Fréttablaðið - 12.05.2010, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 12.05.2010, Blaðsíða 2
2 12. maí 2010 MIÐVIKUDAGUR Hilmar, er það leikur einn að framleiða tölvuleiki? „Nei, alls ekki. Þetta er dauðans alvara.“ Hilmar V. Pétursson er forstjóri netleikja- fyrirtækisins CCP, sem þekktast er fyrir netleikinn EVE Online. Hjá fyrirtækinu er nóg að gera. Það er með þrjá tölvuleiki í vinnslu og auglýsti um helgina síðustu eftir 150 nýjum starfsmönnum. LANDBÚNAÐUR Sveitarstjórn Rangárþings eystra hefur sam- þykkt að ráða starfsmann til að hefjast þegar í stað handa við að tryggja heyforða fyrir bændur í sveitarfélaginu. Fyrirséð er að margir bændur muni ekki geta heyjað vegna eldgossins í Eyja- fjallajökli. Sveitarfélagið ætlar að hafa forgöngu um að stofna sérstakan heybanka vegna þess og hefur falið sveitarstjóranum að greina þörfina og tryggja framgang málsins. - gar Brugðist við búsifjum af gosi: Heybanki fyrir bændur í vanda SKÁK Heimsmeistarinn Viswanat- han Anand bar sigurorð af áskor- anda sínum, Veselin Topalov, í 12. og síðustu skák heimsmeistara- einvígisins sem fram fór í Sofíu í Búlgaríu. Anand vann þrjár skák- ir í einvíginu en Topalov tvær. Anand hafði svart í lokaskák- inni og bjuggust því flestir annað- hvort við sigri Topalovs eða jafn- tefli, en þá hefði einvígið farið í bráðabana. Skákin fór rólega af stað. Teflt var drottningarbragð í fyrsta sinn í einvíginu og jafnaði Anand taflið auðveldlega. Hvorugur þeirra vildi þó sættast á skiptan hlut og upphófust flækjur í mið- taflinu þar sem Topalov hirti ban- eitrað peð og var harkalega refs- að. - pal Anand áfram heimsmeistari: Úrslitin réðust í lokaskákinni ANAND Á blaðamannafundi þegar sigur- inn var í höfn. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP VÍSINDI Handþvottur hreinsar ekki bara í burtu óhreinindi og sýkla heldur hreinsar einnig sam- viskubit vegna slæmra ákvarðana, samkvæmt nið- urstöðum rannsóknar. Nú hafa sérfræðingarnir einnig komist að því að handþvotturinn dregur úr þeim áhrifum sem fyrri ákvarðanir hafa á breytni fólks, óháð því hvort það hefur samviskubit eða ekki. Þetta kemur fram í nýjasta eintaki vísindatíma- ritsins Science. Þar er vitnað í rannsókn sálfræð- inga við Michigan-háskóla í Bandaríkjunum, sem sýnir fram á að hið gamalreynda ráð að þvo hendur sínar af slæmum ákvörðunum slær í raun og veru á samviskubitið. Í rannsókninni voru háskólanemar látnir raða tíu hljómplötum eftir því hverjar þeirra þeir vildu helst eiga. Eftir það máttu þeir eiga annaðhvort plötu númer fimm eða sex. Rannsóknir sýna að eftir að hafa fengið disk að gjöf raða háskólanemarnir gjarnan þeim diski sem þeir fengu ofar, eigi þeir að endurtaka tilraunina. Í þessu tilviki þurfti helmingur þeirra að þvo sér um hendurnar áður en þeir röðuðu diskunum aftur í vinsældaröð. Þeir sem þvoðu sér létu það mun síður hafa áhrif á sig að þeir hafi fengið einn diskanna að gjöf. Það þótti sýna að handþvotturinn dragi úr áhrifum fyrri ákvarðana. - bj Rannsókn sýnir að handþvottur hreinsar samviskubit vegna slæmra ákvarðana: Hægt að þvo burtu slæm áhrif HANDÞVOTTUR Þekkt hefur verið að handþvottur slái á sam- viskubit yfir slæmum ákvörðunum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Brunabót með gosstyrki Styrktarsjóður Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélags Íslands hefur tilkynnt sveitarfélögum sem eiga aðild að félaginu að ekki verði óskað eftir umsóknum í sjóðinn að þessu sinni. Úthlutunarfénu verði þess í stað varið til sérstakra brýnna verkefna í sveitar- félögum vegna afleiðinga eldgossins í Eyjafjallajökli. ELDGOS Í EYJAFJALLAJÖKLI ALÞINGI Árni Páll Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra, leggur í dag frumvarp um greiðsluaðlög- un bílalána fyrir þingflokka stjórn- arflokkanna. Undanfarnar vikur hafa staðið yfir viðræður á milli stjórnvalda og bílalánafyrirtækja um afskriftir erlendra bílalána og breytingar á þeim yfir í íslenskar krónur. Þær skiluðu ekki tilætluð- um árangri. „Það er rétt. Nú fer frumvarpið í sinn lögformlega feril fyrst við náðum ekki að fara samkomulags- leiðina. Við höfðum bundið vonir við að samkomulag myndi nást því þá hefði málið í heild sinni unnist hraðar. En við höldum bara okkar striki og fyrirtækin hugsa þá vænt- anlega sinn gang,“ segir Árni Páll. Gengistryggð lán hafa hækkað allt að 80 prósent meira en verð- tryggð lán til bílakaupa. Með fyr- irhuguðum aðgerðum stjórnvalda verður þessi umframhækkun tekin til baka að stærstum hluta. Spurður hvort fyrirtækin séu fall- in á tíma og samkomulag sé úr sög- unni segir Árni Páll að þau hafi í raun tíma þangað til frumvarpið er orðið að lögum. „En við tefjum ekki við þetta lengur. Fyrirtækin taka ákvarðanir út frá sínum hagsmun- um. Við erum að hugsa um almanna- hagsmuni.“ - shá Frumvarp um greiðsluaðlögun bílalána lagt fyrir þingflokkana í dag: Tilraun til samkomulags brást ÁRNI PÁLL ÁRNASON Frumvarp um greiðsluaðlögun bílalána verður lagt fyrir þingflokkana í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON SJÁVARÚTVEGUR Nýlega er lokið árlegri rannsókn Hafrannsókna- stofnunarinnar á hrygningar- slóð þorsks, svokölluðu netaralli. Sex bátar tóku þátt í netarallinu. Afli var góður en tiltölulega mikið er nú af stórum þorski í stofninum, segir á vef Hafró. Aflinn í netarallinu hefur verið góður í fjögur ár eða allt frá árinu 2007. Úrvinnsla gagna er á frum- stigi, en fyrstu niðurstöður munu liggja fyrir í lok maí. - shá Netaralli Hafró lokið: Góður þorskafli fjórða árið í röð MENNING Listahátíð í Reykjavík hefst í dag með tónleikum mal- ísku tónlistarmannanna Amadou og Mariam í Laugardalshöll. Listahátíðin hefur verið haldin síðan árið 1970. Þar til árið 2004 var hún haldin annað hvert ár en árlega eftir það. Fjöldi viðburða verður að þessu sinni. Má þar nefna að á morgun verður norski píanóleikarinn Leif Ove Andsnes með tónleika í Laugardalshöll. Á föstudaginn verða djasstónleik- ar með Marilyn Mazur og Sidsel Endresen í Íslensku óperunni og þá um kvöldið verður leiksýning- in Rómeó og Júlía á Stóra sviði Borgarleikhússins. Yfirstjórn Listahátíðar er í höndum fulltrúaráðs, sem er skipað helstu lista- og menn- ingarstofnunum landsins ásamt ýmsum samtökum listamanna. Menntamálaráðherra og borg- arstjórinn í Reykjavík gegna formennsku í fulltrúaráðinu til skiptis, tvö ár í senn. - th Fjöldi listviðburða í maí: Listahátíð hefst í Reykjavík í dag AMADOU & MARIAM Malísku tónlistar- mennirnir stíga fyrstir á svið á Listahátíð í Reykjavík. Þau verða með tónleika í Laugardalshöllinni. MYND/HÖRÐUR SVEINSSON ÞORSTEINN JÓNSSON JÓN SIGURÐSSON LÁRUS WELDING INGIBJÖRG PÁLMADÓTTIR JÓN ÁSGEIR JÓHANNESSON Stefnt fyrir dóm í New York Fyrrverandi eigendum, stjórnarmönn- um og forstjóra Glitnis hefur verið stefnt til greiðslu tveggja milljarða dollara. PÁLMI HARALDSSON HANNES SMÁRASON DÓMSMÁL Skilanefnd Glitnis hefur höfðað mál fyrir dómstól í New York í Bandaríkjunum gegn sjö fyrrverandi eigendum og háttsett- um stjórnendum gamla bankans. Þeir eru Jón Ásgeir Jóhannesson og eiginkona hans Ingibjörg Pálma- dóttir, Hannes Smárason, Pálmi Haraldsson í Fons, Þorsteinn Jóns- son, Lárus Welding og Jón Sigurðs- son. Upphæð kærunnar er tveir milljarðar Bandaríkjadala, eða 257 milljarðar íslenskra króna. Þetta kemur fram í frétt Reuters í gærkvöldi. Þar segir að sjömenn- ingunum sé gefið að sök að hafa gert samsæri um að ná völdum í bankanum og hafi þeir á stuttum tíma sogið fé út úr bankanum til að koma öðrum fyrirtækjum sínum til bjargar og til að fylla eigin vasa. Árni Tómasson, formaður skila- nefndar Glitnis, staðfesti í viðtali við Fréttablaðið í gærkvöldi að fréttin væri á rökum reist. Hann sagði að málið væri endahnútur langrar rannsóknar en hann gæti ekki tjáð sig um málavöxtu frek- ar. Fréttatilkynning yrði send frá skilanefndinni í morgunsárið. Á fréttaveitunni Bloom berg er vitnað í stefnuna um að „fall bank- ans verði ekki síst rakið til við- skipta [Jóns Ásgeirs] Jóhannesson- ar“. Fréttaveitan segir að eigendur bankans hafi tekið féð út úr bank- anum á „allra versta tíma fyrir bankann“ og átt stóran þátt í falli hans ári síðar. Í stefnunni er málsaðilum gefið að sök að hafa fjármagnað samsær- ið gegn Glitni með sölu skuldabréfa sem Glitnir gaf út í september 2007 fyrir um einn milljarð Banda- ríkjadollara, eða um 130 milljarða íslenskra króna á núverandi gengi. Stjórnendum stefnt til greiðslu 257 milljarða Skilanefnd Glitnis hefur höfðað mál gegn stærstu eigendum og stjórnendum gamla bankans. Hinir stefndu eru taldir hafa haft 257 milljarða króna af bank- anum. Endurskoðendum bankans er jafnframt stefnt sem meðsekum í málinu. Skuldabréfin voru seld til fjárfesta í Bandaríkjunum og ekki síst í New York. Hópurinn sem um ræðir náði völdum í bankanum í apríl 2007. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis segir að árið 2007 hafi Glitnir aukið skuldabréfaútgáfu sína að mun og þar hafi munað langmest um útgáfu á Banda- ríkjamarkaði. Á mánuðunum eftir stjórnar- og forstjóraskipti tvöföld- uðust útlán frá Glitni til Baugs og tengdra fyrirtækja, að því er segir í skýrslunni. Þá er PriceWaterHouseCoopers, fyrrverandi endurskoðunarfyrir- tæki bankans, nefnt í málskjölum. Skilanefndin heldur því fram að endurskoðendur fyrirtækisins séu meðsekir í meintu samsæri til að ná fé út úr Glitni. Skilanefnd Glitnis stefndi Jóni Ásgeiri, Pálma, Lárusi og þremur öðrum fyrrverandi stjórnendum Glitnis fyrir rúmum mánuði fyrir að hafa meðal annars misnotað eig- endavald og náð lánsfé út úr bank- anum með ólögmætum aðferðum. Sex milljarðar króna runnu til Fons, félags Pálma, og var þess krafist að sexmenningarnir greiddu þá upp- hæð til baka. svavar@frettabladid.is SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.