Fréttablaðið - 12.05.2010, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 12.05.2010, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 12. maí 2010 19 Í borgarstjórnarkosningunum í vor stendur valið milli þess að bíða af sér kreppuna, líkt og Sjálf- stæðisflokkurinn ætlar sér, eða beita afli borgarinnar til að vinna sig út úr henni eins hratt og kostur er, einsog hugmyndir Samfylking- arinnar ganga út á. Við teljum ein- dregið að Reykjavík eigi að taka sér forystuhlutverk á krepputímum. Sú forysta á að snúast um þrennt: tryggja atvinnu, tryggja öryggi og kveikja von um betra samfélag. Þetta þrennt er reyndar nátengt: Atvinna skapar öryggi sem skap- ar von. Ef við sköpum ekki atvinnu þá dregur úr öryggi og vonin dvín- ar – og andstæðan verður jafnvel ofan á: óöryggi og vonleysi. Atvinna Reykjavík á ekki að unna sér hvíld- ar fyrr en atvinnuleysi er úr sög- unni. Þar þarf að leiða samvinnu margra. Sá doði sem stafar frá ráðhúsinu er bein afleiðing af því að frjálshyggjan vísar ábyrgðinni annað á meðan hún bíður eftir að markaðurinn leysi málin. Það er dýrt. Afleiðingin gæti orðið langvarandi atvinnuleysi. Höf- uðborgin á þvert á móti að taka frumkvæði. Tryggja að hlúð sé að tækifærum í markvissu sam- starfi við atvinnulífið, hvort sem er í ferðaþjónustu, þekkingariðn- aði eða kvikmyndagerð svo dæmi séu tekin. Reykjavík er í einstakri stöðu til að fá aðra með. Viðhalds- verkefnum og framkvæmdum á ekki að fresta heldur flýta eins og kostur er. Ráða á fólk af atvinnu- leysisskrá til brýnna verkefna, þar sem það er hægt. Einnig þar á Reykjavík að stíga fram og leiða. Þá fylgja aðrir á eftir. Það er allt betra en atvinnuleysi. Öryggi Reykjavík á að tryggja öryggi. Við þurfum öll að geta treyst því að samfélagið standi með okkur ef í harðbakkann slær. Það þýðir að hækka þarf lágmarksframfærslu og styðja betur við barnafjöl- skyldur. Öllum verður að tryggja þak yfir höfuðið án yfirskuldsetn- ingar. Til þess þarf leiguhúsnæði að vera öruggur kostur, viðráð- anlegt og fáanlegt til lengri tíma. Öryggi barna á að vera númer eitt. Skólarnir eiga að vera griða- staður, líka í kreppu. Við eigum að standa saman um að endurskoða forgangsröðina og tryggja að börn hrekist ekki úr íþróttum eða frí- stundastarfi vegna erfiðra heim- ilisaðstæðna. Sú menntun er líka nauðsynleg til að leggja grunn að farsælli og og öruggri framtíð. Við þurfum sterkt velferðarsamfélag því það er lykillinn að öryggi fyrir alla. Við skulum ekki kjósa frá okkur öryggið. Von Reykjavík á þó ekki síst að kveikja og næra von um sterkari borg og betra samfélag þar sem við lærum af reynslunni. Við eigum að horfa til framtíðar þar sem lausnir koma í stað kreddu, umhyggja og nágrannasamfélag í stað eigin- girni og afskiptaleysis, samhjálp í stað kapphlaups eftir innantómum gæðum og umburðarlyndi í stað dómhörku. Borgarbragurinn bygg- ir á okkur sjálfum. Í góðri borg fer saman óttaleysi og fjölbreytni, tilhlökkun gagnvart framtíðinni, ásamt hæfilegri blöndu af íhalds- semi og forvitni fyrir hinu nýja. Reykjavík er aflið sem mun koma Íslandi út úr kreppunni. Valið í vor Það er enginn vafi að ef rétt verður á málum haldið í borginni munum við sjá nýjar og gamalgrónar atvinnugreinar vaxa aftur og dafna sem aldrei fyrr. Við þurfum bara að þora að taka skrefið til forystu, og standa og falla með því. Byrjum á því að hafna þriggja ára framtíð- arsýn meirihlutans í Reykjavík um aðgerðarleysi í atvinnumál- um, 11% atvinnuleysi og 70% nið- urskurð til mannaflsfrekra verk- efna. Það boðar bara landflótta. Reykjavík hefur alla burði til að gera margfalt betur ef hún beitir sér. Atvinnustefna og aðgerðar- áætlun Samfylkingarinnar fyrir komandi borgarstjórnarkosning- ar sannar það. Þar birtist sýn um atvinnu, öryggi og von um betri framtíð. Þar liggur munurinn. Þitt er valið. Reykjavík verður að taka forystu Borgarmál Dagur B. Eggertsson oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Öllum verður að tryggja þak yfir höfuð- ið án yfirskuldsetningar. Til þess þarf leiguhúsnæði að vera öruggur kostur, viðráðanlegt og fáanlegt til lengri tíma. AF NETINU Ríkisstjórnin svíkur fyrninguna Grátkór kvótagreifa hefur ekki grátið í mánuð. Bendir til, að staða mála sé í megnu ólagi. Það er hún líka. Hjarta Jóns Bjarnasonar sjávar- útvegsráðherra slær með kvótagreifum. Hann stefndi málinu í átt að sátt við hagsmunaaðila. Um það snýst ekki loforð ríkisstjórnarinnar. Hún lofaði sátt við þjóðina, sem heimtar kvótann til baka. Excel-menn hafa verið fengnir til að reikna inn gjaldþrot útgerða af völdum fyrningarleiðar. Málið snýst samt ekki um útgerðír, þær mega drepast. Lífið heldur áfram og veiðar halda áfram, þótt þjóðin fái kvótann. Ríkisstjórninni mun hefnast fyrir að svíkja þjóðina. jonas.is Jónas Kristjánsson Fréttastjóri gefur tóninn Óskar Hrafn Þorvaldsson er maður sem gerir miklar kröfur til sjálfs sín. Þekktur fyrir að vera hörkuduglegur, með gott fréttanef og fyrir að njóta virðingar hjá samstarfsfólki sínu. Svo er spurn- ing hvernig menn eiga að bregðast við þegar þeir bregðast. Þetta er hans svar við því. http://andres.eyjan.is/ Andrés Jónsson Bergsteinn Sigurðsson, blaða-maður á Fréttablaðinu, fjall- aði í gær um grein mína í sama blaði sl. laugardag. Hann fór þó á svig við kjarna gagnrýni minn- ar. Sú gagnrýni lýtur ekki að handtöku tiltekinna einstaklinga heldur að munstri sem einkenn- ist af markvissri og vaxandi fjöl- miðlasækni opinberra embættis- manna á frumstigum ákæru- og dómsmála. Slíka þróun tel ég var- hugaverða og lítt til sóma í okkar fámenna íslenska samfélagi. Sér- staklega er mikilvægt að embætt- ismenn haldi haus við þær óvenju- legu aðstæður sem nú ríkja. Þó að dæmi sl. helgar sé nýjasta tilvikið þá nefni ég einnig önnur frá fyrri tíð. Af nógu er að taka. Bent skal á að nota hefði mátt bílakjallara saksóknarahússins sl.föstudag, ef ekki hefði staðið vilji til mikils uppsláttar eins og raun varð á. Ég tel að allir rannsakendur séu á villigötum sem á undanförnum mánuðum og misserum hafa efnt til sérstakra blaðamannafunda til að skýra frá fyrirætlunum sínum varðandi tilgreinda einstaklinga sem ekki hefur verið hafin opin- ber rannsókn á, hvað þá ákæru- né dómstólaferli. Slíkt mætti e.t.v. skýra sem viðbrögð við óþreyju í samfélagi þar sem enginn emb- ættismaður eða stjórnmálamað- ur, hefur enn stigið fram og axlað ábyrgð með viðeigandi hætti á sínum þætti í orsökum hrunsins eins og vænta hefði mátt og tíðk- ast mundi í nágrannalöndunum. Einnig kann að koma til mannleg viðleitni rannsakendanna sjálfra til að vekja athygli yfirmanna og annarra á dugnaði sínum eða myndugleik enda munu slíkir fundir ávallt hljóta rými í fjöl- miðlum þjóðar sem þyrstir eftir því að einhver axli ábyrgð á þeim þrúgandi vanda sem íslenskur almenningur þarf að glíma við. Framangreind vinnubrögð eru hins vegar að mínu mati alger- lega ótímabær og óviðeigandi, sama hver í hlut á, þar til dómur er upp kveðinn og fyrir ligg- ur ótvíræð sekt þess er í hlut á. Í þeim fyrstu skrefum sem nú er verið að stíga til að fullnægja réttlætinu er mikilvægt að var- ast allt sem minnir á vinnubrögð í Geirfinnsmáli, Hafskipsmáli eða öðrum blygðunarefnum rétt- arsögu okkar. Séu menn vissir um að þeir séu á réttri braut, ber þeim að hafna óþarfa sjónarspili, halda sínu striki og ljúka tilætl- uðum verkum. Hver sem í hlut á. Þannig vinnubrögð munu auka traust og virðingu á rannsóknar- mönnum. Þau eru skv. gildandi lögum og varða leiðina að ábyrg- ara en fyrst og fremst manneskju- legra samfélagi. Hið síðastnefnda er e.t.v. það mikilvægasta af öllu, í því erf- iða og dapurlega ferli sem nú er hafið. *Tekið skal fram að greinin speglar einungis persónulega skoðun höfundar. Vörðum leiðina að manneskjulegra samfélagi Dómsmál Jakob Frímann Magnússon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.