Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.05.2010, Qupperneq 58

Fréttablaðið - 07.05.2010, Qupperneq 58
38 7. maí 2010 FÖSTUDAGUR FÓTBOLTI Pepsi-deild karla hefst næstkomandi mánudag og í dag fjallar Fréttablaðið um liðin sem við spáum að endi í sætum þrjú til fimm í sumar. 5. sæti – Fram Þorvaldur Örlygsson hefur náð mögnuðum árangri með þetta lið á síðustu tveimur árum. Fram-liðið undir hans stjórn hefur verið ótrú- lega vel skipulagt og baráttuglatt. Fyrsta árið spilaði liðið hrútleið- inlegan fótbolta en tók framför- um í fyrra og spilaði þá nokkuð skemmtilegan bolta. Síðari hlut- inn hefur verið sterkur hjá liðinu en það þarf að hala inn fleiri stig í fyrri hlutanum ef það ætlar sér af alvöru í toppbaráttuna. Fram gæti fundið fyrir því í sumar að hafa misst þrjá reynsl- ubolta sem hafa reynst liðinu afar mikilvægir á síðustu árum. Meðal- aldurinn er því minni en getan til þess að ná árangri er svo sannar- lega til staðar. Liðið hefur sterkan markvörð, góða miðverði, duglega miðjumenn og spræka framherja sem þó skortir meiri stöðugleika. Hjálmar Þórarinsson þarf að vera í sínu allra besta formi og skora reglulega. 4. sæti – Keflavík Það er til mikils ætlast af Kefla- vík í sumar og ekki að ástæðu- lausu. Liðið er afar vel mannað, með sterka og reynda leikmenn. Þess utan er kominn við stjórn- völinn einn sigursælasti þjálfari íslenskrar knattspyrnu, Willum Þór Þórsson. Lið Willums hafa ítrekað blómstr- að á fyrsta ári undir hans stjórn. Keflavík þurfti ferska vinda og með þjálfara eins og Willum gæti þetta lið hæglega blandað sér í alvarlega titilbaráttu. Það eru ekki miklar breytingar á leikmannahópi liðsins en það á örugglega eftir að sakna Simuns Samuelsen. Það mun mikið mæða á Hólmari Erni að keyra liðið áfram en Hólmar í toppformi er einn af bestu mönnum deildarinnar. Guð- mundur Steinarsson þarf að skila sínum mörkum og ef Willum tekst að koma Herði Sveinssyni í gang eru Keflvíkingar í góðum málum. Ómar Jóhannsson er kominn aftur í markið og varnarlínan er sterk. Alen Sutej gæti endað í bakverðin- um sem er áhyggjuefni enda spil- aði hann ekki vel í þeirri stöðu síð- asta sumar. Það mun líklega há liðinu eitt- hvað að geta ekki spilað á sínum eigin heimavelli framan af sumri. 3. sæti – Breiðablik Breiðablik braut mikinn múr síð- asta sumar með því að vinna sinn fyrsta stóra bikar. Að sama skapi eru nú gerðar meiri kröfur til liðs- ins en síðustu ár. Það er pressa á Blikum að gera eitthvað í sumar. Frábærir knattspyrnumenn eru í liðinu en það mun örugglega sakna Arnars Grétarssonar mikið en hann var þessu unga liði ómetanlegur á síðustu árum. Það er því pressa á Guðmundi Kristjánssyni að stíga úr skugga Arnars og taka við leiðtoga- hlutverkinu. Það verður einnig pressa á efni- legasta leikmanni síðasta sum- ars, Alfreð Finnbogasyni, að halda áfram að skora. Guðmundur Péturs- son þarf einnig að sanna að tímabil- ið í fyrra hafi ekki verið einstakt tilfelli. Þetta lið er pakkað af hæfileik- um, getur spilað magnaðan fót- bolta en liðið er ungt og brothætt. Ef Blikar ætla sér alla leið þurfa þessir ungu drengir að verða að mönnum í sumar. henry@frettabladid.is Lið: Fram Spá Fréttablaðsins: 5. sæti. Árangur í fyrra: 4. sæti. Þjálfari: Þorvaldur Örlygsson. Lykilmaður: Hjálmar Þórarinsson. Styrkleikar: Öflugur og skipu- lagður þjálfari sem nær miklu út úr liðinu, baráttuglatt lið og vel samstillt. Sterkur markvörður og fínir miðverðir. Veikleikar: Vantar reynslubolta í liðið, framherjar ekki nógu stöðug- ir, lélegur heimavöllur, lítil breidd í liðinu. Helstu breytingar: Liðið missti Auðun Helgason, Paul McShane, Heiðar Geir Júlíusson og Ingvar Ólason en fékk á móti Jón Gunnar Eysteinsson, Tómas Leifsson og Alexander Veigar Þórarinsson. Lið: Keflavík. Spá Fréttablaðsins: 4. sæti. Árangur í fyrra: 6. sæti. Þjálfari: Willum Þór Þórsson. Lykilmaður: Hólmar Örn Rúnars- son. Styrkleikar: Reynslumikið lið, öflugur þjálfari sem kann að vinna titla, sterkir miðjumenn og skæðir framherjar. Veikleikar: Án heimavallar fram- an af móti, ekki nógu stöðugur markvörður. Helstu breytingar: Liðið missti Jón Gunnar Eysteinsson, Lasse og Nicolai Jörgensen og Simun Samuelsen. Til liðsins komu Paul McShane, Andri Steinn Birgisson og Ómar Karl Sigurðsson. Lið: Breiðablik. Spá Fréttablaðsins: 3. sæti. Árangur í fyrra: 5. sæti. Þjálfari: Ólafur Helgi Kristjánsson. Lykilmaður: Guðmundur Kristj- ánsson. Styrkleikar: Vel spilandi lið, bar- áttuglatt, sprækir framherjar. Veikleikar: Lítil reynsla, liðið er brothætt. Helstu breytingar: Liðið hefur misst Arnar Grétarsson og Guð- mann Þórisson. Í staðinn hafa komið Guðmundur Pétursson og Jökull Elísabetarson. Stóru spurningarmerkin í sumar Liðin þrjú í Pepsi-deild karla sem Fréttablaðið fjallar um í dag hafa öll burði til þess að blanda sér í barátt- una á toppnum. Við köllum þau spurningarmerkin en spurning hvort þau geta veitt FH og KR samkeppni. SIGURVEGARI Willum Þór er með uppskriftina að meistaraformúlunni. Lið hans blómstra á fyrsta ári undir hans stjórn og verður áhugavert að sjá hvað hann gerir með Keflavíkurliðið. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Við látum það berast Fyrirtækjaþjónusta Pósthússins býður upp á hagstæðar dreifingarlausnir á almennum bréfum, blöðum, tímaritum og vörum. Kynntu þér póstmiðlun Pósthússins og við hjálpum þér að ná fram sparnaði hjá þínu fyrirtæki. Hafðu samband við sölufulltrúa Pósthússins í síma 585 8300 eða sendu tölvupóst á netfangið posthusid@posthusid.is Pósthúsið ehf. Suðurhrauni 1 | 210 Garðabær | S: 585 8300 | www.posthusid.is Viltu lækka rekstrarkostnaðinn? HANDBOLTI Atli Hilmarsson verð- ur næsti þjálfari Akureyrar í N1- deild karla í handbolta en hann skrifaði undir tveggja ára samn- ing á Akureyri í gær. „Þetta er skemmtilegt verkefni og mér líst bara vel á þetta. Ég er mjög ánægður með samsetninguna á liðinu því þetta eru ungir og efni- legir strákar með reynsluboltum,“ sagði Atli Hilmarsson, sem mun taka við stöðunni af Rúnari Sig- tryggssyni sem hefur þjálfað Akur- eyrarliðið síðan Þór og KA voru sameinuð. Atli þjálfaði kvennalið Stjörnunnar undanfarin tvö tíma- bil og gerði Garðabæjarliðið að Íslandsmeisturum í fyrra. „Ég kom alveg óvart inn í þetta hjá Stjörnunni og þessi tvö ár með Stjörnunni voru alveg frábær. Það kveikti í mér að halda áfram í þessari þjálfun og það var strax mjög spennandi fyrir mig þegar þetta bauðst,“ segir Atli Hilmars- son sem er þó ekki að rífa upp fjöl- skylduna þótt hann fari norður. „Ég flyt norður en ekki með fjöl- skylduna því ég fer bara einn. Það má segja að ég fari á handboltaver- tíð í einhvern tíma og það verður bara að koma í ljós hvort ég haldi þetta út,“ segir Atli. Það er ljóst að Jónatan Þór Magnússon, Árni Þór Sigrryggs- son og Hörður Flóki Ólafsson fara frá liðinu en Atli býst við að halda öðrum leikmönnum og reyna að bæta við liðið líka. „Við þurfum einhvern veginn að reyna að styrkja þetta með í það minnsta tveimur leikmönnum og það verður bara farið í það núna. Ég er búinn að setja upp óskalista en það er ekki víst að það gangi,“ segir Atli. Atli þekkir vel til á Akureyri en hann þjálfaði karlalið KA á árun- um 1997 til 2002 og gerði liðið að Íslandsmeisturum á síðasta tíma- bilinu. Þrír leikmenn Akureyrar í dag, Heimir Örn Árnason, Haf- þór Einarsson og Hreinn Hauks- son, léku með KA-liðinu fyrir átta árum. „Það er aðeins öðruvísi að taka við liðinu núna en þegar ég tók við KA 1997. Þá tók ég við af Alfreð Gíslasyni sem var búinn að gera KA að Íslandsmeisturum í fyrsta sinn. Það töldu margir að það væri óðs manns æði hjá mér að fara norður en það gekk mjög vel. Við misstum fullt af leikmönnum en það komu þessir ungu strákar upp og þeir voru bara tilbúnir. Þar á meðal voru menn eins og Heimir sem eru enn þá í þessu. Það verður bara gaman að koma aftur,“ segir Atli. - óój Atli Hilmarsson tók við Akureyrarliðinu í gær: Fer á handbolta- vertíð fyrir norðan ATLI HILMARSSON Þjálfaði KA-menn frá 1997 til 2002 og gerði þá að Íslands- meisturum 2002. FRÉTTABLAÐIÐ/HILMAR ÞÓR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.