Fréttablaðið - 07.05.2010, Side 50

Fréttablaðið - 07.05.2010, Side 50
30 7. maí 2010 FÖSTUDAGUR Í lok maí er von á kynlífs- myndbandi frá Kendru Wilkinson í óþökk stjörn- unnar. Ekki er allt sem sýn- ist og margt bendir til þess að hún hafi lagt blessun sína á útgáfuna – þrátt fyrir hótanir um málsókn. Klámframleiðandinn Vivid til- kynnti í vikunni útgáfu kyn- lífsmyndbands með sjónvarps- stjörnunni Kendru Wilkinson í aðalhlutverki. Lögfræðingar Kendru sendu í kjölfarið frá sér yfirlýsingu um að myndbandið væri raunverulegt, en allra leiða yrði leitað til að koma í veg fyrir útgáfu þess. Kendra er þar með komin í hóp stjarna á borð við Paris Hilton og Kim Kardashian. Þær skutust reyndar báðar upp á stjörnuhimininn í kjölfar mynd- banda sem sýndu þær stunda kynlíf með þáverandi kærust- um sínum, eins furðulega og það hljómar. Tilkynning lögfræð- inga Kendru er áþekk þeim sem lögfræðingar Par- isar og Kim sendu frá sér á sínum tíma. Mynd- bönd þeirra komu engu síður út og stúlkurnar sömdu um að fá hluta af hagnaðinum. Samkvæmt banda- rískum vefmiðlum er nær öruggt að myndbandið komi út, þrátt fyrir yfir- lýsingar Kendru. Af hverju? Jú, í Banda- ríkjunum eru lög sem kallast 2257. Samkvæmt þeim er ólöglegt að gefa út kynlífsefni fólks, án þess að fá frá því undirskrift sem Kendra og kynlífshneykslið ■ Kendra er ein af fjölmörgum fyrrverandi kærustum Playboy-kóngsins Hugh Hefner. ■ Hún kom fram í þáttunum Girls of the Playboy Mansion, sem er einn vinsælasti þáttur í sögu E!-sjónvarpsstöðvarinnar. ■ Í dag kemur hún fram í einum af vinsælustu þáttum E!, sem fjallar um líf hennar og NFL-stjörnunnar Hank Basket, en þau eignuðust nýlega sitt fyrsta barn. HVER ER KENDRA WILKINSON? sannar að það hafi verið 18 ára eða eldri þegar efnið var framleitt. Það er því ómögulegt að hin fjölmörgu ólög- legu kynlífsmynd- bönd íbúa Hollywood hefðu komið út án undirskriftar og samþykkis þeirra sem fram komu í myndbönd- unum. Það rennir stoðum undir þá kenn- ingu, að hótan- ir um máls- höfðanir séu hluti af hannaðri atburðarás til að kynna myndböndin. Kendra á að hafa verið 18 eða 19 ára þegar myndbandið var tekið upp, en „mótleikari“ hennar er óþekktur. Samkvæmt tilkynn- ingu Vivid fékk klámframleiðand- inn myndbandið frá þriðja aðila og hyggst gefa það út í lok maí. Áður en það gerist má búast við stórum yfirlýsingum úr herbúðum Kendru, sem endar á því að báðir aðilar semja um að hún fái greiddar fúlg- ur fjár gegn því að láta dómsmál niður falla. Þetta er nákvæmlega það sem gerðist í nóvember í fyrra þegar Vivid hugðist gefa út kyn- lífsmyndband með leikkonunni og fyrirsætunni Shaunu Sand. Hún tók svo þátt í kynningar- starfi myndbandsins. atlifannar@frettabladid.is Uppistandshópurinn Mið-Ísland mun kitla hláturtaugar manna að Gljúfra- steini klukkan 16 á laugardag. Halldór Halldórsson, betur þekktur sem Dóri DNA, segir hópinn ætla að vera með menningarlegt grín þar sem gert er grín að ungskáldum, tónlistarhúsinu og ýmsum þemum úr bókum Guðbergs Bergssonar. „Okkur fannst mjög viðeig- andi að halda uppistand að Gljúfrasteini og höfum séð það í hillingum alveg frá því við stofnuðum hópinn. Ég vann þarna lengi og sá um skipulagningu ýmissa viðburða þar og sá þá að þetta er góður vettvangur fyrir uppistand. Þetta er líka algjör hláturhöll og þarna hefur mikið verið grínast í gegnum tíðina,“ útskýr- ir Dóri DNA, sem einmitt er barnabarn Nóbelsskáldsins Halldórs Laxness. Dóri kemur fram ásamt þeim Jóhanni Alfreð, Ara Eldjárn og Bergi Ebba. Hann hyggst koma fram órakaður og með hatt að hætti ungskálda en segir hina piltana ekki muna gera slíkt hið sama. „Ég er sá eini í hópnum sem vex almennilega skegg, hinir hefðu þurft lengri fyrirvara ef þeir ættu að geta verið með.“ Hann segist viðbúinn fjölmenni en óttast ekki að þurfa að vísa fólki frá sökum plássleysis. „Það er svo ótrú- legt með þennan sal að það virðist alltaf vera pláss fyrir alla. Þetta er líka fyrsta giggið okkar eftir árshátíð hópsins sem haldin var í Kaupmannahöfn fyrir stuttu og þess vegna mjög viðeigandi að það fari fram að menningarsetrinu Gljúfra- steini.“ Aðgangseyrir er 800 krónur og gildir það einnig sem miði inn á safnið. - sm Gamanmál á Gljúfrasteini GRÍNAÐ AÐ GLJÚFRASTEINI Ari, Dóri, Jóhann og Bergur í Mið-Íslandi, en hópurinn verður með uppistand á menningarsetrinu Gljúfra- steini á laugardag. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA KYNLÍFSHNEYKSLI Paris Hilton og Kim Kardashian högnuðust báðar á útgáfum kyn- lífsmyndbanda sem þær virtust í fyrstu ætla að hindra að kæmu út. > BORÐAR BARNAMAT Nýtt æði hefur gripið um sig í Hollywood og er hvern stjarn- an á fætur annarri farin að snæða barnamat til að halda sér grannri. Leikkonan Jennifer Aniston er þeirra á meðal og hefur hún misst um 4 kíló á einni viku á þessum undar- lega kúr. Hin unga leikkona Kristen Stewart segist ekki vera fýld þegar hún gengur rauða dregilinn held- ur sé hún aðeins hrædd og óörugg. Hún segir fylgifiska frægðarinnar oft á tíðum erfiða og nefnir þá sérstaklega atgang ljósmyndara. „Um leið og einhver uppgötvar að þú sért á staðnum er öruggara að forða sér. Fólk virðist missa sig. Og ljósmyndararnir, þeir eru hræðilegir. Þeir eru dusilmenni,“ sagði leikkonan. „Mér finnst skrítið þegar ég fer á svið og fólk segir að ég sé taugaóstyrk og óörugg, og ég er það, en fólk lætur það hljóma eins og það sé eitt- hvað slæmt. Svo eru aðrir sem segja að ég sé fýld. En ég er það ekki, það eru bara allir að öskra á þig úr öllum áttum og stundum verður það of mikið og þá þarf ég að berjast við tárin. Maður verður andlega búinn á því.“ Twilight-stjarna óttast ljósmyndara EKKI FÚL Kristen Stewart segist ekki fýld, heldur aðeins and- lega búin á því. NORDICPHOTOS/GETTY folk@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.