Fréttablaðið - 12.05.2010, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 12.05.2010, Blaðsíða 12
 12. maí 2010 MIÐVIKUDAGUR BJÖRN ÞÓR SIGBJÖRNSSON bjorn@frettabladid.is Himnaför Jesú Krists er minnst á uppstigningardag. Dagurinn hefur lengi verið haldin hátíðlegur, allt frá 4. öld að því að talið er. Uppstigningardagur er fimmtudagur 40 dögum eftir páska og frídagur á Íslandi. Það er algengt að upprisunni og uppstigningunni sér ruglað saman. Upprisan er hinsvegar á páskadag, 40 dögum á undan uppstigningunni. Uppstigning- ardagur er einnig sérstakur kirkjudagur aldraðra í kirkjum landsins en svo hefur verið síðan 1982. Angan af kaffi kemur bragðlauk- unum af stað og ilmurinn segir til um ríkt bragðið af BKI kaffi. Helltu upp á gott BKI kaffi. BKI Classic Bjóddu ömmu og afa upp á ljúffengt BKI kaffi eftir hátíðarstund dagsins. Svart, með sykri, með sykri og mjólk eða með kandís. Gríptu tækifærið, fáðu þér BKI kaffi. Það er kominn tími fyrir BKI kaffi. Uppstigningardagur er á morgun. Fagnaðu uppstigningardegi með BKI kaffi Uppstigningardagur er á morgun Kauptu BKI fyrir uppstigningardaginn Sérvaldar baunir frá þekktustu kaffisvæðum heimsins tryggja hið mjúka bragð, lokkandi ilminn og fersklegt eftirbragðið. BKI Extra Snöggristað við háan hita. Þannig næst fram ríkara kaffibragð við fyrsta sopa en léttur og mjúkur keimur fylgir á eftir. Óskar Hrafn Þorvalds- son hætti sem fréttastjóri Stöðvar 2 í gær eftir að hafa dregið til baka, og beðist afsökunar á, frétt um fjóra athafnamenn. Þú segir upp vegna rangrar fréttar sem birtist fyrir heilum tíu mán- uðum. Á þeim tíma sem liðinn er kröfðust hlutaðeigendur leiðrétt- inga og afsökunarbeiðna, yfirlýs- ingar banka og þrotabúa gengu í berhögg við fréttina og að lokum fóru mennirnir með málið fyrir dóm. Hvað varð til þess að þú baðst afsökunar og tókst í fram- haldinu pokann þinn núna? „Það er ekki svo langt síðan að það kom í ljós að heimildarmaður okkar mátti ekki bera vitni einsam- all fyrir dómi og það var borin von að draga hann inn í dómsal fyrir framan alla. Eðlilega nýtur hann trúnaðar þannig að þegar það var ljóst að við stæðum berskjaldaðir fórum við að hugsa þetta á annan hátt en við höfðum gert og fórum að leita mögulegra sátta. Fyrst var ég algjörlega sann- færður um að fréttin væri rétt og var ekki tilbúinn til að leiðrétta hana. Síðar benti margt til þess að þetta væri ekki rétt en mér fannst ég verða að vera sáttur við það í hjartanu að leiðrétta þetta. Það var ekki fyrr en ég stóð uppi með vatnsbyssu á leið inn í Bagdad – algjörlega varnarlaus fyrir dóm- stólum – að ég sagði; gott og vel, ég viðurkenni mistök og leiðrétti þetta. Það er ekkert að því að leið- rétta sig, allir gera mistök. Fréttin var ekki sett fram af illum hvötum eða til að koma höggi á þessa fjóra einstaklinga. Þetta er sem sagt ástæða tíma- setningarinnar. Þó það hljómi skringilega að láta tíu mánuði líða eru ástæður fyrir því.“ Hefði málið litið öðru vísi út ef heimildarmaðurinn hefði fengið að bera vitni í einrúmi? „Það hefur ekkert upp á sig að tala um það núna. Fréttin hefur verið leiðrétt og beðist hefur verið afsök- unar og það væri dónaskapur við umfjöllunarefnin að velta vöngum um hvort heimildarmaðurinn hefði breytt öllu.“ Afsökunarbeiðnin var flutt á mánu- dagskvöldið en hvenær tókstu um hana ákvörðun? „Það var nokkurra vikna ferli að vinna að yfirlýsingu sem allir gætu fellt sig við, bæði fréttastof- an og hlutaðeigandi aðilar.“ Þannig að yfirlýsingin er unnin í samráði við þessa fjóra menn? „Já.“ Kom ekki til greina af þinni hálfu að biðjast bara afsökunar en halda áfram störfum? „Jú, á einhverjum tímapunkti. Ég hef hugsað um þetta mál alveg frá því að við fengum þessi harkalegu viðbrögð við fréttinni. Þá hugsaði ég að annaðhvort væri þetta rangt eða að mennirnir væru bíræfn- ari en andskotinn. Í framhaldinu hugsaði ég: Hvað ef fréttin er nú röng og ég þarf að leiðrétta hana og biðjast afsökunar? Hver er þá staðan? Einhverjir segja að þetta sé dramatísk ákvörðun og það hefði verið nóg að birta þetta. Ég ber virðingu fyrir þeim skoðunum en í hjartanu fannst mér rétt að gera það sem ég gerði.“ Þrýstu eigendur eða stjórnendur fyrirtækisins á þig að hætta? „Nei. Þetta var alfarið mín ákvörð- un.“ Sama dag og beðist er afsökunar birtist frétt um kyrrsetningu eigna Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, eig- anda 365. Morguninn eftir segir þú upp. Hafði sú frétt og hugsanlega viðbrögð við henni áhrif á ákvörð- un þína um starfslok? „Nei. Við erum búnir að skrifa 180 fréttir um Jón Ásgeir og þær hafa fallið misjafnlega vel í kramið án þess að það haldi fyrir mér vöku. Það var helber tilviljun að þetta kom upp sama dag. Við höfðum alltaf litið þannig á að frétt er frétt burtséð frá því hver á í hlut, stjórn- arformaður fyrirtækisins, eigandi þess eða hver sem er. Enginn nýtur sérréttinda.“ Eins og þú segir hafið þið flutt margar fréttir af Jóni Ásgeiri og ég þykist vita að hann hafi ekki allt- af verið ánægður. Hefur hann látið skoðanir sínar í ljós við þig? „Jájá, hann hefur gert það og í grunninn er það eðlilegt því að á sama tíma og hann er eigandi þá er hann umfjöllunarefni. Sem slíkur hefur hann, eins og aðrir, rétt til að hringja í mig og garga og láta öllum illum látum. Hann hefur verið ósáttur við margar fréttir sem við höfum flutt.“ Og komið til árekstra milli ykkar? „Það er sennilega full dramatískt orð. En menn hafa skipst á skoðun- um, það hefur gerst fyrir opnum tjöldum. En ég endurtek að það er hans réttur. Hann hefur, sem umfjöllunarefni, rétt til að taka hárblásarann í símann eða gera það sem hann vill.“ Kom einhvern tíma til álita hjá þér að hætta vegna samskipta við Jón Ásgeir? „Nei, það hvarflaði aldrei að mér.“ Bárust þér í fréttastjóratíð þinni formleg eða óformleg skilaboð um að þú ættir að hegða þér með ein- hverjum tilteknum hætti gagnvart Jóni Ásgeiri og hans málum? „Nei, ég fékk aldrei slík skilaboð né reyndu menn að stoppa fréttir. Hins vegar voru settar siðareglur á 365 á síðasta ári sem yfirstjórn og eigendur félagsins sömdu og mér var oft bent á að ég væri ekki að fara í einu og öllu eftir þeim. En þetta er túlkunaratriði. Ef þessar reglur eru túlkaðar mjög þröngt er í raun ekki hægt að fjalla um nokkurn mann. Ari Edwald [for- stjóri 365] hafði skoðanir á þessu Straumsmáli og lét þær í ljós en skipti sér aldrei af því hvernig við tókum á því. Hann virti sjálf- stæði fréttastofunnar. Það var ég sem tók allar ákvarðanir í málinu, hvort heldur sem var um birting- una, að leiðrétta þetta ekki, leita sátta, birta svo leiðréttingu og segja upp.“ Hvað finnst þér um að Jón Ásgeir skuli eiga fjölmiðla? „Ég held að það sé óheppilegt fyrir mann, sem stendur í málaferlum eða er í rannsókn hjá nánast öllum nema Lánasjóði íslenskra náms- manna, að eiga fjölmiðla. Fjölmiðill er náttúrulega bara fyrirtæki og þegar í hlut á maður eins og Jón sem hefur bara þurft að smella fingrum svo allir sitji og standi eins og honum hentar þá hlýtur að vera óþægilegt fyrir hann að að eiga fyrirtæki þar sem verið er að níða af honum skóinn. Hann telur sig beittan óréttlæti en getur ekkert gert. Ég skil hann og hef oft hugsað hversu galið það er að eiga fyrirtæki og í því vinni einhver gaur sem er að svíða þig þrisvar í viku. Ég hef meðaumk- un með því. Þetta er fáránleg staða bæði fyrir hann og okkur. Við erum að fjalla á neikvæðan hátt um eiganda okkar.“ Hefðu fjölmiðlalögin betur gengið í gegn 2004? „Ég veit það svo sem ekki en það er klárt mál að fjölmiðlar þurftu peninga til að lifa af og Jón var til- búinn til að setja í þetta peninga. Fréttablaðið, sem er mjög dýrt í rekstri og með mikinn fastakostn- að, þurfti mjög sterka eigendur þegar það var að ná sér á strik og komast á þann stall sem það er á í dag. Núna er Fréttablaðið sjálf- bært. Hin útópíska hugmynd um litla hluthafa sem eru tilbúnir að borga með stórum fjölmiðli er falleg en ég er ekki viss um að hún sé raun- hæf. Hversu margir geta keypt 365? Eða Árvakur? Frumvarpið hafði örugglega ein- hverja kosti og í grunninn skil ég hvað Davíð [Oddsson] var að hugsa. Þetta var falleg hugmynd, svona svipað og skóli án aðgreiningar, en virkar ekki í raunveruleikan- um. Hver gat átt fjölmiðlana þegar skórinn kreppti að? Voru það ekki bara auðmennirnir? Það komu alla vega ekki margir fram sem voru tilbúnir til að tapa 100 milljónum. Fáum er sama um slíkt tap.“ Hvað tekur við hjá þér? „Bara HM. Eða að vera með fjöl- skyldunni. Það hefur setið á hak- anum að sinna börnum og konu og ágætt að maður fari að standa sig í því hlutverki.“ Gerði mistök og fer FRÉTTAVIÐTAL: Óskar Hrafn Þorvaldsson, fyrrv. fréttastjóri Stöðvar 2 ÓSKAR HRAFN Gegndi starfi fréttastjóra Stöðvar 2 í 20 mánuði. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Í fréttinni sem nú hefur verið dregin til baka var fullyrt að fjórir auðmenn; Björgólfsfeðgar, Karl Wernersson og Magnús Þorsteinsson, hefðu, eftir að tilkynnt var um þjóðnýtingu Glitnis, flutt samtals á þrettánda milljarð króna af reikningum sínum hjá Straumi yfir í erlend skattaskjól. Fréttin var flutt í júní í fyrra. Strax í kjölfar birtingarinnar gáfu fjórmenningarnir út yfirlýsingar um að fréttin væri uppspuni og kröfðust leiðréttingar. Stöð 2 stóð við fréttina. Í kjölfarið höfðuðu þeir meiðyrðamál og kröfðust einnar milljónar hver í bætur. Ósk fréttastofunnar um að fá að leiða heimild- armann sinn fyrir dóm án þess að nafn hans yrði opinberað öðrum en dómaranum var hafnað. Fréttin sem dregin var til baka
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.