Fréttablaðið - 12.05.2010, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 12.05.2010, Blaðsíða 21
Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 KLIPPT OG SKORIÐ – um skegg og rakstur, er yfirskrift nýrr- ar sýningar í Horninu á annarri hæð Þjóðminjasafnsins sem verður opnuð á morgun. Á sýningunni má sjá ýmislegt tengt skeggi karl- manna og hvernig þetta karlmennskutákn hefur tekið mið af tísku og tíðaranda. „Ég flaug út með foreldrum mínum til Sjanghæ árið 2003 og við dvöld- um þar í tvær vikur,“ segir Guðrún Heimisdóttir dagskrárgerðarkona en systir Guðrúnar, Sigga Heimis vöruhönnuður, vann á þeim tíma hjá IKEA og var í tengslum við starfið í Kína í tvo mánuði. Fjöl- skyldan ákvað því að nota tæki- færið og heimsækja Siggu. „Ferðin var ógleymanleg í alla staði. Við millilentum í London en flugum þaðan beint til Sjang- hæ þar sem systir mín tók á móti okkur. Þaðan fórum við beina leið í nudd þar sem ég var látin liggja undir risastóru laki, í öllum fötun- um og blindur maður nuddaði mig. Þetta er eitt allra besta nudd sem ég hef nokkurn tímann farið í,“ segir Guðrún. Fjölskyldan flaug til Pek- ing meðan á ferðalaginu stóð og dvaldi þar í tvær nætur þar sem Kína múrinn, Forboðna borgin og Sumarhöllin voru heimsótt. „Sjanghæ er æðislegur staður. Við heimsóttum ýmsa markaði, svo sem blómamarkað og sátum á ófáum tehúsunum. Við tókum sér- staklega eftir því hvað Kínverjar eru kátir og til dæmis á mörkuð- unum höfðu þeir hreinlega gaman af því að maður prúttaði við þá, sem ég hef aldrei verið góð í, en þarna var það bara skemmtilegt. Allir skellihlógu og á endanum voru allir kátir, enda sölumennirn- ir eflaust búnir að rýja mann inn að skinni. Verandi einfaldur túristi var maður bara hæstánægður með kaupin.“ Hápunktur ferðarinnar var að mati Guðrúnar að upplifa kínversk áramót. „Maður upplifði reyndar nýja hluti á hverjum degi en kín- versku áramótin voru einstök. Kínverjar sprengja ekki flugeld- ana vegna þess að þeir eru svo fallegir heldur er tilgangurinn að hræða burt vonda anda með látun- um. Það var því sprengt og sprengt alla nóttina mitt á milli risastórra blokka inni í miðri borg,“ segir Guðrún og bætir við að hana hafi langað til Kína æ síðan hún kom heim aftur. „Fram að ferðalaginu hafði ég varla látið mig dreyma um að fara alla leið til Asíu en ég varð strax veik í að fara aftur þegar ég kom heim og mun án efa fara aftur til Kína í framtíðinni.“ juliam@frettabladid.is Nudd og tehús í Kína Guðrún Heimisdóttir upplifði kínversk áramót fyrir nokkrum árum þegar hún dvaldi í Sjanghæ þar sem systir hennar starfaði. Hún segir Kína ótrúlegt land og síðan hafi hún verið veik í að fara aftur. Guðrún Heimisdóttir dagskrárgerðarkona fór alklædd í nudd hjá blindum nuddara í Kína. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.