Fréttablaðið - 10.05.2010, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 10.05.2010, Blaðsíða 17
Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 Þegar Katla er beðin um að segja frá uppáhaldshlutunum sínum á heimilinu opnar hún lítinn kistil. sem hún kallar fjársjóðskistu, og tínir upp úr honum steina og hluti sem hún hefur tínt úti í náttúrunni. Hlutirnir minna hana á heimahag- ana. „Ég ólst upp í sveit á fallegum stöðum eins og Þingvöllum, Skál- holti og Skaftártungum og við systkinin lékum okkur mikið úti. Nú þegar ég er flutt til borgar- innar finnst mér nauðsynlegt að hafa litla hluti í kringum mig eins og steina, hraunmola, skeljar og rekaviðarbúta, sem minna mig á náttúruna. Þeir eru auðvitað verð- lausir fyrir öðrum en skipta mig máli.“ Katla hefur stundað nám í arkitektúr undanfarin þrjú ár og var skólinn orðinn eins og henn- ar annað heimili. Hún geymdi því litlu hlutina sína á vinnuborðinu og gáfu þeir henni tengingu við náttúruna. Hún segist stundum hafa uppskorið hlátur skólafélag- anna fyrir vikið en lét það ekkert á sig fá. „Mér fannst bara gott að hafa stein í vasanum eða á borðinu sem litla áminningu um náttúruna. Eins var ég komin með þennan kaffibolla í skólann sem ég hálf- partinn stal af mömmu,“ segir hún og fær sér sopa úr rósamynstruð- um kaffibolla. „Hann var eins og lítil tenging við heimilið.“ Katla segir foreldra sína hafa kennt sér í æsku dýpra gildi hlut- anna, að þó hlutur sé ekki margra króna virði geti hann verið verð- mætur á annan hátt. „Mamma og pabbi eru bæði prestar og voru mikið með okkur systkinunum. Systir mín er ljós- myndari í London og bróðir minn tónlistarmaður í Noregi, svo á ég tvo litla bræður sem búa enn heima. Náttúran er stór partur af okkur öllum og það sést á ljós- myndum systur minnar og heyr- ist í tónlist bróður míns. Hún hefur bara svo mikil áhrif á þá sem alast upp í henni. Ég held að þeir sem eru tilbúnir til að eyðileggja nátt- úruna hljóti að misskilja hugtakið verðmæti.“ heida@frettabladid.is Annað gildi hlutanna Katla Maríudóttir er náttúrubarn og segir verðmæti hluta ekki teljast í krónum. Hún er í hópi útskriftar- nema í arkitektúr við Listaháskóla Íslands þetta árið og hleypti Fréttablaðinu inn á gafl hjá sér. Katla Maríudóttir við fjársjóðskistuna sína sem geymir litla muni úr náttúrunni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA M eirapró f U p p lýsin gar o g in n ritun í s ím a 5670300 Listh STILLANLEG RÚM HEILSUDÝNUR OG HEILSUKODDAR Queen rúm með botni kr. 179.900 SAGA, ÞÓR OG VALHÖLL Heilsudýnur á frábæru verði. Queen rúm með botni frá kr. 99.900 Gleðilegt sumar! www.svefn.is 349.900 Hringdu í síma ef blaðið berst ekki TIL AÐ KOMA Í VEG FYRIR að bækur safni ryki í hillum getur verið heillaráð að hengja fallegan efnis- bút, til dæmis úr líni, efst í hverja hillu.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.