Fréttablaðið - 10.05.2010, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 10.05.2010, Blaðsíða 4
4 10. maí 2010 MÁNUDAGUR EFNAHAGSMÁL Ólíklegt er að breyt- ingar á fyrirkomulagi verðtrygg- ingar gætu á þessu stigi mála leitt til snöggs viðsnúnings hjá ein- staklingum í skuldavanda, segir í niðurstöðum nýrrar skýrslu sem nefnist „Verðtrygging á Íslandi: kostir og gallar“. Hverfi verð- tryggingin hækka vextir á móti. Skýrslan er unnin fyrir efna- hags- og viðskiptaráðherra og er aðgengileg á vef ráðuneytisins. Ráðherra verður svo gestur við- skiptanefndar Alþingis á opnum fundi í dag þar sem rætt verður um verðtrygginguna. „Íslensk heimili finna mjög fyrir neikvæðum áhrifum af verðtryggingu á húsnæðislán sem hafa hækkað mikið undanfarið, bæði greiðslubyrði og höfuðstóll. Til að bæta gráu ofan á svart þá hefur verð fasteigna lækkað í verði,“ segir í skýrslunni, sem unnin var af Öskum Capital. Þó segir þar að leitast megi við að koma í veg fyrir að sagan endur- taki sig. Ekki sé þó sjálfgefið að breytt fyrirkomulag leiði til betri útkomu. Verðtrygging sparnaðar í gegn- um lífeyrissjóðakerfið er óneit- anlega sögð kostur fyrir heimil- in. „Í verðtryggðum lánum felst einnig sá kostur að lánað er fyrir vöxtum og verðbótum, þeim er bætt við höfuðstólinn. Greiðslu- byrði er jafnari með hefðbundnu, verðtryggðu jafngreiðsluláni með föstum vöxtum en að öllu jöfnu á óverðtryggðu láni. Þá felst öryggi í verðtryggingu við skilyrði verð- hjöðnunar.“ Helstu ókostirnir við verðtryggingu eru sagðir hækk- andi höfuðstóll og þar með hækk- andi veðhlutfall fasteigna og aukning greiðslubyrði. Sömuleiðis er bent á að greiningaraðilar hafi kerfisbundið vanspáð verðbólgu. „Á þeim grundvelli má halda því fram að heimilin hafi tekið á sig alla áhættu varðandi verðbólgu- þróun.“ Fram kemur að verðtrygging sé almennari hér á landi en víðast annars staðar, en hana sé helst að finna í löndum sem búi við óstöð- ugan, lítinn gjaldmiðil og mikla verðbólgu. Ekki er talið fýsilegt að banna verðtrygginguna, en sé vilji til að auka vægi óverðtryggðra lána og fjárfestingarkosta væri ef til vill eðlilegt að ríkið hefði forgöngu í þeim efnum og yki óverðtryggða útgáfu sína. Þá segir í skýrslunni að við fyrstu sýn virðist ekkert benda til þess að afnám verðtrygging- ar þyrfti að fylgja upptöku evru. „Hins vegar er ljóst að stöðugri gjaldmiðli fylgir minni þörf fyrir verðtryggingu í því skyni að auka trúverðugleika hagstjórnar.“ olikr@frettabladid.is Afnám verðtryggingar ekki lausn á vanda skuldugra Óvíst er að afnám verðtryggingar myndi gagnast skuldsettu fólki því hærri vextir myndu auka greiðslubyrði á ný, samkvæmt nýrri skýrslu til efnahags- og viðskiptaráðherra. Þó er talið að læra megi af reynslunni. Ranglega var farið með nafn skip- stjórans á frystitogaranum Gandí í helgarútgáfu blaðsins. Skipstjórinn heitir Kristján Einar Gíslason. LEIÐRÉTTING VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 23° 19° 18° 10° 19° 17° 11° 11° 21° 12° 22° 17° 30° 9° 11° 15° 10°Á MORGUN Hægur eða fremur hæg- ur vindur. MIÐVIKUDAGUR Sums staðar strekking- ur um tíma. 6 8 9 8 8 6 3 1 6 6 3 5 5 3 5 4 5 6 6 13 4 3 5 8 8 7 5 9 9 8 11 11 9 BJARTIR DAGAR Það lítur út fyrir bjartviðri víða á landinu í dag og á morgun þó ekki sé hægt að útiloka þoku með strönd- um. Á þriðjudags- kvöld þykknar svo væntanlega upp vestanlands með rigningu og á mið- vikudag verður væta víða um land. Ingibjörg Karlsdóttir veður- fréttamaður EUROVISION Íslenskir Eurovision-aðdáendur eru hvatt- ir til að taka þátt í nokkurs konar gjörningi sem verð- ur haldinn við Perluna í kvöld. Þátttakendur munu taka þátt í nýjum dansi og verður atriðið tekið upp og sýnt áður en símakosningin fer fram í úrslitum Eurovision, sem verða haldin í Noregi í lok maí. Átta Eurovision-þjóðir taka þátt í gjörningnum og dansa þær allar við sama lagið. Auk Íslands taka dansspor þjóðir á borð við Írland, England, Litháen og Portúgal. „Við viljum fá sem flesta til að mæta við Perl- una,“ segir Þór Freysson hjá Saga Film, sem sér um framkvæmdina fyrir RÚV og Eurovision. Birna Björnsdóttir danskennari verður á staðnum og stýrir dansinum. „Fyrsti hálf- tíminn fer í að hita upp og læra dansinn. Síðan verður þetta klippt saman og búið til átta mín- útna vídeó,“ segir Þór. „Norðmenn eru búnir að halda keppnina tvisvar sinnum og í staðinn fyrir að sýna fjöllin og firðina og skíðastökkpallinn ákváðu þeir að gera landkynningu fyrir alla Evr- ópu. Allar Evrópuþjóðirnar sem taka þátt eiga bút í þessu atriði.“ Þeir sem vilja taka þátt í dansinum og öðlast um leið sannkallaða Eurovision- frægð eiga að mæta við Perluna klukk- an 21 í kvöld með góða skapið í far- teskinu. - fb Íslendingar hvattir til að taka þátt í óvenjulegum gjörningi í kvöld: Eurovision-dans við Perluna HERA BJÖRK Hera Björk tekur þátt í Eurovision fyrir Íslands hönd í lok maí. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON SAMGÖNGUMÁL Byggðarráð Norð- urþings hefur skorað á sam- gönguyfirvöld að standa strax við gefin fyrirheit um að klára Dettifossveg, heilsársveg vest- an Jökulsár á Fjöllum, sem mun tengja saman Ásbyrgi og Detti- foss. Í greinargerð segir að þjóð- garðurinn í Jökulsárgljúfrum og Dettifoss séu eitt helsta aðdrátt- arafl fyrir ferðamenn á svæð- inu. Ferðaþjónustu á Norðaust- urlandi sé því lífsnauðsynlegt að hafa aðgang að svæðunum í meira en þrjá mánuði á ári. - þeb Byggðarráð Norðurþings: Dettifossvegur verði kláraður LONDON, AP Radislav Krstic, sem var dæmdur í 35 ára fangelsi fyrir aðild sína að fjöldamorðunum í Srebrenica, varð fyrir líkams- árás í fangelsi í Bretlandi fyrir skömmu. Hann var fluttur á sjúkrahús eftir að þrír fangar réðust á hann. Ekki er vitað um tildrög árás- arinnar. Krstic var árið 2001 dæmdur fyrir aðild að morðum á allt að átta þúsund múslimum í bænum Srebrenica árið 1995. Krstic var fluttur til Bretlands frá stríðsglæpadómstólnum í Haag árið 2004. Hann afplánar dóminn í Wakefield-fangelsinu þar sem margir hættulegir glæpamenn eru lokaðir inni. - fb Stríðsglæpamaður í vanda: Fangar réðust á Radislav Krstic RADISLAC KRSTIC VIÐSKIPTARÁÐHERRA Viðskiptanefnd Alþingis heldur opinn fund í dag til að ræða um verðtrygginguna. Gylfi Magnússon verður meðal gesta. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A N TO N Stöðugri gjaldmiðli fylgir minni þörf fyrir verðtryggingu í því skyni að auka trúverðugleika hag- stjórnar. SKÝRSLA NEFNDAR VIÐSKIPTARÁÐ- HERRA STJÓRNMÁL Reykjavíkurfram- boðið - óháð framboð býður fram lista í sveitarstjórnarkosningum í Reykjavík. Framboðið hefur feng- ið úthlutað listabókstafnum E. Meðal helstu stefnumála flokks- ins er að fara gegn fjórflokkun- um, stöðva útþenslu borgarinn- ar og byggja hana inn á við með því að hefja byggingu blandaðr- ar byggðar í Vatnsmýrinni 2013. Í efsta sæti listans er Baldvin Jóns- son, varaþingmaður Hreyfingar- innar. - jab Nýtt framboð í Reykjavík: Fara fram gegn fjórflokkunum AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is GENGIÐ 07.05.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 220,9651 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 128,83 129,45 189,38 190,30 164,53 165,45 22,101 22,231 20,736 20,858 16,835 16,933 1,395 1,4032 191,58 192,72 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR 40 35 30 25 20 15 10 5 0 Ás tra lía Au st ur rík i Be lg ía Ka na da D an m ör k Fi nn la nd Fr ak kl an d Þý sk al an d G rik kl an d Írl an d Íta lía Ja pa n Lú xe m bo rg H ol la nd N or eg ur Po rt úg al Sp án n Sv íþ jó ð Br et la nd Ba nd ar ík in Ís la nd Lá ns tí m i í á ru m Lánstími húsnæðislána í ríkjum OECD Styttri lánstími Hámarsk lántími HEIMILD: OECD ECONOMIC REVIEWS NR. 38 2004/1 arksl stími

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.