá má yfirlit um feril hans á þessu árabili. Verkin á sýningunni eru öll til sölu. - pbb Afstrakt í Frónarhúsi MYNDLIST Þorsteinn Helgason listmálari kannar að sögn Jóns Proppé listfræð- ings skipulega strangflatarmálverkið og verður því að teljast í hópi fárra afstrakt- ista um þessar mundir. MYND FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI – Allir hafa hæfileika – lög frá ýmsum þjóðlöndum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.