Fréttablaðið - 12.05.2010, Síða 1

Fréttablaðið - 12.05.2010, Síða 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI12. maí 2010 — 110. tölublað — 10. árgangur Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 KLIPPT OG SKORIÐ – um skegg og rakstur, er yfirskrift nýrr- ar sýningar í Horninu á annarri hæð Þjóðminjasafnsins sem verður opnuð á morgun. Á sýningunni má sjá ýmislegt tengt skeggi karl- manna og hvernig þetta karlmennskutákn hefur tekið mið af tísku og tíðaranda. „Ég flaug út með foreldrum mínum til Sjanghæ árið 2003um þ Nudd og tehús í Kína Guðrún Heimisdóttir upplifði kínversk áramót fyrir nokkrum árum þegar hún dvaldi í Sjangh þ systir hennar starfaði. Hún segir Kína ótrúlegt land og síðan hafi hún ið Guðrún Heimisdóttir dagskrárgerðarkona fór alklædd í nudd hjá blindum nuddara í Kína. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Sérblað | Miðvikudagur 12. maí Baðherbergið SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu Allt Baðherbergið MIÐVIKUDAGUR skoðun 18 veðrið í dag Í góðum félagsskap Kristján Ingimarsson lék á móti Sofi e Gråbøl og Nicolas Bro í Macbeth í leikhúsi í Kaupmannahöfn. fólk 38  ÉG ER OG BRAGÐGÓÐ JÓGÚRT SEM KEMUR Á ÓVART Kauptu mig! ÓDÝRT FYRIR ALLA! Nýr tilboðsbæklingur í dag Stelpur í stuði KFUM OG KFUK bjóða sumardvöl fyrir stúlkur með ADHD. tímamót 20 LÉTTIR TIL SMÁM SAMAN. Í dag má búast við hægri vestlægri eða breytilegri átt en við suðvestur- og vesturströndina verður aðeins hvass- ara. Víða skúrir en léttir til er líður á daginn, fyrst sunnanlands. veður 4 10 5 8 7 11 Óvænt í vesturbænum Nýliðar Hauka gerðu sér lítið fyrir og náðu sér í stig á erfi ðum útivelli gegn KR í gær. sport 34-35 EFTIRLÝSTUR AF INTERPOL Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, er á lista yfir eftirlýsta glæpamenn á vefsíðu alþjóðalögreglunnar Interpol. Þar er hann sagður grunaður um falsanir og fjársvik. LÖGREGLUMÁL Sigurður Einarsson, fyrrver- andi stjórnarformaður Kaupþings, ætlar ekki að mæta sjálfviljugur til Íslands í yfir- heyrslu hjá sérstökum saksóknara. Þetta sagði Sigurður þegar Fréttablaðið náði tali af honum í London í gærkvöldi. Alþjóðalögreglan Interpol gaf í gær út alþjóðlega handtökuskipun á hendur Sigurði, sem hefur neitað að verða við tilmælum um að koma til yfirheyrslu. „Ég er algerlega hlessa á þessum síðustu tíðindum,“ segir Sigurður. „Það kemur mér mjög á óvart að menn séu handteknir um leið og þeir koma til lands- ins,“ segir hann og vísar þar til Ingólfs Helgason- ar og Steingríms P. Kára- sonar, fyrrverandi yfir- manna hjá Kaupþingi, sem voru handteknir við komuna til landsins í fyrrinótt. Áður höfðu Hreiðar Már Sigurðsson og Magnús Guðmunds- son verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna rannsóknarinnar. Sig- urður er ásamt þeim grunaður um þátttöku í stórfelldum brotum í rekstri Kaupþings, sem meðal annars snúa að markaðsmisnotkun. „Þessar handtökur og gæsluvarðhaldsúr- skurðir eru að mínu viti fullkomlega ástæðu- laus og ég mun að minnsta kosti ekki sjálf- viljugur taka þátt í því leikriti, sem mér sýnist vera sett upp til þess að sefa reiði þjóðarinnar, eins og gefið hefur verið í skyn og ráðamenn hafa ekki treyst sér til að neita.“ Spurður um handtökuskipunina sem Int- erpol hefur gefið út og hvort hann hyggist koma til landsins í ljósi hennar segir Sigurð- ur: „Ég mun láta reyna á þau mannréttindi sem ég bý við hér í Bretlandi og kem þar af leiðandi ekki heim í þessar aðstæður ótil- neyddur.“ Sigurður vildi ekki tjá sig frekar um málið. Verði Sigurður handtekinn ytra munu þar- lendir dómstólar þurfa að úrskurða um það hvort hann verði framseldur til Íslands. - sh / sjá síðu 4 Kemur ekki ótilneyddur Sigurður Einarsson er eftirlýstur af Interpol. Hann lýsir handtökum síðustu daga sem leikriti til að sefa reiði almennings. Hann ætli ekki að taka þátt í því sjálfviljugur og muni því ekki koma heim ótilneyddur. DÓMSMÁL Skilanefnd Glitnis hefur höfðað mál fyrir dómstól í New York gegn sjö fyrrverandi eig- endum og háttsettum stjórnend- um gamla bankans. Þeir eru Jón Ásgeir Jóhannesson og eiginkona hans Ingibjörg Pálmadóttir, Hann- es Smárason, Pálmi Haraldsson í Fons, Þorsteinn Jónsson, Lárus Welding og Jón Sigurðsson. Þeim er stefnt til greiðslu tveggja milljarða Bandaríkjadala, eða 257 milljarða íslenskra króna. Þetta kemur fram í frétt Reuters í gærkvöldi. Þar segir að sjömenn- ingunum sé gefið að sök að hafa gert samsæri um að ná völdum í bankanum og hafi á stuttum tíma sogið fé út úr bankanum til að „fylla eigin vasa og koma eigin fyrirtækjum í vanda til bjargar“. Price waterhouse Coopers, fyrr- verandi endurskoðunarfyrirtæki Glitnis, er jafnframt stefnt. Árni Tómasson, formaður skila- nefndar Glitnis, staðfesti fréttina í viðtali við Fréttablaðið í gærkvöldi. Hann segir að málið sé endahnút- ur langrar rannsóknar en hann geti ekki tjáð sig um málavöxtu frekar. Fréttatilkynning verður send frá skilanefndinni í morgunsárið. - shá / sjá síðu 2 Eigendum og æðstu stjórnendum Glitnis stefnt fyrir dómstól í Bandaríkjunum: Krafin um 257 milljarða króna Ég mun láta reyna á þau mannréttindi sem ég bý við hér í Bretlandi SIGURÐUR EINARSSON

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.