Fréttablaðið - 10.05.2010, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 10.05.2010, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 10. maí 2010 15 Dagskrá fundarins er 1. Sk‡rsla stjórnar 2. Ger› grein fyrir ársreikningi 3. Tryggingafræ›ileg úttekt 4. Nýjar reiknitöflur 5. Fjárfestingarstefna sjó›sins kynnt 6. Önnur mál Ársfundur 2010 Allir sjó›félagar, jafnt grei›andi sem lífeyrisflegar, eiga rétt til fundarsetu á ársfundinum. Sjó›félagar eru hvattir til a› mæta á fundinn. Stjórn Söfnunarsjó›s l ífeyrisréttinda Ársfundur Söfnunarsjó›s lífeyrisréttinda ver›ur haldinn a› Borgartúni 29, Reykjavík á 4. hæ›, fimmtudaginn 20. maí 2010 og hefst kl. 16.30. Reykjavík 19. 04. 2010 Hafðu samband símiVerðbréfaþjónusta Arion banka er söluaðili sjóða Stefnis. Stefnir - Ríkisvíxlasjóður. Góður kostur fyrir einstaklinga og fyrirtæki. 90% ríkisvíxlar og ríkisskuldabréf / 10% innlán Stefnir - Ríkisvíxlasjóður er verðbréfasjóður skv. lögum nr. 30/2003, um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði. Rekstrarfélag sjóðsins er Stefnir hf. Vakin er sérstök athygli á að almennt fylgir áhætta fjárfestingu í hlutdeildarskírteinum sjóða, t.d. getur fjárfesting rýrnað eða tapast að öllu leyti. Fyrri ávöxtun sjóða gefur ekki áreiðanlega vísbendingu um framtíðarávöxtun þeirra. Nánari upplýsingar um sjóðinn, þ.á m. nánari upplýsingar um áhættu við fjárfestingu í hlutdeildarskírteinum hans, má finna í útboðslýsingu eða útdrætti úr útboðslýsingu sjóðsins, sem nálgast má á www.arionbanki.is/sjodir. Excelskáldin Svo ótal margt þarf að end-urskoða núna – söguna, sjálfsmyndina, pólitíkina, orð- ræðuna, þjóðarhugmyndina, siðferðið … En fyrst og fremst þarf þó að endurskoða endur- skoðendurna. Þeir voru aðalskáldin í bænum. Þessir súrrealistar klædd- ust gráu og þegar þeir töluðu streymdi grá þoka út um munninn á þeim. Þeir gerðu sjálfa sig ósýnilega en sköpuðu sér sterk tákn sem ekki urðu vefengd. Þeir tóku sér ból- festu í gráum háhýsum og köll- uðu sig alþjóðlegum nöfnum sem virkuðu óskaplega ensk og heiðvirð. En þeir bulluðu meira en Jón Gnarr. Traustið selt Á bak við hvern útrásarvík- ing var her af þeim. Þegar við lýsum yfir óbeit okkar á auraspuna útrásarvíkinganna er rétt að hafa hugfast að þeir voru einungis hinn sýnilegi hluti þess villta tryllta spillta kapítalisma sem hér var inn- leiddur af trúarlegri staðfestu. Þeir sátu þarna einhvers stað- ar á bak við gráu mennirnir með útlensku skammstafanirn- ar og unnu baki brotnu við að finna leiðir til að brjóta regl- ur, koma undan, sniðganga, fela, flækja – gera það sem í daglegu tali er auðkennt með sögninni „að svindla“ þó að það hafi sjálfsagt aldrei hvarf- lað að neinum þeirra. Þeir héldu að þeir væru að „spila fast“, „leika sóknarbolta“, „ganga eins langt og dómarinn leyfir“. Þeir hugsuðu í fótbolta- klisjum. Þeir höfðu allir lært það í skólanum að tilgangur lífsins væri að búa til vöru úr sér og fá pening. Með öllum ráðum. Fram hefur komið að við- skiptahættir mannsins sem veðsetti bótasjóð Sjóvár í braski sínu hafi verið kenndir við Háskólann og nemendur sérstaklega látnir gera grein fyrir þeim á prófi. Það er ekki endilega vegna þess að kenn- arar við Háskólann séu sið- lausir eða fábjánar – þeir hafa kannski bara ekki mikið hugs- að út í rétt og rangt – og flækj- urnar sem téður viðskipta- maður bjó til virðast hafa þótt svo athyglisverðar frá fag- legu sjónarmiði að aðdáun hafi vakið. En það vantar augljós- lega eitthvað í nám þar sem slíkt er kennt með velþóknun. Sjálf hugmyndafræðin á bak við það er röng. Sú hugmynda- fræði að allt okkar háttalag og öll okkar einkenni sé vara á markaði: líka traust. Með vottorð í siðferði Viðskiptadeildir háskólanna framleiddu fólk sem skrif- aði til dæmis upp á bókhald- ið hjá Fl-Group sem hlýtur að hafa verið dularfullt því engu var líkara en að menn tæmdu með hlálegum flugfélagakaup- um þá digru sjóði sem tekist hafði að nurla saman áratug- um saman með einokunar- okri á þrautpíndri þjóð. Þegar Vilhjálmur Bjarnason reyndi að grafast fyrir um undarleg- ar færslur af reikningum þá kom virðulegur endurskoð- andi og traustsali frá firma með afskaplega langt útlenskt nafn og vottaði að ekkert óeðli- legt sæist. Það var mikið um slík vottorð á þessum árum. Í gamla daga voru sum okkar með vottorð í leikfimi – hér tíðkaðist að gefa hressum gaurum vottorð í siðferði. Halldór Ásgrímsson (sem raunar er endurskoðandi) var í sjónvarpsviðtali á dögunum þar sem fram kom að ákaflega vel hefði tekist til við einka- væðingu bankanna, sem farið hefðu til aðila sem alls ekki tengdust þáverandi stjórnar- flokkum; Finnur Ingólfsson bara forstjóri útí bæ, og hví skyldi hann gjalda þess að hafa verið einhvern tímann í Framsóknarflokkum? Halldór viðurkenndi með landskunnum semingi að ef til vill hefði eft- irlitið brugðist, en benti hins vegar á að stjórnvöld hefðu treyst því að endurskoðendur gættu þess að allt væri eins og það ætti að vera – kannski út af öllum löngu og traustvekj- andi útlensku nöfnunum. Þegar sá mikli vefstóll, Enron, var afhjúpaður í Banda- ríkjunum, beindu menn mjög sjónum að endurskoðendafyrir- tækinu sem bæði annaðist ráð- gjöf um auraspunann og endur- skoðaði svo bókhaldið, Arthur Andersen. Af því tilefni var rætt við ýmsa endurskoðend- ur hér á landi í viðskiptablaði Moggans, þar á meðal einn hjá KPMG. Hann var spurður um nauðsynina á opinberu eftirliti með störfum þessarar stétt- ar. Hann telur það óheppilegt: „Opinbert kerfi sé oft þungt í vöfum og hætt sé við að því myndi fylgja stöðnun.“ Stöðnun. Soldið fyndið orð hjá endurskoðanda. Bókhald er nefnilega svo skapandi. Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur. Í DAG Þeir héldu að þeir væru að „spila fast“, „leika sóknarbolta“, „ganga eins langt og dómarinn leyfir“. Þeir hugsuðu í fótboltaklisjum. Þeir höfðu allir lært það í skól- anum að tilgangur lífsins væri að búa til vöru úr sér og fá pening. Með öllum ráðum. AF NETINU Furðar sig á stallsystrum „Aðeins ein kona gaf kost á sér í aðalstjórn Blaðamannafélags Íslands á síðasta aðalfundi: Ég. Tvær konur gáfu kost á sér í varastjórn: Lóa Pind Aldísardóttir og Sigrún María Kristinsdóttir. Á aðalfundinum var beinlínis leitað til fleiri kvenna og þær spurðar hvort þær vildu gefa kost á sér í stjórn félagsins. Þær vildu það ekki. Þetta eru staðreyndir málsins. Því furða ég mig á þeim hluta ályktunar Félags fjölmiðlakvenna þar sem segir: Félag fjölmiðlakvenna hafnar því að karlar ráði einir ferðinni í Blaðamannafélagi Íslands og skorar á stjórn BÍ að boða til aukaaðalfundar hið fyrsta. Mér finnst vissulega miður að í aðalstjórn sé aðeins ein kona en sex karlmenn. Það er hins vegar ekki svo að konur hafi staðið í röðum til að gefa kost á sér í stjórnina en þeim verið hafnað í kosningum. Konurnar buðu sig einfaldlega ekki fram.“ http://www.dv.is/blogg/erla-hlynsdottir Erla Hlynsdóttir, blaðamaður og stjórnarmaður í BÍ. Falskur góður vilji „Minnismerkið um Helförina við Adlon hótelið í Berlín var líklegast fyrst og fremst hugsað sem friðþæging fyrir Þjóðverja sjálfa, meira en minnismerki um fórnarlömbin. Það sést vel á yfirlýsingum frá þýskum stjórnmálamönnum í aðdragandanum að gerð minnismerkisins. Í þeirri umræðu sem varð um stóra stöplaminnismerkið um Helförina, sagði þýskur diplómati við Der Spiegel: „Við þörfnumst þessa minnisvarða til að koma okkur á framfæri við heiminn, og sér í lagi við BNA.“ http://postdoc.blog.is Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, fornleifafræðingur

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.