Fréttablaðið - 12.05.2010, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 12.05.2010, Blaðsíða 10
10 12. maí 2010 MIÐVIKUDAGUR Samskiptabú naður Polycom fjarf undabúnaðu r og fundarsímar · Cisco og AV AYA IP lausni r · Plantronics sí ma- og tölvu búnaður BETRI FJARFUNDIR Með Polycom fjarfundabúnaði má auka framleiðni og samkeppnishæfni fyrir tækja. Veruleg hagræðing næst með lægri ferða kostnaði og betri nýtingu á tíma. Hafðu samband við Nýherja og við finnum rétta fjarfundabúnaðinn fyrir þig. Nýherji hf. Borgartún 37 Sími 569 7700 www.netverslun.is PVX/CMA Með PVX/CMA hugbúnaði er hægt að breyta tölvunni í fjarfundakerfi. E N N E M M / S ÍA / N M 4 1 9 0 0 HDX 4000 Fjarfundakerfi með innbyggðum tölvuskjá. Hentar vel fyrir skrifstofuna. HDX 6000 Fjarfundakerfi fyrir einn skjá. Hentar vel í minni funda r- herbergjum. HDX 7000 Fjarfundakerfi fyrir tvo skjái. Fyrir stærri fundarherbergi og ráðstefnusali. ELST Í HEIMI Eugenie Blanchard er elsta núlifandi kona í heimi um þessar mundir. Hún fæddist 16. febrúar 1896 á eyjunni Saint-Barthelemy, sem tilheyrir Frakklandi. NORDICPHOTOS/AFP DÝRAHALD Veiruskita í kúm hefur komið upp á nokkrum bæjum á Austurlandi og Norðurlandi á síð- ustu vikum. Veiruskita er mjög smitandi en ekki er vitað með vissu um hvaða veiru er að ræða. Þegar hún berst í fjós smitast flestar kýr sem ekki hafa smitast áður. Sjaldgæft er að kýr drepist vegna sjúkdómsins en afleiðingar hans geta verið alvar- legar og langvarandi þar sem sjúk- dómurinn veikir ónæmiskerfi kúnna þannig að þær verða viðkvæmari fyrir öðrum sjúkdómum, meðal ann- ars júgurbólgu og öðrum bakteríu- sýkingum. Kýr sem veikjast falla verulega í nyt á meðan þær eru veikar og komast sjaldan í fulla nyt aftur á yfirstandandi mjaltaskeiði. Sjúkdómurinn hefur einnig neikvæð áhrif á frjósemi þeirra. Auður Lilja Arnþórsdóttir, sóttvarnadýralæknir hjá Matvælastofnun, segir mjólk úr sýktum kúm neysluhæfa og pestin smitist ekki í fólk. Einkenni veiruskitu svipar til ein- kenna sjúkdóms sem er vel þekkt- ur erlendis og kallast „winter dys- enteri“. Sá sjúkdómur smitast með saur og slími frá nösum. Smit berst mjög auðveldlega með fólki, dýrum og ýmsum hlutum, Oftast smitast allir næmir gripir á búinu á nokkr- um dögum og sjúkdómurinn gengur yfir á einni til tveimur vikum. - jss VEIRUSKITA Í KÚM Sýkingar hefur orðið vart á Norðurlandi og Austurlandi. Sjaldgæft er að kýr drepist vegna sjúkdómsins. Bráðsmitandi dýrapest á Austurlandi og Norðurlandi: Bráðsmitandi veiru- skita herjar á kýr MANNFJÖLDI Íslenskir drengir geta nú vænst þess að verða 79,7 ára gamlir en stúlkur 83,3 ára. Nokk- uð hefur dregið saman með kynj- unum á undanförnum áratugum. Á áttunda áratug síðustu aldar var um sex ára munur á meðalæ- vilengd kynjanna, en nú er hann aðeins 3,6 ár. Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands. Lífslíkur íslenskra karla hafa batnað mjög á undanförnum árum og hefur meðalævilengd þeirra lengst um rúmlega tvö ár síðan árið 2000. - kóp Dánartíðni hækkar eilítið: Dregur saman í aldri kynjanna SJÁVARÚTVEGUR Klukkustund tók að landa um borð stórlúðu sem veiddist á sjóstöng fyrir vestan á sunnudag. Að sögn Róberts Schmidt, leið- sögumanns hjá ferðaþjónustufyr- irtækinu Hvíldarkletti, voru það þýskir ferðamenn sem settu í lúð- una, en Alexander Frank og vinir hans settu í lúðuna á sjóstanga- veiðibátnum Bobby 16 frá Flateyri norður af Deildinni. „Þeir voru að veiðum á 42 metra dýpi þegar stöngin hans Alex- anders bognaði skyndilega. Eftir klukkustundar viðureign náðu þeir svo að landa lúðunni um borð í bátinn,“ segir Róbert, en veður var gott þennan dag, sólskin og logn. Óslægð var lúðan 108 kíló að þyngd og 203 sentímetra löng. Róbert segir þetta aðra stærstu lúðuna sem komið hafi á land á vegum Hvíldarkletts, en fyrir- tækið á 22 báta á Flateyri og Suð- ureyri. Árið 2007 segir hann að veiðst hafi 240 sentímetra löng risa lúða á sjóstöng og hún hafi vegið 175 kíló. „Sem var Evrópu- met þar til í fyrra en þá veiddist 202 kílóa lúða í Noregi.“ - óká STOLTIR MEÐ FENGINN Þýskir ferða- menn ánægðir með feng sinn. Alexand- er Frank, sem setti í lúðuna, er annar frá hægri á myndinni. MYND/RÓBERT SCHMIDT Hundrað og átta kílóa þung lúða veiddist á sjóstöng: Klukkustund tók að landa fengnum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.