Fréttablaðið - 07.05.2010, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 07.05.2010, Blaðsíða 56
36 7. maí 2010 FÖSTUDAGUR sport@frettabladid.is HANDBOLTI Í fyrsta sinn í átta ár verður oddaleikur um Íslands- meistaratitilinn í handbolta karla. Þetta varð ljóst í gær eftir að Valur vann Hauka í æsispennandi fram- lengdum leik á Vodafone-vellinum í gær, 32-30. Fannar Þór Friðgeirsson átti stórleik, þá sérstaklega í framleng- ingunni þar sem hann nánast gekk frá Haukaliðinu einn síns liðs. Hann skoraði fjögur af sjö mörk- um Valsmanna og fiskaði þar að auki eitt víti. Valsmenn höfðu haft undirtökin í síðari hálfleik en svo virtist sem leikurinn ætlaði að snúast með Haukum undir lokin. Vals- menn fengu að vísu síðustu sókn- ina í venjulegum leiktíma en voru einum færri og Haukavörnin óárennileg. En á lokasekúndunum fékk Gunnar Berg Viktorsson að líta rauða spjaldið fyrir að fara í and- litið á Fannari Þór Friðgeirssyni. Þó svo að Valsmenn hafi ekki náð að skora með lokaskoti sínu byrj- uðu þeir í yfirtölu í framlenging- unni. Þar skoruðu þeir fyrstu þrjú mörkin og þótt Haukar hafi aftur náð að minnka muninn í eitt mark var sigurinn í raun tryggður. „Ég var óhræddur enda þýðir ekkert að horfa bara á leikinn,“ sagði Fannar eftir leikinn. „Ég var hvíldur hægra megin í fyrri hálf- leik og átti svo að koma upp í þeim síðari. Það þýddi ekkert að skor- ast undan því og láta bara vaða. Og þegar vel gengur þá heldur maður áfram.“ Hinum megin á vellinum hafði Sigurbergur Sveinsson svipaða sögu að segja. Hann hafði hægt um sig í fyrri hálfleik en kom inn í þann síðari af miklum krafti. Hefðu Haukar fagnað sigri í gær hefði það verið honum að þakka. „Þetta var bara stöngin út hjá okkur og stöngin inn hjá þeim. Þannig er þetta oft í framlenging- um. Þetta féll bara ekki með okkur undir lokin,“ sagði Sigurbergur sem neitaði því ekki að hann væri byrjaður að þreytast eins og aðrir leikmenn. „Þetta er fjórði leikurinn á stutt- um tíma en við erum allir að spila við sömu aðstæður. Við verðum allir óþreyttir í oddaleiknum enda var leikurinn frábær í kvöld. Svona á þetta vera – það var mikil stemn- ing á pöllunum og ótrúlega gaman að sjá alla þessa áhorfendur.“ Aðsóknarmet var sett í Voda- fone-höllinni í gær þegar 2.054 manns fóru langt með að fylla húsið. Áhorfendur fengu líka sitt fyrir aðgangseyrinn og gott betur. Leikurinn var vel leikinn og sér- staklega var varnarleikur liðanna góður. Liðin skiptust á að ná for- ystunni í fyrri hálfleik en það var nánast jafnt á öllum tölum í síð- ari hálfleik. Valsmenn náðu svo undirtökunum undir lok leiksins og kláruðu hann af miklum krafti í framlengingunni. Haukarnir voru þó aldrei langt undan og útlit fyrir æsispennandi viðureign á morgun. eirikur@frettabladid.is 35 DAGAR Í HM Brasilía er eina þjóðin sem hefur verið með í öllum 19 heimsmeistarakeppnunum frá upphafi og engin þjóð hefur unnið HM oftar. Brasilíumenn hafa fimm sinnum orðið heimsmeistar- ar (1958, 1962, 1970, 1994 og 2002). Brasilíumenn hafa komist áfram upp úr riðlakeppninni í undanförnum tíu HM- keppnum eða allar götur síðan 1966. Fáðu faglega ráðgjöf um val á hlaupaskóm og kynntu þér NIKE+ MEÐ ÖLLUM NIKE HLAUPASKÓM KÍKTU Í Í DAGBÍLDSHÖFÐA KAUPAUKI INTERSPORT Í pallasmíðina Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is – Afslátt eða gott verð? Kletthálsi Rvk Akureyri Suðurnesjum Húsavík HANDBOLTI Eftir sigur Valsmanna á Haukum í fjórða úrslitaleik lið- anna í gær er ljóst að liðin spila hreinan úrslitaleik um Íslands- meistaratitilinn á Ásvöllum klukkan 14.00 á laugardaginn. Þetta verður fyrsti oddaleikurinn um Íslandsmeistaratitil karla í handbolta í átta ár eða síðan Valur og KA mættust á Hlíðarenda 10. maí 2002. Þetta verður jafnframt aðeins fjórði úrslitaleikurinn um Íslands- meistaratitilinn síðan úrslita- keppnin var sett á laggirnar 1992. Valsmenn og Haukar hafa bæði unnið titilinn í oddaleik; Valur vann fimmta leikinn á móti KA í lokaúrslitunum 1995 og Haukar unnu fimmta leikinn á móti KA í lokaúrslitunum 2001 en sá leikur fór fram í KA-húsinu fyrir norð- an. KA-menn unnu 24-21 sigur á Val í síðasta oddaleiknum fyrir átta árum sem þýðir að tveir síð- ustu úrslitaleikirnir um titilinn hafa unnist á útivelli (KA 2002 á Hlíðarenda og Haukar 2001 í KA- húsinu). Þetta verður aftur á móti fyrsti úrslitaleikurinn um titilinn sem fer fram á Ásvöllum en Haukar hafa unnið þar tólf leiki í röð í lokaúrslitum eða alla heimaleiki sem liðið hefur spilað í úrslitaein- víginu frá því að Ásvellir tóku við af Strandgötunni sem heimavöllur Hauka. - óój Leikur Hauka og Vals verður fjórði oddaleikurinn um titilinn frá upphafi: Fyrsti úrslitaleikurinn í 8 ár Valur - Haukar 32-30 (12-13, 25-25, 29-27) Mörk Vals (skot): Fannar Þór Friðgeirsson 12/3 (17/3), Sigurður Eggertsson 6 (11), Arnór Þór Gunnarsson 6/3 (13/4), Elvar Friðriksson 4 (8), Sigfús Páll Sigfússon 2 (2), Orri Freyr Gíslason 1 (1), Baldvin Þorsteinsson 1 (4), Jón Björgvin Pétursson (1), Ingvar Árnason (1). Varin skot: Hlynur Morthens 15 (44/1, 34%), Ingvar Kr. Guðmundsson 0 (1/1). Hraðaupphlaup: 5 (Fannar Þór 3, Elvar 1, Baldvin 1). Fiskuð víti: 7 (Ingvar 2, Fannar Þór 2, Sigfús Páll 1, Sigfús 1, Baldvin 1). Utan vallar: 8 mínútur. Mörk Hauka (skot): Sigurbergur Sveinsson 11/2 (20/2), Björgvin Hólmgeirsson 5 (11), Pétur Pálsson 5 (5), Freyr Brynjarsson 4 (4), Elías Már Halldórsson 2 (6), Gísli Jón Þórisson 2 (2), Einar Örn Jónsson 1 (3), Þórður Guðmundsson (1). Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 23/1 (54/6, 43%), Aron Rafn Eðvarðsson 0 (1/1). Hraðaupphlaup: 5 (Pétur 2, Freyr 1, Sigurbergur 1, Gísli Jón 1). Fiskuð víti: 2 (Pétur 2). Utan vallar: 6 mínútur. Dómarar: Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson. Voru frábærir. Tölfræðin úr leiknum í gær Óskar Bjarni Óskarsson er ánægður með hvernig hans menn í Val svöruðu tapleiknum gegn Haukum í leik liðanna í Vodafone-höll- inni í gær. Valur vann þá 32-30 sigur í framlengdum leik. „Það var bara ekkert í gangi hjá okkur í síðasta leik,“ segir Óskar Bjarni en Haukar voru með 2-1 forystu í einvíginu og hefðu getað tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í gær. „Að sjálfsögðu óttaðist ég að við myndum ekki ná að svara því enda töpuðum við 3-1 fyrir þeim í fyrra. En í ár erum við ferskari og með menn sem eru heilir og klárir í slaginn,“ segir hann. „Við þurftum að stíga upp í kvöld. Annars hefðu Haukarnir bara labbað yfir okkur og unnið með tíu marka mun. Síðast spilaði enginn okkar vel og þetta snýst um að stíga upp og hafa gaman af því að spila svona leiki.“ Hann var annars ánægður með þá stemningu sem var í Vodafone- höllinni í gær enda bauð leikurinn upp á mikla spennu. „Svona á þetta að vera í úrslitakeppninni. Þetta minnti mig á eins og þetta var 1995 og 1996. Áhorfendur voru frábærir og stemn- ingin ótrúleg. Við, bæði leikmenn og þjálfarar, erum einmitt í handbolta til að upplifa svona stemningu og því eiga svona leikir að fara í framlengingu,“ segir Óskar Bjarni. Fannar Þór Friðgeirsson átti frábæran leik í liði Valsmanna og fór langt með að klára leikinn einn síns liðs í framlenging- unni. „Fannar er stríðsmaður og var alveg brjálaður eftir síðasta leik. Þá ætlaði hann að taka allt of mikið á sig í stað þess að vera aðeins rólegri og spila vel. Við náðum að nota hann á réttum augnablikum í kvöld og náðum að hvíla hann betur en í hinum leikjun- um. Elvar [Friðriksson] kom líka inn og leysti sitt vel af hendi. Það eru líka allir leikmenn sem þurfa að stíga upp og ná að spila það vel að leikurinn verði ógleymanlegur fyrir þá.“ ÓSKAR BJARNI ÓSKARSSON, ÞJÁLFARI VALS: FANNAR ÞÓR FRIÐGEIRSSON ER STRÍÐSMAÐUR Svona á þetta að vera í úrslitakeppninni Valsmenn hefndu ófaranna Valsmenn komu í gær í veg fyrir að Haukar næðu að tryggja sér Íslandsmeist- aratitilinn á Hlíðarenda annað árið í röð. Reyndar þurfti framlengingu til en þá sýndu heimamenn hvað er spunnið í þá. Úrslitaleikurinn er á laugardag. FANNAR ÞÓR FRIÐGEIRSSON Frábær í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL DÓLGARNIR AÐ STANDA SIG Á PÖLLUNUM Valsmenn fögnuðu sigrinum í gær með frábærri stuðningsmannasveit sinni sem hefur verið í miklu stuði í úrslitakeppninni. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL ODDALEIKUR UM TITILINN Í HÖFN Elvar Friðriksson, Orri Freyr Gíslason og Fannar Þór Friðgeirsson (23) fagnar sigrinum í leiksloka. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.